Reiðleiðir

Nú er búið að lagfæra og opna reiðleiðir upp í Mosfellsdal, um Skammadal og við Bjarg.  Einnig er Ístakshringurinn að mestu ágætur yfirferðar.  Töluverður snjór er enn á sumum þessum leiðum og bleyta, en vel fært, búið að stinga í gegnum skafla.

 

Skeiðbraut og keppnisvöllurinn

Nú hefur skeiðbrautinni og keppnisvellinum verið lokað fyrir allri umferð. Það þýðir að það má alls ekki ríða á þeim fyrr en þeir hafa jafnað sig og verið undirbúnir fyrir notkun.

Það verður tilkynnt þegar opnað verður aftur.

162192593_5234917209882778_1844410360943088292_n.jpg

 

Benedikt Ólafsson og Bikar frá Ólafshaga unnu T2 í Meistaradeild Ungmenna

Benedikt Ólafsson stóð sig aftur með prýði í keppni um helgina. Hann keppti á Meistaradeild Ungmenna í T2 og skeið. Hann vann T2 á honum Bikari frá Ólafshaga með einkunnina 7,50👏👏👏

Svo voru hann og Leira-Björk frá Naustum III í 2. sæti í skeiðinu!

Innilegar hamingjuóskir Snillingur 🦄

274969599_639323290468186_4358221472124033137_n.jpg

 

 

Kynbótahross Harðar 2021 - Hófsóley frá Dallandi

Hófsóley frá Dallandi var hæstdæmda kynbótahrossið í Herði 2021 og er því Kynbótahross Harðar 2021.
 
Innilega til hamingju Dalland!
 
Hófsóley frá Dallandi - 8. Vetra
• Stór og falleg alhliðahryssa
• 3 X 8,5:
• tölt
• hægt stökk
• fegurð í reið
• 5 X 9,0
• háls/herðar/bóga
• bak og lend
• hófar
• brokk
• samstarfsvilji
a.e. 8,47
 
Hofsóley_2.jpg
 
 

Keppnisþjálfun fyrir vana keppnisknapa - Þórarinn Eymundsson

Tamningameistarinn Þórarinn Eymundsson verður með Keppnisþjálfun fyrir vana keppnisknapa, laugardaga 19.mars og laugardag 2. apríl.
Þórarinn er Reiðkennari við Hólaskóla til 20 ára og með mjög mikla reynsla í keppni og sýningar.
Námskeið er keppnisþjálfun fyrir vana keppnisknapa og eru einkatímar (50min á sitthvorum degi).
Skráning fer fram í sportabler. Mjög fá sæti.
Fyrstur kemur fyrsti fær - ekki hægt að panta pláss - bara skrá 🙂
Skuldlausar Harðarfélagar hafa forgang.
 
Skráning opnar á morgun, miðvikudagur 9.mars kl 12:00 - hádegi.
Verð fyrir pakkinn er 30000kr
 

Almennur félagsfundur: Vallarsvæði og hringgerði

Stjórn Harðar boðar til umræðufundar um vallarsvæði og hringgerði á félagssvæðinu, mánudaginn 14 mars 2022, klukkan 20:00 í Harðarbóli.
Farið verður yfir hugmyndir um breytingar á vallarsvæði og möguleika því tengdu ásamt hugmyndum um breytingar og viðbætur á hringgerðum með yfirbyggingu í huga.
Hvetjum alla félagsmenn til að mæta og taka þátt í umræðum, koma með hugmyndir og hafa áhrif á framtíðar skipulag hverfisins.
 
Kveðja
Stjórn Harðar
275463538_7129525077088639_9215054484271951354_n.jpg
 

Hesthúsapláss helgina 26 og 27 mars

Hesthúsapláss helgina 26 og 27 mars

Hæfileikamótun LH verður með námskeið í Herði 26 og 27 mars og vantar þeim hesthúsapláss fyrir 5 hesta max sem þurfa ekki heldur vera í sama hús. Er einhver til að styðja þessa unga og efnilega unga knapa og getur boðið upp á pláss fyrir þessa helgi?

Hæfileikamótun LH er styrktarverkefni fyrir unga og metnaðarfulla knapa.