- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Fimmtudagur, febrúar 18 2021 13:24
-
Skrifað af Sonja
Aðalheiður er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur gert það gott á bæði kynbóta og keppnisbrautinni og var m.a. tilnefnd til íþrótta-, kynbóta- og knapa ársins 2020.
Dagsetning: 20-21.mars 2021
45min einkatímar 1x á dag
Verð: 28 000 isk
Pláss fyrir 8 manns
Skráning: skraning.sportfengur.com

- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Fimmtudagur, febrúar 04 2021 14:03
-
Skrifað af Sonja
Á dögunum var afhentur bikar fyrir ræktunarmann Harðar en hann er gefinn af Ernu Arnardóttur og Hinrik Gylfasyni og veittur fyrir fyrir hæðst dæmda kynbótahrossi liðins árs, sem ræktað af Harðarfélaga.
Bikarinn fyrir 2020 hlaut Þröstur Karlsson fyrir hestinn Tuma frá Jarðbrú IS2014165338. Tumi er undan Trymbli frá Stóra Ási og Gleði frá Svarfhóli og hlaut í kynbótadómi á vorsýningu á Hólum í Hjaltadal 8,56 fyrir sköpulag og 8.63 fyrir hæfileika sem gerir aðaleinkunn upp á 8,65 (8,62 án skeiðs). Kynbótamat Tuma er upp á 121 og skartar hann meðal annars 9 fyrir tölt, brokk, samstarfsvilja og fegurðar í reið.
Hestamannafélagið Hörður óskar Þresti til hamingju með glæsilegan árangur í kynbótastarfi og að hljóta þennan fallega bikar sem gefinn hefur verið frá árinu 2002.
Myndir
1. Formaður Harðar Margrét Dögg Halldórsdóttir afhendir Þresti Karlssyni bikarinn
2. Tumi frá Jarðbrú, mynd Louisa Hackl

