ÞRAUTABRAUT FYRIR ALLA Á SUNNUDAGINN

Næsta sunnudaginn, 11.janúar, verður opið þrautabraut inni stóra reiðhöllinni fyrir alla í boði æskulýðsnefnd milli 10 og 16!

Allir velkomin, börn sem og fullorðna að nýta tækifæri til að leika sér með hestana og venja við dót! Frábær leið til að byggja upp traust og frábær tamning.

494700339_1248514717283913_3894659560459791561_n.jpg

 

 

Félagsgjöld Harðar 2026

Félagsgjöld Harðar eru komnar inni abler og viljum við biðja ykkur að fara í gegnum linkinn að neðan og skrá ykkur þar til greiðslu. Með þessari leið er hægt að borga með kort, ef við þurfum að stofna reikninginn, sem við förum annars í rétt fyrir lok janúar, bætist þá við umsýslugjald / seðilgjald fyrir greiðsluseðill ❤.

Miðað er alltaf við fæðingaár ekki afmælisdag 🙂

Félagsgjöld 22-69

https://www.abler.io/shop/hfhordur?program=Q2x1YlNlcnZpY2U6NTE1NzM=

Félagsgjöld 70ára plús

https://www.abler.io/shop/hfhordur?program=Q2x1YlNlcnZpY2U6NTE1NzI=

Félagsgjöld 18-21árs

https://www.abler.io/shop/hfhordur?program=Q2x1YlNlcnZpY2U6NTE1NzE=

🐴Kynbótaárið 2025 og hvað er framundan 2026 🐴

Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktarráðunautur, verður með fyrirlestur hjá hestamannafélaginu Herði og fer yfir liðið sýningarár kynbótahrossa og fer yfir það sem er á döfinni á komandi ári.

Harðarból, félagsheimili Harðar, Varmárbakka

Fimmtudagurinn 29. janúar klukkan 20:00

 

Kaffi og léttar veitingar verða í boði, svo við hvetjum alla til að mæta, njóta góðs félagsskapar og fræðast!

Ekki láta þetta framhjá þér fara – allir hestamenn og áhugasamir um hrossarækt eru hjartanlega velkomnir. Deilið endilega til þeirra sem gætu haft áhuga! 🐴

 

🌟 Sjáumst í Harðarbóli! 🌟

 

Kveðja

Kynbótanefnd Hestamannafélagsins Harðar

 

EINNIG:

 

Kynbótaferð Harðar verður farin laugardaginn 28. feb 

Nánar um ferðina auglýst síðar hvert verður farið og einnig með skráningu og greiðslu fyrir þátttöku

Reiðhjálmar fyrir yngri flokka.

Hestamannafélagið Hörður ætlar í samstarfi við Josera búðina að bjóða upp á hjálma fyrir börn, unglinga og ungmenni sem eru skráð í Hestamannafélagið Hörð á sérstöku afsláttar verði. Félagið greiðir niður hjálmana að hluta.

Allir hjálmarnir verða merktir með Harðarmerkinu.

Í boði eru eftirfarandi Casco hjálma:

barnahjálmur Choice kostar í black 5500kr

Reiðhjálmur Mistrall-2 black matt kostar 14500kr

Reiðhjálmur Mistrall black 12000kr

Reiðhjálmur Champ-3 black 27600kr

Þegar þið sendið inn pöntun þarf nauðsynlega eftirfarandi upplýsingar:

- Kennitala barnsins og nafn

- Týpa og stærð hjálmsins

- Kennitala greiðanda

- email

Pöntun þarf berast fyrir 23. janúar 2026.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

hjalmur.jpg

 

Vinna við hendi!

Vinna við hendi námskeiðið er frábært fyrir þá sem vilja aðstoð með að vinna með hestinn í hendi!

Vinna við hendi meðal annars eykur samspil manns og hests, liðkar og mýkir og skerpir á ábendingum!

Kennsla fer fram aðra hvora viku í Blíðubakkahöllinni

Hefst: 29.janúar

Verð: 24.000kr

18 ára og eldri

Kennari: Ingunn Birna Ingólfsdóttir

Janúar: 29.

Febrúar: 12./ 26.

Mars: 12./ 26.

Apríl: 9.

Skráning inn á abler.io/shop/hfhordur

 

im.jpg

Tjaldstæði á Landsmóti 2026

Hverjar hafa áhuga að leigja tjaldstæði í Harðarþorpinu? Erum að fara að panta nokkur stæði saman.

Endilega sendið email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl 12:00 á mánudaginn 5.jan 2026.

aaaaaaaaaaaaaaaaa.jpg

 

 

🐎✨ Gamlársreið Harðar 2025 ✨🐎

Að venju verður riðið í Varmadal á gamlárdag og hús tekið hjá Nonna og Haddý.

📅 31. desember 2025
⏰ Lagt af stað kl. 12:00
📍 Úr Naflanum

Í áningunni verða léttar hressingar í boði og góð stemning í anda þeirrar skemmtilegu hefðar sem þessi reið er orðin hjá félaginu 🎉☕️

Hlökkum til að sjá sem flesta í hnakknum og ríða saman inn í nýtt ár 🐴❄️

— Stjórn Harðar

🐎✨ Gamlársreið Harðar 2025 ✨🐎

Að venju verður riðið í Varmadal á gamlárdag og hús tekið hjá Nonna og Haddý.

📅 31. desember 2025
⏰ Lagt af stað kl. 12:00
📍 Úr Naflanum

Í áningunni verða léttar hressingar í boði og góð stemning í anda þeirrar skemmtilegu hefðar sem þessi reið er orðin hjá félaginu 🎉☕️

Hlökkum til að sjá sem flesta í hnakknum og ríða saman inn í nýtt ár 🐴❄️

— Stjórn Harðar