Oddur og Eydís í Hæfileikamótun LH

Hæfileikamótun LH er  því fyrsta skref og mögulegur undirbúningur fyrir U-21 landsliðið. 

Markmið Hæfileikamótunar er að:

  • Fjölga þeim ungu knöpum sem fylgst er með á landsvísu
  • Undirbúa unga knapa fyrir hefðbundin landsliðsverkefni
  • Byggja upp til framtíðar knapa í fremstu röð 
  • Stuðla að uppbyggilegu afreksstarfi víðsvegar um landið

Við erum með 2 fulltrúar inni hópnum og það eru:

Eydís Ósk Sævarsdóttir og Oddur Carl Arason 

 

Við erum mjög stolt með Odd og Eydísi og hlökkum til að fylgjast áfram með þeim :)

 

Nánar í frétt frá LH:
Hæfileikamótun LH 2022-2023 | Landssamband hestamannafélaga (lhhestar.is)

 

 

Vinir okkar í Spretti verða með frábæra sýnikennslu annaðkvöld : Sjálfberandi og fimur

Vinir okkar í Spretti verða með frábæra sýnikennslu annaðkvöld 🙂
 
Sjálfberandi og fimur
Ragnhildur Haraldsdóttir mun halda sýnikennslu í Samskipahöllinni í Spretti fyrir alla áhugasama hestamenn. Sýnikennslan verður haldin miðvikudaginn 23.nóv. og hefst kl.20:00. Húsið opnar kl.19:30, aðgangseyrir 1000kr. Frítt fyrir 10 ára og yngri. Kaffi og léttar veitingar til sölu.
Sýnikennslan mun fjalla um upphaf vetrarþjálfunar með það að markmiði að hesturinn geti orðið sjálfberandi, virkur og fimur með áframhaldandi þjálfun.
Ragnhildur Haraldsdóttir er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur átt mjög góðu gengi að fagna á keppnisvellinum undanfarin ár og hefur gert það gott í Meistaradeildinni sem og á stórmótum. Ragnhildur er knapi í landsliði Íslands og hefur m.a. verið valin sem íþróttaknapi ársins 2020.
Auk þess mun Eveliina Marttisdottir sem er „saddle fitter" kynna fyrir áhorfendur hvað „saddle fitting" er, mikilvægi þess og hvað það getur haft mikil áhrif á þjálfun og uppbyggingu hestsins að vera með réttan hnakk.
 
ragga.jpg
 

Fimleikar á hestbaki 

Á námskeiðinu gerum við skemmtilegar fimleika æfingar á hestbaki sem bæta jafnvægi, styrk og líkamsvitund sem og auka kjark og sjálfstraust í kringum hesta. Börnin fá þæg hross til afnota og vinna í pörum þar sem annar hringteymir og hinn gerir æfingar á hesti til skiptis, en við byrjum námskeiðið á þvíæfa okkur í að hringteyma hest. Börnin mæta með hjálm í tíma. 

 
Max 6 manns 
Kennt verður á miðvikudögum kl 17-18 
 
Dagsetningar 
 
11jan / 18jan / 25jan / 01feb / 08feb / 15feb 
 
Kennari verður Fredrica Fagerlund 
 
Verð: 14.000 kr 
 
Skráningafrest 08.01.2023

Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

fim.jpg

 

Töltnámskeið 2023 - UPPBÓKAÐ

FULLT

 

Namskeið sem byggist a gangtegundinni tölt. Henntar fullorðnum sem hafa ahuga a að bæta sig og hestinn sinn a tölti. Einnig verður möguleiki a að fara í aðra þætti eftir óskum.

Kennt verður í 6 skipti á þriðjudögum  kl 19:00 

Dagsetningar 2023: 
17. janúar
24. janúar
31. janúar
07. febrúar 
14. febrúar 
21. febrúar 

Kennari: Petrea Ágústsdóttir 
Petrea er útskrifuð reiðkennari frá Hólum og var líka að kenna hjá okkur í fyrra og vakti miklu lukku.

Verð: 22.000 kr
Skráning opnar sunnudag 20.1. Kl 20:00 

Skráningafrestur 14.1.2023

Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

 

petrea.jpg

 

Ónotaðir reiðhallarlyklar

 
Þið sem eiga reiðhallarlyklar sem eru ónotaðir (ekki opið) og er ekki notkun meir fyrir þá, meiga endilega heyra í mér að ég get safna þeim saman og koma þeim aftur í notkun 🙂
Takk fyrir !
Sonja 8659651
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
 

Keppnisnámskeið 2023 börn /unglingar/ungmenni– Sigvaldi Lárus Guðmundsson

Sýnikennsla fimmtudagur 12 jan kl 19:00
09 jan
16 jan
23 jan
30 jan
06 feb 
13 feb 

Keppnisnamskeið Harðar fyrir börn, unglinga og ungmenni rennur af stað í byrjun janúar og eru sex skipti til að byrja með og verða kennd á mánudögum.
Tilgangur námskeiðsins er að byggja upp bæði knapa og hest fyrir komandi keppnistímabil. Ásamt þessu verður farið í að aðstoða þáttakendur við þjálfun hestanna sinna, bæta jafnvægi og stjórnun ásamt ásetu og stjórnun knapa.
Námskeiðið er í boði fyrir bæði krakka með keppnisreynslu og líka þau sem eru að taka sín fyrstu skref í keppni.
Það verður sýnikennsla fimmtudag 12.janúar sem allir nemendur eiga helst að mæta (innifalið). Verkleg kennsla hefst mánudaginn 09. janúar. ATH: Hver knapi getur bara skrá sig með einum hesti, enn möguleiki að skrá sig á biðlista með hest númer 2 ef eitthvað losnar í gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Kennari: Sigvaldi Lárus 

Sigvaldi er útskrifaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.
Hann hefur yfirgripsmikla reynslu af reiðkennslu hvort sem það er undirbúningur fyrir keppni eða að aðstoða við þjálfun hesta og knapa. Sigvaldi hefur m.a. starfað sem reiðkennari við Háskólann á Hólum, við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, kennt Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari Hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ásamt því að hafa haldið reiðnámskeið hérlendis sem og erlendis.
Pláss fyrir 12 krakkar.

Verð 27.500 kr

Skráning opnar sunnudagurinn 20.11. Kl20:00 

Skráningafrestur 06.01.2023

Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

 

244526963_1291762097922538_8220037914295798349_n_1.jpg

 

Almennt reiðnámskeið minna vanir / meira vanir, 6 skipti

farið verður í:
- allan grunn, umgengni við hestinn og almenn öryggisatriði
- ásetu, sjórnun og aukið jafnvægi
- reiðleiðir, umferðareglur í reiðhöllinni og fjölbreytt þjálfun
- nemendur læri að þekkja gangtegundirnar
Hentar vel krökkum sem hafa mikinn áhuga á hestum og vilja aukinn skilning og þekkingu á almennri þjálfun ásamt því að ná lengra með hestinum sínum. Farið verður í að auka jafnvægi knapa og hests, ná yfirvegaðari og einbeittri reiðmennsku með nákvæmar og léttar ábendingar. Þrautir og leikir á hestbaki.
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.
 
Ef það er lítið skráning verður bara 1 hópur. Eða 2 hópar og styttur tími.
 
Kennari: Petrea Ágústsdóttir
 
Kennt einu sinni í viku á þriðjudögum, kl 17-18(minna vanir) og 18-19(meira vanir), 6 skipti.
Ath námskeið fyrir minna vanir fer fram í Blíðubakkahúsinu.
 
Dagsetningar 2023
17. janúar
24. janúar
31. janúar
07. febrúar
14. febrúar
21. febrúar
 
Verð: 14000kr
 
Skráning opnar sunnudaginn 20.11. kl 20:00
Skráningafrestur er 08.01.2023

Fyrirlestur um hófsperru

08. desember Kl 19:00 Í Harðarboli
Allir velkomnir! Frítt fyrir skuldlausa Harðarfélaga enn 1000kr fyrir alla hina.
Helga Gunnarsdóttir, dýralæknir, ætlar að fjalla um hófsperru. Hófsperra er sjúkdómur sem allt bendir til að sé að aukast hér á Íslandi. Mikilvægt er að hestamenn og konur þekki til einkenna.
 
https://fb.me/e/30nkYjaXb

1801235_10203194729532355_4371912_o.jpg