Leirur Gunnunes

Laugardaginn 9. maí verða riðnar leirurnar út í Gunnnes undir dyggri fararstjórn Lillu.  Eins hesta reið. Lagt af stað frá Naflanum kl 13.00. 

Allir félagsmenn velkomnir.  Ef þátttakendur verða fleiri en 50, skiptum við okkur í 2 hópa. Munum 2ja metra regluna😊

Ferðanefndin

Skemmtimót Harðar - Föstudagur 8.5.2020 Kl 18:00

Kæru Harðarfélagar!
Nú hefur samkomubanninu verið aflétt og því ber að fagna því með einu laufléttu skemmtimóti!
Mótið verður með firma sniði á skeiðbrautinni, sem sagt fjórar umferðir á hest, hægt tölt að reiðhöllinni og yfirferðargangur (frjáls gangtegund) frá reiðhöllinni aftur.
Við pössum samt að gleyma okkur ekki og halda áfram að fara varlega, virðum 2 metrana og hvort annað. Til að virða þetta höfum við ákveðið að hafa rafræna skráningu. Við munum setja inn Google Sheets skjal á facebook þar sem þið munuð skrá ykkur sjálf. Við gerum okkur grein fyrir því að ekki allir eru á Facebook og biðjum við ykkur því einnig að láta orðið berast og hjálpast að við skráningar.

Flokkarnir sem verða í boði eru:

- Pollaflokkur (inni á hringvelli)
- Barnaflokkur (inni á hringvelli)
- Unglingaflokkur
- Ungmennaflokkur
- 3. flokkur
- 2. flokkur
- 1. flokkur
- Heldri menn og konur (60+)

Einnig langaði okkur að kanna áhuga fyrir kappreiðum!
Hugmyndin var sú að halda tölt, brokk, stökk og skeið úrsláttarkeppni og sjá hver er á mestu græjunni hér í Mosó!
Við látum vita þegar nær dregur hvort úr kappreiðunum verði, en það fer náttúrulega bara eftir skráningu😁

Skráningargjald er 1.500kr (frítt fyrir polla) og leggja þarf inn á eftirfarandi reikning og senda tilkynningu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með nöfnum á þeim sem verið er að borga fyrir í skýringu.

Kt. 650169-4259
Rk.nr. 549-26-2320

Hlökkum til að sjá ykkur… úr 2m fjarlægð😁

 

Hér má finna skjalið til að skrá:

 

https://docs.google.com/spreadsheets/d/1guzWImnaOhe_t7nB2hxFvT16jjODEJ6tYL8z-o-2_U0/edit?fbclid=IwAR3UEExSnSZEC9Z4Oz9HXYC3lWNkUTpYDaeN8dKGSObb7SsQCRG6wMRYnjQ

Formannsfrúarreið 2020

 
Jæja skvísur🙂 þær sem ætla með okkur í formannsfrúar kvennareiðina 2020 þá er skráningin hafin.
INNLEGG Á REIKNING TELST SKRÁNING Í FERÐINA
Verðið er 5.000 þús.kr. leggist inn á reikn:
0528- 26 -008588 kt. 010959-5279
Ferðin verður laugardaginn 16. maí. Sama leið og í fyrra " nýja leiðinn í þjóðgarðinum". Einn hesta ferð, 18.5 km.
Vegna ástandsins þá munum við ekki vera með veislu um kvöldið eða hitting hjá Kristínu Halldórs um morguninn eins og verið hefur. En við munum gera vel við okkur í Gjábakkarétt þar sem nokkrir herramenn ( ætla að dekra við okkur ) setja upp girðingar og við getum hvílt okkur og hesta. Í Gjábakkrétt munum við bjóða upp á veitingar.
Hver kona sér um að koma sér á áfangastað. En við skulum hjálpast að ef einhver er með laust pláss á kerru.
Það er hnakkur kl. 11. 30. ( sami staður og í fyrra mér skilst að það sé búið að stækka svæðið fyrir kerrur og bíla).
Að venju er Lilla farastjóri og við hlýðum henni í einu og öllu. Á þessum degi hlýðum við bæði Víði og Lillu 🙂
Nú er tíminn til að kanna járningamálinn og fara hlakka til.
Kær kveðja frá okkur Kristín Halldórsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir og Lilla

Einstaklingsmiðað námskeið fyrir fullorðna með Súsanna Sand

Námskeiðið er 4 skipti 45 mín í senn.: Fyrst er einkatími, metin staða/óskir hjá knapa og hesti, og kennari prufar og vinnur með hestinn. Sett raunhæf markmið og heimavinna. Svo eru 3 skipti 45 mín þar sem 2 nemendur eru saman í tíma.

1. tíma verður helst á morgun mánudag 4.5. (Tímar milli 19 og 22) enn ef það er of stutt fyrirvara er hægt að finna aðra tíma í vikunni (Viku 4.-8.Maí) einnig ef námskeið er ekki fullbókað er ekkert mál að skrá sig eftir morgundaginn 
ENN ATH: bara 4 laus pláss!

Hinir 3 tímar verða 11. 14. og 18. Maí.

Verð er 25000kr

Til að skrá þarf að hafa samband við Sonja í 8659651 eða email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (Sportfengur er að stríða okkur)

 49253447_10216317119675007_9142509467802271744_o.jpg95771154_246842859763632_1717122569116581888_n.jpg

Tilkynning frá mótanefnd

Kæru félagsmenn, við í mótanefnd höfum hug á að setja upp nokkur mót. Vegna ástandsins í þjóðfélaginu verður mótahald með smávæginnlegum breytingum. Okkur langar að byrja á að halda skemmtimót laugardaginn 9.maí. Mótið verður með firmakeppnis fyrirkomulagi á beinni braut. (Verður auglýst nánar.) Við ætlum ekki að halda hefðbundið íþróttamót, en í staðinn ætlum við að klára Hrímnis mótaröðina. Þ.a.s. fimmgang og tölt. Laugardaginn 23.maí. ( Verður auglýst síðar) Það verður Gæðingakeppni helgina 12. til 14. Júní eins og planið var. Mótið verður með hefðbundu sniði.

Kveðja Mótanefnd Harðar

Reiðhöllin opnar 4. maí

Takmörkunum verður aflétt að hluta. Að hámarki mega vera 8 manns í höllinni í einu.  Hámarksfjöldi nemenda á námskeiði eða í einkakennslu eru 4, auk kennara, en þá tvískiptum við höllinni.  Austari endinn verður þá opinn fyrir 4 félagsmenn. 

Áhorfendur eru ekki leyfðir og sameiginleg aðstaða lokuð s.s. salerni og kaffiaðstaða. Enginn skítagaffall verður í höllinni, en starfsmaður mun þrífa eftir þörfum.

Námskeiðum barna og unglinga eru ekki sett nein mörk um fjölda. Ef fjöldi á námskeiðum barna og unglinga fer yfir hámarksfjölda, verður höllinni lokað fyrir almenna félagsmenn og verður það auglýst hverju sinni, ef við á.

Snertingar eru óheimilar og halda skal 2ja metra bili á milli einstaklinga. 

Ef um ítrekuð brot verður að ræða, verður að loka höllinni aftur. Við erum öll almannavarnir.

Stjórnin

Reiðhöllin

Búið er að koma fyrir vatnsúðunarkerfi í reiðhöllinni sem mun auðvelda vinnu og bæta gólfið.  Félagið hefur eignast nýjan lítinn traktor sem mun nýtast félaginu mjög vel í öll smærri verk.  Traktorinn sem við höfum haft á leigu frá GolfMos hefur verið bilaður og svo höfum við alltaf þurft að skila honum um miðjan apríl og félagið þá verið í vandræðum t.d. við að slóðardraga reiðhallargólfið og vellina.  Auk þess mun traktorinn nýtast í mörg önnur verk allt árið.

Smá breyting

Allir notendur reiðhallarinnar skulu vera með hanska.  Hanskana þarf að spritta vel.  Allir þrífa skít eftir sinn hest og verður Skítagaffallinn á sínum stað og sprittbrúsi innan seilingar.

Munum að virða reglurnar og að ganga vel um.

Stjórnin