- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Sunnudagur, janúar 11 2026 19:10
-
Skrifað af Sonja
Almennt reiðnámskeið fyrir polla og börn þar sem markmiðið er að bæta jafnvægi og grunnstjórnun í gegnum ýmsa leiki og þrautir.
Hjá minna vönum pollum sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku eru foreldrar með og teyma undir börnunum. Hjá meira vönu pollunum er markmiðið að fara dýpra samspil hests og knapa og ná meiri tökum á undirstöðu atriðum í reiðmennsku í gegnum ýmsar skemmtilegar æfingar.
Námskeið fyrir áhugasama krakka sem vilja öðlast meira jafnvægi, skilning og þekkingu á almennri þjálfun hesta. Farið verður yfir ýmis öryggisatriði og umgengni við hestinn, hvernig á að ná betri stjórn og samspili við hestinn og lögð áhersla á yfirvegaðar og léttar ábendingar.
Í lok þessa námskeiðs ættu nemendur að vera komnir með grunnskilning í reiðmennsku, þekkja helstu gangtegundir og hvernig þjálfun getur verið skemmtileg bæði fyrir hest og knapa.
Námskeiðið er níu skipti og er kennt í Blíðubakkahöll. Kennt er einu sinni í viku á fimmtudögum og krakkar mæta með eigin hest og búnað. Hefst 29.janúar!
Hóparnir eru eftirfarandi:
Pollar teymdir
Pollar ríða sjálfir
Börn minna vön
Börn meira vön
Kennari áskilur sér rétt til að færa nemendur milli hópa
Kennari: Sóllilja Baltasarsdóttir
Janúar: 29.
Febrúar: 5./ 12./ 19./ 26.
Mars: 5./ 12./ 19./ 26.
Skráning inn á abler.io/shop/hfhordur
Verð pollar: 5000kr
Verð börn : 7000kr

- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 06 2026 13:33
-
Skrifað af Sonja
Félagsgjöld Harðar eru komnar inni abler og viljum við biðja ykkur að fara í gegnum linkinn að neðan og skrá ykkur þar til greiðslu. Með þessari leið er hægt að borga með kort, ef við þurfum að stofna reikninginn, sem við förum annars í rétt fyrir lok janúar, bætist þá við umsýslugjald / seðilgjald fyrir greiðsluseðill
.
Miðað er alltaf við fæðingaár ekki afmælisdag 
Félagsgjöld 22-69
https://www.abler.io/shop/hfhordur?program=Q2x1YlNlcnZpY2U6NTE1NzM=
Félagsgjöld 70ára plús
https://www.abler.io/shop/hfhordur?program=Q2x1YlNlcnZpY2U6NTE1NzI=
Félagsgjöld 18-21árs
https://www.abler.io/shop/hfhordur?program=Q2x1YlNlcnZpY2U6NTE1NzE=
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 08 2026 11:57
-
Skrifað af Sonja
Kæra nefndarfólk, við viljum biðja ykkur um að senda fullt nafn, nefnd sem þið eruð að starfa í, símanúmer, email og 1 andslitsmynd á Brynjar Már Valdimarsson, hann bíður um þetta á messenger 
Þetta er fyrir nýja heimasíðu okkar!
Takk fyrir!
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 06 2026 09:24
-
Skrifað af Sonja
Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktarráðunautur, verður með fyrirlestur hjá hestamannafélaginu Herði og fer yfir liðið sýningarár kynbótahrossa og fer yfir það sem er á döfinni á komandi ári.
Harðarból, félagsheimili Harðar, Varmárbakka
Fimmtudagurinn 29. janúar klukkan 20:00
Kaffi og léttar veitingar verða í boði, svo við hvetjum alla til að mæta, njóta góðs félagsskapar og fræðast!
Ekki láta þetta framhjá þér fara – allir hestamenn og áhugasamir um hrossarækt eru hjartanlega velkomnir. Deilið endilega til þeirra sem gætu haft áhuga! 🐴
🌟 Sjáumst í Harðarbóli! 🌟
Kveðja
Kynbótanefnd Hestamannafélagsins Harðar
EINNIG:
Kynbótaferð Harðar verður farin laugardaginn 28. feb
Nánar um ferðina auglýst síðar hvert verður farið og einnig með skráningu og greiðslu fyrir þátttöku