Reglur um rekstur hrossa á Varmárbökkum

Inngangur:

Vegurinn um Tungubakka er eign Mosfellsbæjar og viðhald hans er á kostnað bæjarins.  Mosfellsbær kostar einnig snjóruðning þegar það á við.

Hestamannafélagið hefur afnot af veginum, en það hafa einnig fleiri sbr. íþróttavöllurinn.  Kvartanir um rekstur hrossa hafa borist Mosfellsbæ og eru reglur þessar settar m.a. annars sem viðbrögð hestamannafélagsins við þeim kvörtunum og að resktrinum sé staðið af ábyrgð og festu.

Allir þeir sem koma að rekstri hrossa á Tungubökkum skulu fylgja reglum og fyrirmælum frá stjórn hestamannafélagsins Harðar hverju sinni.

Rekstraraðilar skulu gera skriflegan samning við stjórn Harðar og velja rekstrardaga í samráði við stjórn.  Ef fleiri en einn rekstrarhópur er um hvern dag, skal dregið um rekstrardaginn.  Á heimasíðu Harðar verða birtar reglur um reksturinn og stundaskrá, þ.e. á hvaða degi hver hópur rekur, hvernig hægt sé að koma hrossum í rekstarhóp eða hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að stofna nýjan hóp.  Ef ekki er rekstarhæft á rekstrardegi, er heimilt að breyta stundaskrá, en taka skal þá tilliti til annarra rekstrarhópa sem og annarra hugsanlegra viðburða á þeim tíma.  Nýr rektrarhópur verður ekki myndaður án samráð og leyfis stjórnar félagsins.

1.gr

Hver hópur sem hyggst standa að rekstri skal skipa sér ábyrgðarmann sem verður tengiliður hópsins við stjórn félagsins.  Ábyrgðarmaðurinn ber ábyrgð á að reglunum sé fylgt í hvívetna og gerir fh hópsins, skriflegan samning við hestamannafélagið og er samningurinn tímabundinn til eins árs í senn.  Ef um gróft brot er að ræða getur stjórn félagsins sagt samningnum upp án fyrirvara.  Sem dæmi um gróft brot eru sjáanlegar skemmdir á reiðleiðinni eftir td bíla, en slík slökk geta myndast í vætutíð og leysingum.  Eðlilegast við slíkar aðstæður væri að nota fjórhjól eða hreinlega reka ekki við slíkar aðstæður.

2.gr

Það er skilyrði að eigandi rekstrarhrossa sé með ábyrgðartryggingu gangvart 3ja aðila og skal ábyrgðarmaður áminna eigendur rekstrarhrossa um að vera með slíka tryggingu.  Hámarksfjöldi í hverjum rekstrarhópi skal vera 40 hross.  Lágmarksfjöldi þeirra sem hverjum rekstri koma eru fjórir.  Ávallt sé einn á vakt við aðkomu að íþróttasvæðinu og að lágmarki einn maður á endastöð til að taka á móti hrossunum þegar þau koma úr rekstri.

 3.gr

Rekstur hrossa skal fara fram snemma dags og skal öllum rekstri og frágangi hans lokið fyrir kl 9 hvern rekstrardag.    Þó skal tekið tilliti til birtustigs í nóv – feb, en þá daga skal rekstri lokið eigi síðar en klukkustund eftir birtingu.  Alltaf er bannað að nota bílflautur, hrossabresti eða hvern þann útbúnað sem raskað getur ró manna.  Taka skal tillit til þess ef viðburðir með tilheyrandi umferð eru á íþróttasvæði.  Hafa skal samráð við umsjónarmenn íþróttavallar í slíkum tilvikum.

4.gr

Aðeins skal reka hross þegar aðstæður leyfa, þ.e. þegar reiðvegurinn er í góðu ástandi eða frosinn.  Eftir langvarandi vætutíð, frostleysingar og ef slæm drulluslökk eru í veginum, er bannað að reka hross á Tungubakkahring.

5.gr

Rekstrarhópar sjái um gerð og viðhald á girðingum og hliðum á rekstrahring.  Þess skal gætt að hrossarekstur sé ekki að marka slóða í grasbala utan reiðgötu.  Þar sem slíkir slóðar myndast, skulu rekstrarhópar sjá til þess að fylla í þær slóðir með malarefni.

Ef bílar fara á undan eða á eftir hrossarekstri, skal aðeins nota bíla undir 2000 kg að þyngd.  Hámarkshraði 30 km/klst.

6.gr

Hver rekstarhópur greiðir mánaðargjald sem leggst inn á sérstakan reikning á vegum félagsins.  Fer gjaldið í viðhald og bætur á girðingum og reiðvegi á rekstarhring.  Rekstarráð í samráði við stjórn, kemur sér saman um mánaðargjald og innheimtir í samvinnu við gjaldkera félagsins.

7.gr

Ef rekstrarhópar eru fleiri en einn, skulu ábyrgðarmenn mynda rekstraráð sem hafi yfirumsjón með rekstrinum, viðhaldi rekstarhringsins og að farið sé eftir reglum.  Jafnframt hafi þeir samráð um hvenær skuli fella niður rekstur af ýsmum ástæðum sbr. 3. og  4. gr samnings þessa.  Rekstraráðið er ábyrgt gagnvart stjórn Harðar.