Aðalfundur og dagskrá

Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar miðvikudaginn 29. október 2025 kl 20 í Harðarbóli.

Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 5. gr félagsins.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara

Formaður flytur skýrslu stjórnar

Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mánaða milliuppgjör

Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins

Reikningar bornir undir atkvæði

Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður

Árgjald ákveðið

Lagabreytingar

Kosningar samkvæmt 6. grein laga félagsins

Önnur mál

Fundarslit

6.grein

Stjórn félagsins skipa átta manns auk formanns. Stjórnin skiptir með sér verkum að undanskildum formanni, sem kosinn er beinni kosningu. Kosning stjórnar og formanns félagsins skal fara fram á aðalfundi félagsins samkvæmt eftirfarandi reglum:

Formaður skal kosinn til eins árs í senn og getur verið endurkjörinn alls þrisvar sinnum.

Átta meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára þannig að fjórir stjórnarmenn gangi úr stjórn ár hvert. Þeir sem ganga úr stjórn með þessum hætti geta verið endurkjörnir.

Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga félagsins til eins árs í senn.

Þá skal og kjósa fulltrúa félagsins á ársþing og aðalfundi þeirra samtaka sem félagið á aðild að en formaður félagsins skal þó teljast vera sjálfkjörinn. Aðalfundur getur heimilað stjórn að tilnefna fulltrúa til setu á fundum þeim sem getið er hér að framan.

Einungis félagar eldri en átján ára eru kjörgengir í kosningum til stjórnar, formanns félagsins, til að vera skoðunarmenn ársreikninga og til að vera fulltrúar félagsins á ársþingum og aðalfundum þeirra samtaka sem félagið á aðild að.

Framboð til kosninga á aðalfundi skulu berast stjórn minnst 7 dögum fyrir aðalfund.

Uppskeruhátíð æskulýðsnefnd Harðar

Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar verður haldin sunnudaginn 16. Nóvember kl.17:00 í Harðarbóli.

Það verða veitt verðlaun fyrir besta keppnisárangur ársins í barna-, unglinga- og ungmennaflokki.

ATH! Það þarf að senda keppnisárangur knapa á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Upplýsingar og reglur varðandi keppnisárangur má finna hér: 
Uppfærð viðmið til afreksverðlauna Harðar

Eftir viðurkenningarathöfnina ætlum við svo að eiga skemmtilegt kvöld saman, þar sem við spilum, borðum pizzu og fáum okkur eitthvað gott með.

Við hvetjum alla til að koma og og gleðjast með okkur. Einnig hvetjum við alla sem eru nýjir að kíkja við, sem og að bjóða vinum sem eru í hestunum í Herði að koma og kynnast okkur.

Þetta verður skemmtilegt kvöld!

Kveðja, æskulýðsnefndin.

564728003_10234304003835518_2401773686301433400_n.jpg

 

🐎 Pilates fyrir knapa – Helgarnámskeið!

Viltu bæta ásetuna þína og dýpka tengslin við hestinn þinn? Þetta einstaka námskeið sameinar fyrirlestra, sýnikennslu á hesti, Pilates-æfingar á dýnu og í stúdíói til að hjálpa þér að skilja líkama þinn og nota hann markvissar í hnakknum.

Þú munt læra að:

  • Viðhalda öruggri og jafnvægisríkri líkamsstöðu á hestbaki
  • Nota fíngerðar, næstum ósýnilegar ábendingar
  • Fylgja hreyfingum hestsins á feti, stígandi ásetu og tölti
  • Bæta taumsamband, hraðabreytingar og vinnu á hring

Hver þátttakandi fær lista með heimaæfingum.

Smærri hópar (8–10 á dýnu, 4–6 í stúdíói) tryggja persónulega leiðsögn og athygli.

Kennari – Heiðrún Halldórsdóttir

Heiðrún hefur verið knapi frá því hún man eftir sér og hóf að kenna Pilates árið 2008. Hún er einn af eigendum Eldrún Pilates Studio sem fagnar 10 ára afmæli í febrúar. Heiðrún starfaði við tamningar í um tíu ár og stundar hestamennsku enn í dag. Hún útskrifaðist sem Pilates for Dressage kennari árið 2012 og vinnur í nánu samstarfi við meistarakennara í Pilates til að útskrifa kennara í Romana's Pilates.

Með þessari einstöku reynslu úr bæði Pilates og hestamennsku leiðir hún nemendur áfram með áherslu á líkamsvitund, jafnvægi og hreyfingu í samspili við hestinn.

🗓️ Kennt helgina 8.- 9. Nóvember

📌 Í félagsheimilinu og reiðhöllinni hjá Herði mosfellsbæ ásamt Eldrún pilates studio í skipholti 50b

✨ Byggðu upp betri samskipti, ásetu og ánægjulegra samband við hestinn þinn!

Athugið! Aðeins 20 laus pláss á þetta námskeið svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!

Aldurstakmarkið er 16 ára á árinu (fæd 2009)

Ath. Ekki þarf að vera með hest á þessu námskeiði

Verð: 27.500

Skráning er hafin inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur

Skráningu lýkur þriðjudaginn 4.nóvember klukkan 20:00!

 

560313114_1399143645554352_6686237073634265799_n.jpg

 

Pop-Up Vinna við hendi

Sunnudaginn næstkomandi 19. Október verður fyrsta Pop-Up námskeið haustsins!

Pop-Up námskeið eru eins dags námskeið það sem þema námskeiðsins er breytilegt eftir tímum!

Skráð er í hvern tíma fyrir sig og hver tími er auglýstur hverju sinni.

Að þessu sinni er það vinna við hendi en nemendum er velkomið að mæta með eigin hest en einnig er í boði að fá lánaðan hest í gegnum Hestasnilld en þá þarf að hafa samband við Sonju Noack á facebook 😊 Að þessu sinni er námskeiðið í boði fyrir krakka í yngri flokkum, 21 og yngri. Skipt verður í hópa eftir fjölda!

Frábært tækifæri til að koma sér af stað aftur eftir sumarið!

Skráningu lýkur laugardaginn 18.október klukkan 20:00

Verð fyrir tímann er 1500kr og skráning fer fram inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur

Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir

popup.jpg

 

Aðalfundur

Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar miðvikudaginn 29. október nk. kl 20 í Harðarbóli.

 

Á dagskrá eru venjulega aðalfundarstörf samkvæmt 5. gr. laga félagsins.

 

Stjórnin

 

 

Knapamerki bóklegt Haustið 2025

Bóklegt Knapamerki Haust 2025!

Allt kennt í Harðarbóli

Skráning opnar: 8.september klukkan 16:00 inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur

Próf fer fram í Harðarbóli 20.nóvember 17:00-20:00!

Ath. skilyrði fyrir að skrá sig í knapamerki 2, 3, 4 og 5 er að hafa lokið knapamerkinu á undan 🙂

 

Markmið Knapamerkjanna

Að stuðla að auknum áhuga á reiðmennsku á íslenskum hestum og hestaíþróttum.

Að auðvelda aðgengi að skipulagðri og markvissri menntun í reiðmennsku og hestaíþróttum fyrir unga sem aldna.

Að bæta þekkingu á meðferð, notkun og umhirðu íslenska hestsins á breiðum grunni.

Knapamerki er mælt með fyrir knapa á 12 aldursári og upp úr

 

 

Knapamerki 1 (Miðvikudagar)

4x1,5klst

17:00-18:30

Október: 22., 29.

Nóvember: 5., 12.

Verð fullorðnir (>21): 11.000kr

Verð börn/unglingar/ungmenni (<21): 9.350kr

Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir

Knapinn ætti að öðlast þekkingu á eftirfarandi þáttum:

  • Skilji grunnþætti í atferli, eðli og hegðun hesta
  • Þekkja líkamsbyggingu og heiti á líkama hestsins
  • Kunna skil á helstu öryggisatriðum er lúta að hestahaldi og búnaði fyrir hest og knapa
  • Þekkja gangtegundir íslenska hestsins
  • Þekkja helstu reiðtygi, notkun þeirra og umhirðu
  • Þekki helstu ásetur og rétt taumhald

 

 

Knapamerki 2 (Miðvikudagar)

4x1,5klst

18:30-20:00

Október: 22., 29.

Nóvember: 5., 12.

Verð fullorðnir (>21): 11.000kr

Verð börn/unglingar/ungmenni (<21): 9.350kr

Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir

Knapinn ætti að öðlast þekkingu á eftirfarandi þáttum:

  • Sögu íslenska hestsins
  • Réttu viðhorfi til hestsins með tilliti til skaps hans og skynjunar
  • Þekkja helstu ábendingar og notkun þeirra
  • Vita hvernig á að ríða hestinum áfram og stoppa hann
  • Þekkja reiðvöllinn og notkun hans
  • Kunna skil á réttu taumhaldi og taumsambandi
  • Þekkja grunnatriði sem gilda þegar unnið er við hönd
  • Þekkja æfinguna “að kyssa ístöð”
  • Þekkja einfaldar gangskiptingar
  • Þekkja reglur sem gilda um útreiðar á víðavangi

 

 

Knapamerki 3 (Fimmtudagar)

6x1,5klst

17:30-19:00

Október: 9., 16., 23., 30.,

Nóvember: 6., 13.

Verð fullorðnir (>21): 16.000kr

Verð börn/unglingar/ungmenni (<21): 13.600kr

Kennari: Sonja Noack

Knapinn ætti að öðlast þekkingu á eftirfarandi þáttum:

  • Þekkja vel allar gangtegundir íslenska hestsins
  • Kunna skil á helstu þáttum er lúta að fóðrun hesta og umhirðu
  • Þekkja rólegan hest frá spenntum
  • Þekkja helstu þætti í byggingu hestsins og þvi hvernig hann hreyfir sig rétt
  • Þekkja helstu þjálfunarstig og hugtök þeim tengd
  • Þekkja einfaldar fimiæfingar og grundvallaratriði þeirra
  • Vita hvað liggur til grundvallar gangtegundaþjálfun
  • Vita hvernig á að undirbúa og ríða hesti yfir slár og hindranir

 

 

Knapamerki 4 (Mánudagar)

7x1,5klst

17:00-18:30

Október: 6., 13., 20. 27.

Nóvember: 3., 10., 17.

Verð fullorðnir (>21): 18.500kr

Verð börn/unglingar/ungmenni (<21): 15.700kr

Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir

Knapinn ætti að öðlast þekkingu á eftirfarandi þáttum:

  • Markmiðssetningu og hugþjálfun
  • Réttri líkamsbeitingu knapans og þjálfun hans
  • Þekkja helstu staðreyndir er lúta að heilbrigði og heilsufari hesta
  • Þekkja helstu staðreyndir er lúta að umhirðu fóta og járningum
  • Þekkja vel mismunandi þjálfunarstig og hugtök þeim tengd
  • Þekkja vel æfingar er lúta að því að bæta jafnvægi hestsins og skilja hvað liggur þeim til grundvallar
  • Þekkja grundvallaratriði hringteyminga og teyminga á hesti

 

 

Knapamerki 5 (Mánudagar)

7x1,5klst

18:30-20:00

Október: 6., 13., 20. 27.

Nóvember: 3., 10., 17.

Verð fullorðnir (>21): 18.500kr

Verð börn/unglingar/ungmenni (<21): 15.700kr

Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir

Knapinn ætti að öðlast þekkingu á eftirfarandi þáttum:

  • Þekkja grunn í sögu reiðmennsku og þróun fram á daginn í dag
  • Kunna skil á helstu þáttum þjálfunarlífeðlisfræði og þjálfunar hesta
  • Skilja hvað liggur til grundvallar æfingunum opnum sniðgangi og að láta hestinn ganga aftur á bak
  • Þekkja mjög vel gangtegundir íslenska hestsins og hvað liggur til grundvallar þjálfunar þeirra
  • Þekkja og skilja virkni íslenskra stangaméla
  • Þekkja helstu stofnanir og félagskerfi íslenskrar hestamennsku

 

 

Ist möglicherweise ein Bild von Text „KNAPAMERKI 1234 1 2 1月2人 23 3 3/415 4 5 MENNTUN FYRIR MENN MENNTUNFYRIRMENNOGHESTA OG HESTA HORDUR“544926628_1361463745989009_5208521956028654060_n.jpg

 

Félagshesthús Harðar 2026

Opið er fyrir umsóknir í félagshesthús Harðar fyrir tímabilið 2025-2026.

Ekki er skilyrði að hesthúspláss sé leigt á ákveðnum stað,

heldur verður niðurgreitt pláss þar sem viðkomandi kýs að vera.

Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir krakka sem eru á 12. til 16.

ári á starfsárinu 2025 og eru með eigin hest (eða hest sem þau eru

með í láni), til að komast inn í hestamennskuna og kynnast

félagsstarfinu.

Í boði eru 10 pláss á þessu ári.

Félagshesthúsatímabilið er frá des/jan til loka maí - félagið

greiðir niður hesthúsaplássið fyrir börn 12.-16.ára um 18.000 á

mánuði.

Meðlimir í félagshesthúsi fá aðgang að hjálp frá leiðbeinanda

1-2 sinnum í viku. Ef þörf er á meiri hjálp er hægt að semja um

það við leiðbeinanda/umsjónarmann félagshesthúss. Leiðbeinandinn

er til aðstoðar ef einhver vandamál koma upp, fer með krökkunum í

reiðtúr ef þess þarf, sérstaklega í byrjun, svarar spurningum

varðandi umhirðu hesta og er í raun og veru til staðar fyrir allt

sem getur komið uppá. Meðlimir skulu taka virkan þátt í starfi og

viðburðum æskulýðsnefndar og sækja námskeið.

Skilyrði fyrir þátttöku í félagshesthúsi Harðar:

Krakkarnir þurfa vera skráðir í Hestamannafélagið Hörð eða

skrá sig þegar starfið hefst.

Stuttu eftir að hestarnir koma á hús verður framkvæmd

heilbrigðisskoðun af yfirreiðkennara og leiðbeinanda félagshúss

sem hestarnir þurfa að standast. Ef það eru einhver vafaatriði

verður dýralæknir kallaður til.

Hver og einn ber fulla ábyrgð á sínum hesti varðandi umhirðu,

járningar osfrv. Hestarnir þurfa að vera orma- og lúsahreinsaðir,

tannraspaðir (munnholsskoðun framkvæmd af dýralækni) og

skaufahreinsaðir þegar þeir koma á hús.

Í upphafi tímabils verður skrifað undir samning milli barns/unglings/forráðamanns og Harðar varðandi umgengnii, framkomu og viðveru í verkefninu.

Auk þess hvetjum við alla að nýta sér knapamerkjanámskeiðin sem

eru í boði hestamannafélagsins.

Hér er hlekkur til að sækja um pláss, fyrstir koma fyrstir fá:

https://forms.gle/duaMMPNcJynBYi8t8

Ásetunámskeið í haust!

🐎 Pilates fyrir knapa – Tveggja helga námskeið

Viltu bæta ásetuna þína og dýpka tengslin við hestinn þinn? Þetta einstaka námskeið sameinar fyrirlestra, sýnikennslu á hesti, Pilates-æfingar á dýnu og í stúdíói til að hjálpa þér að skilja líkama þinn og nota hann markvissar í hnakknum.

Þú munt læra að:

  • Viðhalda öruggri og jafnvægisríkri líkamsstöðu á hestbaki
  • Nota fíngerðar, næstum ósýnilegar ábendingar
  • Fylgja hreyfingum hestsins á feti, stígandi ásetu og tölti
  • Bæta taumsamband, hraðabreytingar og vinnu á hring

Hver þátttakandi fær lista með heimaæfingum.

Smærri hópar (8–10 á dýnu, 4–6 í stúdíói) tryggja persónulega leiðsögn og athygli.

Kennari – Heiðrún Halldórsdóttir

Heiðrún hefur verið knapi frá því hún man eftir sér og hóf að kenna Pilates árið 2008. Hún er einn af eigendum Eldrún Pilates Studio sem fagnar 10 ára afmæli í febrúar. Heiðrún starfaði við tamningar í um tíu ár og stundar hestamennsku enn í dag. Hún útskrifaðist sem Pilates for Dressage kennari árið 2012 og vinnur í nánu samstarfi við meistarakennara í Pilates til að útskrifa kennara í Romana's Pilates.

Með þessari einstöku reynslu úr bæði Pilates og hestamennsku leiðir hún nemendur áfram með áherslu á líkamsvitund, jafnvægi og hreyfingu í samspili við hestinn.

🗓️ Kennt helgarnar 4. – 5. Október & 8.- 9. Nóvember

📌 Í félagsheimilinu og reiðhöllinni hjá Herði mosfellsbæ ásamt Eldrún pilates studio í skipholti 50b

✨ Byggðu upp betri samskipti, ásetu og ánægjulegra samband við hestinn þinn!

Athugið! Aðeins 20 laus pláss á þetta námskeið svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!

Aldurstakmarkið er 16 ára á árinu (fæd 2009)

Verð: 47.000kr

Skráning er hafin inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur

 

Ist möglicherweise ein Bild von 1 Person und praktiziert Yoga

Hjólakeppni Fellahringur 28.8.2025 kl 18-20

Hjólakeppni á morgun 28.ágúst!!

Kl 18.00-20:00

Fengum viðkomandi tilkynningu:

Þá er komið Fellahringnum sem er hluti af Í Túninu Heima og að venju verður hjólað um Skammadal, upp með Köldukvísl upp að Skeggjastöðum. Niður með Leirvogsá og gegnum Varmadal og síðan uppfyrir iðnaðarsvæðið við Tungumela og það niður að Varmá.

Með von um tillit sé tekið til hjólreiðarmanna í þessa rúmlega tvo klukkutíma.