Auglýst eftir fólki í fastanefndir LH   

https://www.lhhestar.is/is/frettir/enginn-titill-19

Á næstunni mun stjórn Landssambands hestamannafélaga skipa í nefndir sambandsins til næstu tveggja ára.

Nefndarstörf eru undirstaðan í öllu starfi LH og mikilvægt að fá öfluga sjálfboðaliða sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum.

Ef þú ert tilbúin/n til að starfa í nefnd hjá LH þá sækir þú um á sértöku umsóknareyðublaði.

Nefndirnar sem um ræðir eru:

Aganefnd
Hlutverk aganefndar er að fjalla um kærur og mál sem upp koma  á mótum innan vébanda LH. Aganefnd fjallar einnig um skýrslur yfirdómnefnda móta og ákvarðar refsingu fyrir brot á keppnisreglum og reglugerðum LH.

Keppnisnefnd
Keppnisnefnd fjallar um mál sem stjórn LH vísar til hennar en hefur að öðru leyti frumkvæðisrétt að málefnum sem undir hana heyra. Hlutverk nefndarinnar er að endurskoða reglugerðir LH er varðar keppnir og koma með tillögur að breytingum ef þörf er á. Nefndin skal jafnan hafa hliðsjón af reglum ÍSÍ og öðrum reglugerðum sem LH hefur samþykkt. Þá skal nefndin sjá um að samþykktir landsþinga falli að lögum og reglum LH.

Laganefnd
Hlutverk laganefndar er að sjá til þess að breytingar á lögum og reglum sem samþykktar eru á FEIF-þingi og landsþingi LH séu rétt færð inn í lög og reglur LH.  Laganefnd skal fara yfir tillögur til landsþings og nefndin er stjórn til halds og trausts þegar kemur að túlkun laga og reglna FEIF og LH.

Landsliðsnefnd
Hlutverk landsliðsnefndar er að móta umgjörð um afreksmál LH og halda utan um landsliðshópa og hæfileikamótun LH. Nefndin er einnig fjáröflunarnefnd fyrir afreksstarf LH. Nefndin skipuleggur landsliðsferðir og fylgir eftir landsliðum Íslands í hestaíþróttum bæði á HM og NM.

Mannvikjanefnd
Hlutverk mannvirkjanefndar er að veita ráðgjöf um gerð mannvirkja sem notuð eru við hestaíþróttir og hestamennsku almennt. M.a. keppnis- og æfingavelli, reiðvegi og reiðhallir.

Menntanefnd
Hlutverk menntanefndar er m.a. að fylgja eftir þjálfarastigum LH í samstarfi við Háskólann á Hólum. Nefndin heldur utan um endurmenntunarnámskeið fyrir reiðkennara og staðfestir virka reiðkennara til FEIF. Nefndin er tilltölulega ný og á enn eftir að móta starf sitt. 

Ferða- og samgöngunefnd
Sinnir hagsmunagæslu varðandi reiðvegi og samgöngur hestamanna sem og að úthluta reiðvegafé til hestamannafélaganna. Nefndin er jafnframt skipuð af formönnum reiðveganefnda hvers svæðis en landinu hefur verið skipt upp í sjö svæði sem hvert hefur sína reiðveganefnd með fulltrúum félagannna á hverju svæði.

Tölvunefnd
Hlutverk tölvunefndar er m.a að halda utan um SportFeng og LH kappa, þróun þessara kerfa sem og námskeiðahald vegna SportFengs.

Æskulýðsnefnd
Hlutverk Æskulýðsnefndar er að efla fræðslu um æskulýðsmál og gæta hagsmuna æskunnar í íþróttinni, auka fræðslu æskulýðsfulltrúa um allt land og styðja við þá í starfi. Nefndin tilnefnir fulltrúa, í samstarfi við landsliðsnefnd, sem fylgir ungmennum á HM, NM og önnur stórmót. Nefndin sér einnig um val þátttakenda á FEIF Youth Cup og Youth Camp.

Öryggisnefnd
Öryggisnefnd LH hefur ekki verið starfandi í nokkur ár en nú stendur að endurvekja hana. Verkefni öryggisnefndar verður að tryggja öryggi á reiðvegum og annars staðar þar sem hestamennska er stunduð. Nefndin verður einnig tengiliður stjórnar LH við opinbera aðila og sér um að fræða hinn almenna hestamann um hvernig hægt er að bæta öryggi í nærumhverfi.

Ef þú ert tilbúin til að starfa í nefnd hjá LH þá sækir þú um á umsóknareyðublaði

Opnun reiðhalla heimil 

Undanþágubeiðni LH um opnun reiðhalla hefur verið samþykkt 😊

https://www.lhhestar.is/is/frettir/notkun-reidhalla-heimil-med-takmorkunum

Að hámarki 8 manns mega vera inni í höllinni hverju sinni í 30 mín með hvern hest.

Knapar skulu gæta skal vel að persónulegum sóttvörnum og spritta hendur og skaft á skítagafli þurfi þeir að nota hann.

Knapar sem sýna minnstu flensueinkenni mega ekki alls ekki koma í höllina.

Sýnum ábyrgð og virðum þessar reglur, annað er brot á sóttvarnarlögum. 😁

Ferðasjóður íþróttafélaga - opið fyrir umsóknir! 

 Ágætu félagar!  

Opið er fyrir umsóknir úr Ferðasjóði íþróttafélaga fyrir keppnisferðir á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót ársins 2021. Frestur til að skila inn umsóknum er til miðnættis mánudaginn 11. janúar 2021.  

Umsóknarferlið í ár er með sama hætti og áður en þar sem mótahald á árinu 2020 var afar óhefðbundið vegna afleiðinga Covid-19 þá gæti komið til breytinga á úthlutunum þannig að heildarframlag sjóðsins verði ekki allt til úthlutunar. Allar breytingar skulu unnar í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið og staðfestar af því.  

Umsóknir eru sendar í gegnum rafrænt umsóknarsvæði sjóðsins sem má finna með því að smella hér.

Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrki í sjóðinn vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót ársins 2020. Áætlað er að greiða út styrki úr sjóðnum í febrúar/mars 2021. Við stofnun umsóknar fær umsækjandi senda vefslóð á uppgefið netfang tengiliðar, sem nýtist sem lykill inn á viðkomandi umsókn þar til umsókn er send.  

Umsækjendur eru hvattir til að vanda frágang umsókna til að auðvelda og einfalda úrvinnslu þeirra. Listi yfir styrkhæf mót opnast í kerfinu þegar búið er að stofna umsókn.

Ef nánari upplýsinga er þörf, vinsamlegast hafið samband við undirritaða í síma 514 4000 eða í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  

 

Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Breyttar sóttvarnarreglur 

Að okkar mati eru reglurnar ekki nógu skýrar varðandi reiðhallir. LH hefur sótt um undanþágu um opnum reiðhalla og hestamannafélögin á Höfuðborgarsvæðinu sóttu um undanþágu til Heilbrigðismálaráðuneytisins. Öll hafa þau rafstýrðan aðgang og því aðvelt að rekja umferð ef upp kemur smit. Vonandi fáum við svar sem fyrst.

 

Stjórnin

Þjálfari ársins 2020

Tengslum við Kjör Íþróttakonu og karls Mosfellsbæjar langar þeim að heiðra þjálfara ársins 2020 sem starfar í íþróttafélagi í Mosfellsbæ.  

Hugmynd er um einhvern sem hefur verið lausna miðaður og hefur sýnt frumkvæði í þjálfun á tímum covid-19.

Við viljum biðja ykkur að búa til smá texta sem fylgir ykkar útnefningu og mynd.  Skila þarf útnefningu fyrir 18.desember á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Vil svo minna ykkur á að skil fyrir kjör íþróttakarls og konu Mosfellsbæjar er 10.desember.  

Hæfileikamótun LH

Hæfileikamótun LH  

Auglýst er eftir umsóknum í Hæfileikamótun LH á fyrir árið 2021 fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur).                                                          

Hæfileikamótun LH er fyrir unga og metnaðarfulla knapa sem hafa áhuga á bæta sig og hestinn sinn. Í þjálfuninni er lögð áhersla á að bæta og auka skilning á líkamsbeitingu knapa og samspili knapa og hests ásamt því að farið verður í hugræna þætti eins og markmiðasetningu, sjálfstraust og hugarfar. Hæfileikamótun er góður undirbúningur fyrir knapa sem hafa að markmiði að komast í U-21árs landslið í hestaíþróttum þegar þeir hafa aldur til. Hópar verða starfræktir um um allt land til þess að ungir knapar víðsvegar um landið fái tækifæri til að taka þátt.                                             

https://www.lhhestar.is/is/frettir/haefileikamotun     

Nýtt deiliskipulag fyrir Varmárbakka  

Á 529. fundi skipulagsnefndar var neðangreint erindi tekiðfyrir: Varmárbakkar, lóðir fyrir hesthús - breyting á deiliskipulagi

Skipulagsnefnd samþykkti á 523. fundi sínum að endurauglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir hestaíþróttasvæðið á Varmárbökkum. Kynnt er fornleifaskráning fyrir svæðið sem unnin var af Antikva ehf. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breytt útgáfa deiliskipulags eftir auglýsingu ásamt drögum að svörum.  Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afgreiðsla skipulagsnefndar er gerð með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.

Ekki liggur fyrir hvenær lóðirnar verða auglýstar til umsóknar, en það verður kynnt sérstaklega.

Landsþing Landssamband hestamannafélaga

Landsþing Landssamband hestamannafélaga haldið 27. – 28. nóv sl.

 

Á fundinum var Harðarmaðurinn Guðni Halldórsson kjörinn nýr formaður LH og óskum við honum innilega til hamingju með kjörið. 

Kosningu í aðalstjórn hlutu: Stefán Logi Haraldsson, Gréta V. Guðmundsdóttir, Sóley Margeirsdóttir, Siguroddur Pétursson, Eggert Hjartarson og Hákon Hákonarson og í varastjórn voru kjörin: Einar Gíslason, Aníta Aradóttir, Ómar Ingi Ómarsson, Ingimar Baldvinsson og Lilja Björk Reynisdóttir.  

Nú er komið að tilnefningu Harðar á Íþróttakonu og Íþróttakarls Mosfellsbæjar 2020.

Nú er komið að tilnefningu Harðar á Íþróttakonu og Íþróttakarls Mosfellsbæjar 2020.

 

Við biðjum félagsmenn að senda inn tillögur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til síðasta lagi 10. desember 2020.

Í þetta skipti munu ekki verða veitar viðurkenningar til Íslands-, deildar- og bikarmeistara, efnilega ungmenna og landsverkefna. Í stað þess er stefnd að halda íþróttahátíð fyrir börn og ungmenni í Mosfellsbæ á vordögum í samstarfi við íþróttafélögin.

 

Reglur

Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi íþróttafélaga /deilda í bæjarfélaginu eða eru með lögheimili í Mosfellsbæ en stunda íþrótt sína utan sveitarfélagsins.

Tilnefna skal tvo einstaklinga (konu og karl) sem fulltrúa okkar.

 

Greinargerð um íþróttakonu/íþróttakarl (hámark 80 orð)

Með tilnefningunni skal fylgja texti þar sem tilgreint er:

• Nafn og aldur á árinu (viðkomandi skal vera 16 ára eða eldri)

• Helstu afrek ársins

• Önnur atriði sem skipta máli eins og æfingamagn, ástundun, félagsleg færni og annað sem á erindi í textann um viðkomandi einstakling

• Mynd af viðkomandi íþróttamanni.

• Símanúmer og email hjá viðkomandi.

Ítrekum sérstaklega að hafa góðan texta og góða mynd.

*Þarf að skila inn til síðasta lagi fimmtudaginn 10.desember*

Stjórnin