Ábendingar og fyrirspurnir

Á facebook og í tölvupósti til reiðveganefndar hafa verið fyrirspurnir, 

 ábendingar og kvartanir.
 
Í hópnum Harðarkonur hefur verið umræða sem að mestu er byggð á 
 misskilningi, en sum part vegna upplýsingaskorts.  Úr þessu má bæta.
 
Óskað er eftir ábendingum og fyrirspurnum á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.,this)">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 merkt: Til stjórnar.

Ég mun annaðhvort svara viðkomandi eða leggja málið fyrir stjórn.
 
Með þessu vill stjórn félagsins bæta upplýsingaflæðið og stjórn 
félagsins fær ábendingar um hvað betur mætti fara hjá félaginu.

Hákon Hákonarson form

Harðarfélagar bjóða heim í tilefni Hestadaga í Reykjavík

5. apríl – Reiðhöll Harðar opin  kl. 17.00 – 19.00

Þau hesthús Harðarfélaga sem eru opin og eru merkt með blöðrum

Kjötsúpa – kaffi – svali í Reiðhöll Harðar

Kl. 17.00  – 18.00  - Teymt undir krökkum

Kl. 18.00 – Harðarkrakkar sýna listir sínar.

Mosfellingar og aðrir eru hvattir til að koma og kynna sér starfsemi sem fram fer í Hestamannafélaginu Herði, fá sér kjötsúpu, leyfa börnunum að fara á hestbak og horfa á frábæra sýningu hjá Harðarkrökkum.

Skrúðreið í miðbæ Reykjavíkur 6.apríl n.k.

Eitt af skemmtilegustu atriðunum á Hestadögum í Reykjavík er skrúðreiðin niður við Tjörnina í Reykjavík, en hún verður laugardaginn 6. apríl n.k. Ragna Rós Bjarkadóttir heldur utan um Harðarhópinn. Þeir sem hafa áhuga á því að vera með þurfa að skrá sig á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þar þarf að koma fram nafn, símarnúmer og hvort það er laust pláss í hestakerru eða hvort það vanti far. Æskilegt er að knapar séu snyrtilega klæddir (í félagsbúningu, jakka merktum Herði, lopapeysum eða öðrum fallegum reiðfatnaði)

Dagskrá Skrúðreiðar (mæting um 12:30)

Kl. 13:00 – Skrúðreið frá BSÍ – ca. 150 hestar – BSÍ, upp á Skólavörðuholt, niður Skólavörðustíg, yfir Lækjargötu, Austurstræti, Pósthússtræti, Kirkjustræti og Tjarnargata að Ráðhúsi, áfram Tjarnargötu, í gegnum Hljómskálagarð, yfir Njarðargötu og aftur að BSÍ.

Saga Harðar og Harðarfélaga

Nú leitum við til ykkar kæru Harðarfélagar varðandi myndir sem hægt væri að nota í væntanlega bók um sögu Harðar. Myndirnar mega vera af hinum ýmsu uppákomum í Herði. Ef myndirnar eru ekki á stafrænuformi er hægt að skanna þær inn fyrir ykkur. Hægt er að senda myndir á stafrænuformi á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða koma þeim í Harðarból til rekstrarstjóra í umslagi, merktu eiganda.

Opið hús hjá hestamannafélögum á Höfuðborgarsvæðinu

Þeir félagsmenn sem eiga hesta sem hægt væri að nota til að teyma undir krökkum 5.apríl í Reiðhöllinni þegar það er opinn dagur, mega endilega hafa samband við undirritaða. Skipt er í tvö holl, frá kl.17.00 – 17.30 og 17.30 – 18.00, eigandinn þarf ekki að teyma frekar en hann vill (getum skaffað fólk í það).

Þeir félagsmenn sem eru tilbúnir til að hafa opið hús hjá sér 5.apríl frá kl. 17.00 – 19.00 mega hafa samband við undirritaða. Húsin verða merkt með blöðrum.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þakkir til Lífstölts nefndarinnar

Kæra Lífstöltsnefnd, mig langar að þakka ykkur fyrir ykkar frábæra framtak varðandi Lífstöltið. Allt var framúrskarandi varðandi mótið og þetta er svo sannanlega komið til að vera. Langar að segja ykkur að í dag hitti ég Sigga Ævars. sem var að dæma í gær og hefur hann nú dæmt nokkur mótin. Hann var svo yfir sig ánægður og sagðist vera tilbúinn að koma og dæma alltaf á þessu móti svo framalega að hann væri á landinu og lifandi, gaman að heyra svona sögur. Takk enn og aftur. Kveðja Jóna Dís

Hestadagar í Reykjavík

Hestadagar í Reykjavík er samvinnuverkefni LH, Höfuðborgarstofu, og hestamannafélaganna á stórhöfuðborgarsvæðinu og verða haldnir dagana 4. – 7. apríl næstkomandi. Hestadagar í Reykjavík er samvinnuverkefni LH, Höfuðborgarstofu, og hestamannafélaganna á stórhöfuðborgarsvæðinu og verða haldnir dagana 4. – 7. apríl næstkomandi.

Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði þetta árið. Föstudaginn 5. apríl ætla hestamannafélögin Fákur, Hörður, Sóti, Sprettur og Sörli að bjóða gestum og gangandi í félögin sín. Valin hesthús verða opin fyrir áhugasama og hestateymingar verða í boði í reiðhöllum félaganna ásamt léttum veitingum.

Öll hestamannafélögin verða með sömu dagskrá á sama tíma.

17:00 - 19:00 Opin hesthús (valin og merkt með blöðrum). Teymingar í reiðhöllum félaganna

18:00 Börn og unglingar sýna atriði

Kaffi, svali og kjötsúpa verður í boði í hverju félagi.

Eins og í fyrra verður farin skrúðreið á laugardeginum 6. apríl og að þessu sinni verður farinn hringur í miðbænum. Kl. 13:00-16:00 – Dagskrá í Húsdýragarðinum – teymt undir börnum, fræðsla um hestinn, heitjárning sýnd, byggingadómar. Hestar fléttaðir og fleira skemmtilegt.
FRÍTT INN ALLAN DAGINN

Um kvöldið endum við svo á að horfa á flottustu töltara landsins á skautasvellinu í Laugardal: „Ístölt – þeir allra sterkustu".

Sunnudagurinn er tileinkaður æskunni. Sýningin Æskan og hesturinn er fjölskylduhátíð í Reiðhöllinni í Víðidal sem öll hestamannafélögin á stórhöfuðborgarsvæðinu standa að. Haldnar verða tvær sýningar á sunnudeginum 7.apríl. Sýning þessi hefur alltaf verið gríðarlega vinsæl og þar má sjá framtíðarknapa Íslands leika listir sínar með fákum sínum.

Dagskrá hestadaga má finna inn á www.lhhestar.is

Viðburður sem engin áhugamaður um íslenska hestinn ætti að missa af!

 

Hestadagar í Reykjavík 2013

Dagskrá

Fimmtudagur 4. apríl

Kl. 16:00 – Setningarathöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur
Borgarstjóri Reykjavíkur kemur í hestvagni að ráðhúsinu ásamt fríðu föruneyti og setur hátíðina.
Allir velkomnir, léttar veitingar í boði.

Föstudagur 5. apríl

Hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu bjóða heim!

Föstudaginn 5. apríl ætla hestamannafélögin Fákur, Hörður, Sóti, Sprettur og Sörli að bjóða gestum og gangandi í félögin sín. Valin hesthús verða opin fyrir áhugasama og hestateymingar verða í boði í reiðhöllum félaganna ásamt léttum veitingum.

Öll hestamannafélögin verða með sömu dagskrá á sama tíma.

17:00 - 19:00

Opin hesthús (valin og merkt með blöðrum) Teymingar í reiðhöllum félaganna

18:00 Börn og unglingar sýna atriði

Kaffi, svali og kjötsúpa verður í boði í hverju félagi.

Laugardagur 6. apríl

Kl. 13:00-16:00 – Dagskrá í Húsdýragarðinum – teymt undir börnum, fræðsla um hestinn, heitjárning sýnd, byggingadómar. Hestar fléttaðir og fleira skemmtilegt.
FRÍTT INN ALLAN DAGINN

Kl. 13:00 – Skrúðreið frá BSÍ – ca. 150 hestar – BSÍ, upp á Skólavörðuholt, niður Skólavörðustíg, yfir Lækjargötu, Austurstræti, Pósthússtræti, Kirkjustræti og Tjarnargata að Ráðhúsi, áfram Tjarnargötu, í gegnum Hljómskálagarð, yfir Njarðargötu og aftur að BSÍ.

Kl. 20:00 – Ístölt þeirra allra sterkustu í Skautahöllinni í Laugardal

Sunnudagur 7. apríl

Æskan & hesturinn í reiðhöllinni í Víðidal kl. 13:00 og 16:00