- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 06 2024 11:31
-
Skrifað af Sonja
Félagshesthús Harðar var starfrækt í fjórða sinn yfir veturinn 2023/24.
8 börn og unglingar á aldrinum 12 Ɵl 16 ára tóku þátt í þetta sinn. Tveir þátttakendur hættu yfir veturinn út af persónulegum aðstæðum.
Hestamannafélagið leigði 8 stíur í Blíðubakkahúsinu frá 01.10.23. Krakkarnir tóku þátt með sína eigin hesta eða hestum sem þau fengu að láni.
Nathalie Moser var umsjónarmaður félagshesthúss og sá um skipulagið í samstarfi við Sonju Noack. Nathalie aðstoðaði krakkana til dæmis við að fara í reiðtúra, undirbúning fyrir knapamerkjaprófin í vor, almenna reiðkennslu, o.s.frv. Hún var líka alltaf til taks ef það komu upp einhverjar spurningar í kringum hestaumhirðu.
Á tveggja vikna fresti var svo farið saman í reiðtúr eða haldinn viðburður í samstarfi við æskulýðsnefnd sem var ókeypis fyrir krakkana í félagshesthúsinu, eins og ratleikur, hestanuddnámskeið, hestateygjunámskeið, knapafimi eða hindrunarstökksnámskeið. Félagshesthúsatímabilinu lauk svo 15. júní. Þátttakendur voru hvatttir til að skrá sig í námskeið á vegum hestamannafélagsins, þá sérstaklega knapamerkisnámskeið og það voru flestir sem nýttu sér það.
Við viljum þakka æskulýðsnefnd og Helga í Blíðubakkahúsinu fyrir gott samstarf síðasta vetur.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 06 2024 10:45
-
Skrifað af Sonja
Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar miðvikudaginn 6. nóvember 2024 kl 20 í Harðarbóli.
Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 5. gr félagsins.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara
Formaður flytur skýrslu stjórnar
Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mánaða milliuppgjör
Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins
Reikningar bornir undir atkvæði
Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður
Árgjald ákveðið
Lagabreytingar
Kosningar samkvæmt 6. grein laga félagsins
Önnur mál
Fundarslit
6.grein
Stjórn félagsins skipa átta manns auk formanns. Stjórnin skiptir með sér verkum að undanskildum formanni, sem kosinn er beinni kosningu. Kosning stjórnar og formanns félagsins skal fara fram á aðalfundi félagsins samkvæmt eftirfarandi reglum:
Formaður skal kosinn til eins árs í senn og getur verið endurkjörinn alls þrisvar sinnum.
Átta meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára þannig að fjórir stjórnarmenn gangi úr stjórn ár hvert. Þeir sem ganga úr stjórn með þessum hætti geta verið endurkjörnir.
Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga félagsins til eins árs í senn.
Þá skal og kjósa fulltrúa félagsins á ársþing og aðalfundi þeirra samtaka sem félagið á aðild að en formaður félagsins skal þó teljast vera sjálfkjörinn. Aðalfundur getur heimilað stjórn að tilnefna fulltrúa til setu á fundum þeim sem getið er hér að framan.
Einungis félagar eldri en átján ára eru kjörgengir í kosningum til stjórnar, formanns félagsins, til að vera skoðunarmenn ársreikninga og til að vera fulltrúar félagsins á ársþingum og aðalfundum þeirra samtaka sem félagið á aðild að.
Framboð til kosninga á aðalfundi skulu berast stjórn minnst 7 dögum fyrir aðalfund.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 06 2024 11:14
-
Skrifað af Sonja
Í kynbótanefnd síðasta árs voru: Eysteinn Leifsson, Einar Frans Ragnarsson og Jón Geir Sigurbjörnsson.
Nefndin stóð ekki fyrir neinum atburði síðasta vetur, en sá að vanda um að halda utan um útreikningana á kynbótarhrossi ársins 2023. Þar er leitað eftir hæst dæmda hrossi úr kynbótadómi þess árs og er ræktað af Harðarfélaga.
Nefndin auglýsti eftir tilnefningum og alls skiluðu sér 5 tilnefningar frá félagsmönnum.
Tilnefningar sem bárust voru:
- Gráða frá Dallandi, ræktendur Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir
- Hátíð frá Hrímnisholti, ræktendur Rúnar Þór Guðbrandsson og Hulda Sóllilja Aradóttir
- Kátína frá Dallandi, ræktendur Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir
- Ósmann frá Dallandi, ræktendur Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir
- Kristall frá Jarðbrú, ræktandi Þröstur Karlsson
- Konfúsíus frá Dallandi, ræktendur Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir
- Guttormur frá Dallandi, ræktendur Hestamiðstöðin Dalur
Hæsta kynbótahrossið að þessu sinni var Guttormur frá Dallandi, en hann hlaut 8,44 fyrir byggingu og 8,70 fyrir hæfileika, og í aðaleinkunn 8,61.
Fyrir hönd kynbótanendar
Jón Geir Sigurbjörnsson

- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, nóvember 05 2024 17:52
-
Skrifað af Sonja
Viðburðarröð fyrir börn, unglinga og ungmenni sem eru í Hestamannafélaginu Herði. Ekki nauðsynlegt að vera komin með hesta á hús og skemmtilegt tækifæri til að kynnast fjölbreyttum þáttum hestamennskunnar. Skemmtileg byrjun á vetrinum og hvetjum við sem flesta til að skrá sig!
Nudd og teygjur – 10.nóvember
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Farið verður yfir ýmsar sniðugar teygjur sem hægt er að gera fyrir og eftir þjálfun til að liðka hestinn og stuðla að heilbrigðari líkamsbeitingu og vellíðan. Hægt er að mæta með eigin hest eða fá lánshest hjá Hestasnilld. Bráðsniðugt að hita upp á nuddnámskeiði og mæta síðan á uppskeruhátíðina klukkan 17!
Vinna við hendi – 17.nóvember
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Farið stig af stigi í gegnum ýmsar aðferðir við að vinna í hendi, sem er nauðsynlegur grunnur til að bæta samskipta kerfið mill manns og hests. Samspil ábendinga, misstyrk hjá hestinum, hafa hann færanlegan og sveigjanlegan Unnið er með hestinn við beisli og keyri.
Hringtaumur – 1.desember
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Farið verður yfir ýmsan hringtaumsbúnað og notkun hans. Hringteymingar stuðla að fjölbreyttni í þjálfun og er góð leið til að styrkja hestinn og kenna honum rétta líkamsbeitingu án auka þyngdar knapa. Knapar þurfa ekki að mæta með hest á þennan viðburð, kennari mætir með hest og leyfir nemendum að spreyta sig.
Leiðtogafærni og samspil – 8.desember
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsóttir
Á þessu námskeiði er farið í ýmiskonar leiðtoga æfingar með hestinn. Nemendur læra að bera sig rétt og staðsetja sig. Læra að lesa í atferli hestsins og líkamsstöðu. Fá virðingu og fanga athygli hans. Fá hestinn rólegan, færanlegan og samstarfsfúsann. Unnið er með hestinn í hendi við snúrumúl og langan vað. Unnið er út frá hugmyndafræði Pat Parelli og Monty Roberts.
Námskeiðin fara fram á sunnudögum og hefjast klukkan 14:00. Skipt verður í hópa eftir þátttöku en kennslan fer fram í reiðhöll Harðar. Þeim sem vantar hesta geta haft samband við Sonju Noack (865-9651) hjá Hestasnilld, takmarkaður hestafjöldi í boði svo um að gera að vera tímanlega að óska eftir hesti.
Verð fyrir hvert námskeið er 1.500kr og er skráning hafin inn á sportabler.com/shop/hfhordur
Hlökkum til að sjá ykkur!
