- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, desember 03 2025 17:23
-
Skrifað af Sonja
Skráning er hafin í verklega hluta Knapamerkjanna! Knapamerkin eru frábær grunnur fyrir alla hestamenn hvort sem stefnan er að stunda hana til frístunda eða keppnisíþrótt. Farið er stig af stigi í gegnum grundvallar atriði sem varða þjálfun og umhirðu hesta.
Námskeiðin enda á verklegu prófi og er kennt bæði í Stóru höllinni og Blíðubakkahöll. Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við yfirreiðkennara á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða senda skilaboð á Thelmu Rut.
Mælum með að vera fljótur að skrá sig þar sem takmarkaður fjöldi plássa er á hvert námskeið! Skráningu lýkur um það bil einni og hálfri viku áður en námskeið hefst.
ATH. Búið þarf að vera að ljúka bóklega hlutanum áður en skráð er í verklegt
Til þess að skrá sig í næsta knapamerki þarf að vera búinn með knapamerkið á undan (1, 2, 3...)
Knapamerki 1
Knapamerki 1 er fyrsta stigið þar sem knapi á í lok námskeiðs að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:
- Að undirbúa hest rétt fyrir reið
- Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
- Geti farið á og af baki beggja megin
- Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
- Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
- Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
- Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)
- Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum
Námskeiðið er tíu skipti, kennt á mánudögum í Blíðubakkahöll og hefst 12.janúar.
Verð fullorðnir: 35.500kr
Verð yngri flokkar (til og með 21 árs): 18.500kr
Kennari: Sonja Noack
Janúar: 12./ 19./ 26.
Febrúar: 2./ 9./ 16./ 23.
Mars: 2./ 9./ 16./ 23. (Próf)
Knapamerki 2
Á öðru stigi knapamerkjanna á nemandi í lok námskeiðsins að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:
- Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
- Riðið einfaldar gangskiptingar
- Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
- Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
- Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
- Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
- Geta riðið á slökum taum
- Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans
- Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis
Námskeiðið er tólf skipti, kennt á fimmtudögum og hefst 8.janúar. Öll kennsla fer fram í stóru höllinni.
Verð fullorðnir: 40.000kr
Verð yngri flokkar: 22.000kr
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Janúar: 8./ 15./ 22./ 29./
Febrúar: 5./ 12./ 19./ 26./
Mars: 5./ 12./ 19./ 26.
Apríl: 2. (Próf?)
Skráning inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 19 2025 15:46
-
Skrifað af Sonja
Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar fór fram síðastliðinn sunnudag, þann 16. Nóvember og var margt um manninn og gríðarlega góð stemning. Það var spilað Bingó, keppt í Kahoot, borðað góðan mat og að venju voru veitt verðlaun og viðurkenningar, en þar bar hæst verðlaunaafhendingin fyrir stigahæstu knapa ársins. Þeir knapar sem voru með besta keppnis árangur ársins voru heiðraðir með veglegum verðlauna-gripum og auka verðlaunum.
Stigahæstu knapar Harðar 2025:
Bryanna Heaven Brynjarsdóttir
Barnaflokkur.
Sigríður Fjóla Aradóttir
Unglingaflokkur.
Guðrún Lilja Rúnarsdóttir
Ungmennaflokkur.

Stighæsta knapar
Guðrún Lilja Rúnardsdóttir - Ungmennaflokkur (Mamma Lilja tók við verðlaun)
Sigríður Fjóla Aradóttir - Unglingaflokkur
Bryanna Heaven Brynjarsdóttir - Barnaflokkur
Jón Geir Sigurbjörnsson - formaður Harðar

Knapamerki 1
Nadía Líf Kazberuk (Hestasnilld)
Elísabet Steinunn Andradóttir (Hestasnilld)
Unnur Bjarndís Kjartansdóttir (Hestasnilld)
Karítas Fjeldsted (Hörður)
Arndís Ólöf Ágústsdóttir (Hörður)
Ólafur KRistinn Bjarnasson (Hörður - vantar á myndinni)

Knapamerki 2 (Hestasnilld)
Ísmey Eiriksdóttir (á myndinni)
Ásta María Ragnarsdóttir
Freyja Voswinkel
Iðunn Emelía Hjaltadóttir

Knapamerki 3 (Hestasnilld)
Katla María Ísis Davíðsdóttir
Aníta Líf Magnúsdóttir (á myndinni)
Laia Martí Altarriba

Knapamerki 4 (Hörður)
Sigríður Fjóla Aradóttir
Erlín Hrefna Arnarsdóttir
Tara Lovísa Karlsdóttir

Börnin í Herði!

Nokkra pollar úr Herði