Harðarjakkarnir komnir – Mátunardagar

Mátunardagar fyrir Harðarjakka verða þriðjudaginn 7.júní og miðvikudaginn 8.júní milli 17-19 í Reiðhöllinni. Munið að taka greiðslukort með ykkur. Við pöntun er greitt fyrir valdar stærðir og svo verður afhending um miðjan júní.
HEKLA JAKKI
Flott snið fyrir herra og dömu
• Efnið er mjög létt og krumpufrítt, vindþétt
10.000g/m2, vatnshellt 10.000mm H2O og með 4-way-stretch.
• Vatnsheldir saumar.
• YKK rennilásar á jakka og vösum.
• Brjóstvasi sem rúmar allar stærðir af farsímum
• Gott rennilásagrip svo auðvelt sé að renna þegar verið er í hönskum.
• Hetta sem passar yfir reiðhjálma og hægt að þrengja.
• Jakkinn verður með merki Hestamannafélagsins Harðar á hægra brjósti
Almennt verð út úr verslun 23.990.
Sértilboð til Harðarfélaga er aðeins 17.490.
jakkar.jpg

Seinni úrtaka Harðar og Adams

Sameiginlegt Gæðingamót Harðar og Adams sem er um leið úrtaka fyrir Landsmót verður haldið helgina 11-12 júní. 

Hörður sendir fyrir sína hönd 6 hesta í hverjum flokk. 

Adam sendir fyrir sína hönd 1 hest í hverjum flokk.

Aðeins er tekið við skráningum hesta í eigu skuldlausra félagsmanna. 

 

Keppt verður í.

-A flokk

-B flokk

- Ungmennaflokk

- Unglingaflokk

- Barnaflokk

Á mótinu verður einnig keppt í 

- A flokkur Ungmenni 

- Gæðingaflokkur 2 A flokkur (áhugamenn)

- Gæðingaflokkur 2 B flokkur (áhugamenn)

- Gæðingatölt Fullorðinsflokkur 17 ára +

- Gæðingatölt Unglingaflokkur yngri en 17 ára

- Unghrossakeppni og pollaflokki (skráning á messenger Mótanefndar Harðar)

 

Einnig verður glæsilegasta par Harðar valið þar að segja hestur og knapi.  

 

Skráningar fara í gegnum sprotfengur.com

Skráningu lýkur sunnudagskvöldið 05.06 kl 24

Einungis verður tekið við afskráningum í gegnum messenger á facebook síðu mótanefndar Harðar.

Fyrri úrtaka Harðar og Adams

Fyrri úrtaka Harðar og Adams fer fram miðvikudaginn 8.júní hún gildir inná Landsmót en ekki í úrslit. 

Hörður sendir fyrir sína hönd 6 hesta í hverjum flokk 

Adam sendir fyrir sína hönd 1 hest í hverjum flokk

Aðeins er tekið við skráningum hesta í eigu skuldlausra félagsmanna.

 

Keppt verður í.

-A flokk

-B flokk

- Ungmennaflokk

- Unglingaflokk

- Barnaflokk

 

Skráningar fara í gegnum sprotfengur.com

Skráningu lýkur sunnudagskvöldið 05.06 kl 24

Einungis verður tekið við afskráningum í gegnum messenger á facebook síðu mótanefndar Harðar.

Lokahóf hjá Félagshesthúsinu

Í gær voru krakkarnir í Félagshesthúsinu með skemmtilega sýningu uppí hvíta gerði og komu foreldrar og vinir að fylgjast með.
Á sýningunni var farið í tunnuhlaup þar sem knapar þurftu að hleypa hrossum sínum í slöngur á milli tunna.
Lokaatriði sýningar var hindrunarhlaup og sýndu ungu knaparnir mikil tilþrif með hross sín.
Í Félagshesthúsinu hafa verið 12 börn í vetur og eru þau á aldrinum 12-16 ára og nokkur hafa nú lokið Knapamerki I. Þær stöllur Sara Bjarnadóttir og Nathalie Moser hafa séð um kennslu og utanumhald með krökkunum. Ragnheiður Þorvaldsdóttir kom reglulega að kenna og gefa input.
Hestamennt var styrktaraðili félagshesthús og þökkum við þeim innilega fyrir stuðninginn!
Vorum að heyra hjá börnum og fullorðnum að fyrsta starfsár félagshesthússins hefði tekist vel.
 
280666586_7441039809270496_3618923258429210496_n.jpg
281133185_7441047122603098_5914778135029432402_n.jpg280944276_7441046579269819_7337098382019220009_n.jpg281133368_7441050075936136_9076361069757538591_n.jpg
281335208_7441047839269693_3291839940594355449_n.jpg281538330_7441050505936093_2935295469993883027_n.jpg281643463_7441051482602662_2183684993914272954_n.jpg281442602_7441050939269383_8691523100881650601_n.jpg281506672_7441051122602698_7941734069519853656_n.jpg281458167_7441050692602741_8781392202840015661_n.jpg
 280889783_328948169345265_5440437542650550524_n.jpg
 
 
 
 
 

Aðalfundarboð Félags hesthúsaeigenda

Aðalfundarboð Félags hesthúsaeigenda
 
Aðalfundur Félags hesthúsaeigenda á Varmábökkum verður haldin 31. maí kl. 20:00 í Harðarbóli.
 
Dagskrá aðalfundar:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla formanns um starfsemi félagsins árið 2021.
3. Endurskoðaður ársreikningur félagsins lagður fram til afgreiðslu.
4. Lagabreytingar.
5. Ákvörðun um félagsgjald.
6. Kosning til stjórnar félagsins.
7. Kosning endurskoðanda.
8. Önnur mál.

Náttúrureið og kirkjureið

 
Þá er komið að náttúrureið fyrir alla fjölskylduna laugardaginn 28. maí. Riðið verður í Kollafjarðarétt, létt og skemmtileg reið sem hentar öllum. Lagt verður af stað frá naflanum kl. 13 og áætlað að reiðin taki um 2 klst.

Grillpartý í reiðhöllinni þegar heim er komið:
Það verða hamborgarar verð 1500 kr - grillað verður í reiðhöll og bjór og fleira til sölu þar.
 
 
Árleg kirkjureið sunnudaginn 29. maí lagt af stað úr naflanum kl. 13:00 kirkjukaffi í Harðabóli eftir guðsþjónustu.
 
 
Ferðanefnd
 

Litla kvennareið

Tilkynning til Harðar kvenna,
Stóru kvennareiðinni sem átti að vera 14.maí, hefur verið frestað fram á næsta vor en aftur á móti verður Litla kvennareiðin farin 25. maí, kl. 18:00 frá Naflanum. Við ætlum fram í Mosfellsdal. Fyrsta stoppið verður við vatnstankinn, sunnanmegin við ána. Þar geta Dalskonur hitt okkur og þær sem komast ekki af stað kl 18. Næsta stopp verður hjá Sillu á Vindhóli sem tekur höfðinglega á móti okkur með léttum veitingum. Þegar heim er komið og allar búnar að ganga frá fákum sínum ætlum við að hittast í Harðarbóli kl 21:00. Þar sleppum við beislunum og gleðigeislunum með mat (ef hægt er að kalla flatböku mat), söng…vatni og dansi eða bara því sem kætir okkur og gleður. Þessi Litla reið mun kosta lágmark 3000 kr í reiðufé, ekki hægt að taka við kortum.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar og auðvitað kátar og hressar.

Kveðja Litla kvennareiðnefndin
p.s. nánari samskipti verða á fb síðunni okkar; Harðar konur
Kveðja
Litla kvennareiðnefndin
61702567_10157429373033140_2469219055437873152_n.jpg