Harðarból - útleiga

Félagsheimilið Harðarból tekur 160 manns í sæti og 200 manns í standandi veislu. Húsið er leigt út til mannfagnaða af ýmsu tagi, s.s. afmæli, brúðkaup, erfidrykkjur og fundi.

Harðarból er staðsett við keppnisvöll Harðar við Varmárbakka með einstöku útsýni í átt til Esjunnar yfir Leirvoginn.

Leigugjald:

Föstudags og laugardagskvöld sem og rauðir dagar/aðrir frídagar 120.000 kr. (stærri veislur)

Hálfur dagur um helgar og rauðir daga 95.000 kr. (minni veislur)

Hálfur virkur dagur 65.000 kr., heill virkur dagur 95.000 kr. (léttir fundir)

Innifalið í leigugjaldi er aðgangur að eldhúsi, leirtau, borð, stólar, sjónvarpstæki, klakavél, svið, seríur og annað sem er á staðnum. Skila skal salnum í sama ástandi og tekið er við honum (þ.e. stóla upp, þrífa borð og sópa gólf) en þrif eru innifalin í leiguverðinu.

Engir dúkar fylgja salnum.

Ágætis hljóðkerfi er í salnum sem hægt er að nýta fyrir talað orð og létta tónlist en fyrir stærri viðburði þyrfti að leigja kerfi.

Þjónar koma frá salnum og fer eftir fjölda gesta og umfangi veislu hversu margir þeir verða. Þeir sjá um allt sem þarf til að gera góða veislu betri. 

Öll aðstaða er til fyrirmyndar og er salurinn hinn glæsilegasti. Gott aðgengi er fyrir fatlaða. Fatahengi er í húsinu og góð snyrtiaðstaða.

Staðfestingargjald er 40.000 kr. og greiðist við pöntun. Staðfestingarjgaldið fæst ekki endurgreitt. Full leigugreiðsla þarf að berast eigi síðar en einum mánuði fyrir leigudag og fæst það ekki endurgreitt eftir þann tíma ef hætt verður við veislu.

Leggja má greiðslur inn á reikning 0549-26-4259 á kt. 650169-4259. Senda skal kvittun á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Vinsamlegast athugið að salurinn telst ekki frátekinn fyrr en staðfestingargjald hefur verið greitt.

Aldurstakmark við leigu á salnum er 25 ár.

Fyrir bókanir og frekari upplýsingar er hægt að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í Guðrúnu í s. 864 2067

308452955_390995719912860_5854412433893675801_n.jpg