Sýnikennsla með Fredericu Fagerlund um Gæðingalist

Dagsetning: 07.f ebrúar2024
Tíma: Kl 19:00
Staðsetning: Reiðhöllinn Harðar í Mosfellsbær
Verð: 1000kr - Frítt fyrir 21. árs og yngri.
 
 
Þann 07. f ebrúarkl 19:00 ætlar Fredrica að halda sýnikennslu um gæðingalist í reiðhöllinni í Herði í Mosfellsbær. Frábær viðburður fyrir þá sem eru að fara keppa í vetur eða langar einfaldlega að fræðast meira um þessa áhugaverðu keppnisgrein. 
 
313831869_2345048368977444_379386532526675932_n.jpg
 

Þjálfaramenntun í fjarnámi vorönn 2024

Vorfjarnám 1. og 2. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 5. feb. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi.  Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.

Skráning fer fram á Sportabler:

https://www.sportabler.com/shop/isi

Nemendur velja rétt námskeið og ganga frá greiðslu námskeiðsgjaldsins í heimabanka.  Þeir sem ekki hafa skráð sig áður í Sportabler þurfa að búa til nýjan aðgang undir „Nýr notandi“.

Námskeiðsgjald: 

  1. stig kr. 36.000.-
  2. stig kr. 30.000.-

Þjálfarar sem koma frá Fyrirmyndarfélögum ÍSÍ fá kr. 5000.- í afslátt.

Allar nánari uppl. um fjarnámið og þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 514-4000 & 863-1399 og/eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Dæmi um svör frá nemendum í fjarnámi ÍSÍ þegar þeir voru spurðir út í helstu kosti námsins:

„Mjög vel sett upp, skiljanlegt, aðgengilegt og áhugavert”

„Fannst þetta bara frábært”

„Vel skipulagt og alltaf hægt að fá svör frá kennara ef eitthvað er óljóst”

„Allt kom skýrt fram, farið ítarlega í efnið og verkefnin voru hæfilega erfið”

„Ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt nám, komið inn á marga þætti sem ég hafði t.d. ekki pælt mikið í😊

„Vel skipulagt og skýr verkefnaviðmið og leiðsögn”

„Mér fannst það ýta undir gagnrýna hugsun og kenndi mér ýmislegt hagnýtt sem hefur nýst mér í þjálfarastarfinu”

„Góðir kennarar og vel valið efni”

„Farið vel yfir langflesta þætti sem snúa að þjálfun”

„Þetta er mjög hagnýtt nám fyrir þjálfun”

„Það er alhliða og hefur ólíkar nálganir”

„Vel skipulagt og skýr áætlun”

„Gott skipulag, gott kennsluefni og kennarinn er fljótur til svars þegar maður þurfti hjálp“

„Mjög margir, get ekki þulið þá alla upp“

 

 

Skriftstofu Harðar verður lokað 1.-4.2.

Ef það er eitthvað áríðandi sem getur ekki beðið - sendið þá email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringi í Rúnar

Tvö mót framundan - núna um helgina

FYRSTA VETRARMÓT HARÐAR

Fyrsta vetrarmót Harðar 2024. Mótið verður haldið þann 20. janúar og keppt verður í hálfgerðri T7 tölt keppni, nema ekki er snúið við. Þannig hægt tölt og síðan frjáls ferð á tölti eftir þul upp á vinstri hönd.
Skráning fer fram á sportfeng.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum
Pollar - teymdir
Pollar - ríða sjálfir
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
3.flokkur
2.flokkur
1.flokkur

 

OPIÐ TÖLUMÓT HARÐAR V1

Opnað hefur verið fyrir skráningu á V1 opið tölumót Harðar skráningu lokar fimmtudaginn 18.janúar kl 24.00. þrír dómarar munu dæma mótið og verður í boði að fá dómarablöð að móti loknu þar sem ritarar munu taka niður comment dómara eftir bestu getu.
Í boði verður upphitunar aðsataða í Blíðubakka höllinni en hún er í aðeins 150 m fjarlægð frá reiðhöll Harðar.
Aðeins er riðin forkeppni og ekki verða veitt verðlaun.
Athygli er vakin á því að dagskrá gæti hafist fyrr ef þátttaka er mikil.
Mótið er opið fyrir Barnaflokk og uppúr.
Þáttökugjald er 5.000-kr
 
 
 
417423595_750190417145496_3719769269283713222_n.jpg
 

Sérframleiddur fatnaður frá Hrímni- merktan Herði

Í samstarfi við hestavöru- og reiðfataframleiðandann Hrímni,
bjóðum við upp á að panta sérframleiddan fatnað merktan Herði.
Miðvikudaginn 31. janúar bjóðum við upp á mátunardag í
félagsheimilinu frá kl. 17 til 19, en þá koma fulltrúar Hrímnis
með allar stærðir af fatnaðnum svo hægt sé að velja rétta
stærð.
Við bjóðum félagsmönnum að greiða aðeins helming við pöntun og
restina við afhendingu í maí.
Hvetjum við alla félagsmenn að nýta tækifærið til að fá sér
vandaðan fatnað á sérkjörum.
Við mætum svo öll á Landsmót í sumar vel merkt okkar félagi og
styðjum okkar fólk 😉
Hrimnir_Hordur_forsida.jpg
 
Hrimnir_Hordur_keppnisjakki.jpg
 
Hrimnir_Hordur_hettupeysa.jpg
 
Hrimnir_Hordur_Hekla_jakki.jpg
 
Hrimnir_Hordur_beanie.jpg
 
Hrimnir_Hordur_derhufa.jpg
 
 
 

Karlahópur - Inga María

Karlahópur - FULLT

LOKSINS er aftur kominn karlahópur !!!

Áhersla á Töltþjálfun og þjálni.

Það verða 3 saman í 45min kennslu.

Inga María er 55 ára reiðkennari frá Hólum. Búin að vera í hestum frá blautu barnsbeini. Frumtamningar og almenn þjálfun hesta í 35 ár þau 6 ár sem ég starfaði á Feti voru á bilinu 40-50 tryppi tamin á hverju hausti og tók ég fullan þátt í því. Var einnig við kennslu frumtamningar á Hólum 2 haust.

Dagsetningar:
14. 21. 28. februar
6. 13. 20. mars
Kl 20:15-21:00

Kennslan fer fram í Stóra Höllinni.

Verð: 22500kr

Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

inga_44.jpginga_3.jpg