Bland í poka! Námskeið

Skráning á bland í poka her hafin!

Ath. Takmarkaður fjöldi plássa svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!

Bland í poka er nýtt námskeið sem hefur göngu sína í vetur! Námskeið fyrir alla sem vilja kynnast fjölbreyttum hliðum hestamennskunnar! Hér fá nemendur tækifæri til að vinna með alls konar reiðkennurum og mismunandi þema er eftir vikum! Til hvers að einblína á eitthvað eitt þegar hægt er að prófa fleira?

Meðal þess sem farið verður yfir er vinna við hendi, sætisæfingar, grunnþjálfun gangtegunda, liberty þjálfun, þjálfun fyrir keppni, vinna með brokkspírur og fleira spennandi! Kennt er í 45 mínútur í senn og eru 3-4 saman í hóp.

Námskeiðið er 15 skipti og hefst: 13.janúar. Öll kennsla fer fram í stóru höllinni.

Kennarar eru:

Ingunn Birna Ingólfsdóttir

Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Fredrica Fagerlund

Sonja Noack

Thelma Rut Davíðsdóttir

Verð fullorðnir: 55.000

Verð 21 árs og yngri: 25.000

Skráning inn á abler.io/shop/hfhordur

595251679_1448470997288283_136808167867065959_n.jpg

Hestamennska 101

Viðburður á vegum sameiginlegu fræðslunefnda höfuðrborgarsvæðisins!

Fimmtudaginn 11.desember verður fyrirlestur um alls kyns hagnýt atriði sem tengjast því að hafa hest á húsi og taka hest inn!Kennari er Hrafnhildur Blöndahl sem er menntaður hestafræðingur, leiðbeinandi og tamningamaður.

Fyrirlesturinn fer fram í veislusal Spretts í Kópavogi og hefst klukkan 18:00!
Létt snarl verður í boði! Hvetjum alla sem eru með hesta á húsi og aðstandendur sem vilja bæti við sig þekkingu til að mæta!

Hestamennska_101_SFHH.png

 

 

Keppnisnámskeið Fullorðinna og Yngri!

Ath. skráning hefst klukkan 20:00 í kvöld (4.des) inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur

Takmarkaður fjöldi plássa í boði svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!

Skráningarfrestur er út 9.janúar

Keppnisnámskeið fullorðinna

Námskeið í formi 30 mínútna einkatíma einu sinni í viku! Frábært fyrir alla sem stefna á þátttöku í keppni og vilja einstaklingsmiðaða kennslu yfir tímabilið! Stefnt er á að hafa nokkra bóklega tíma inn í þessu sem miða að því að dýpka skilning knapa á keppni og þjálfun samhliða verklegri kennslu.

Kennari er Ylfa Guðrún Svafarsdóttir.

Námskeiðið hefst 14.janúar og er 10 skipti samtals (möguleiki á framhaldi ef áhugi er fyrir).

Verð: 70.000kr

Janúar: 14./ 21./ 28./

Febrúar: 4./ 11./ 18./ 25.

Mars: 4./ 11./ 18.

Keppnisnámskeið yngri flokka

Námskeið sem hentar öllum nemendum í yngri flokkum sem stefna á þátttöku í keppni.

30 mínútna einkatímar einu sinni í viku í allan vetur sem gerir námskeiðið mjög einstaklingsmiðað! Sérlega góður undirbúningur fyrir knapa sem stefna á Landsmót næsta sumar! Stefnt er á að hafa nokkra bóklega tíma inn í þessu sem miða að því að dýpka skilning knapa á keppni og þjálfun samhliða verklegri kennslu.

Kennarar námskeiðsins eru Súsanna Sand Ólafsdóttir og Þórdís Inga Pálsdóttir.

Námskeiðið hefst 12.janúar og er kennt alveg fram að úrtöku (miðjan júní).

Verð: 30.000kr

 

keppnis.jpg

 

Knapamerki 1 og 2 Verklegt!

Skráning er hafin í verklega hluta Knapamerkjanna! Knapamerkin eru frábær grunnur fyrir alla hestamenn hvort sem stefnan er að stunda hana til frístunda eða keppnisíþrótt. Farið er stig af stigi í gegnum grundvallar atriði sem varða þjálfun og umhirðu hesta.

Námskeiðin enda á verklegu prófi og er kennt bæði í Stóru höllinni og Blíðubakkahöll. Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við yfirreiðkennara á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða senda skilaboð á Thelmu Rut.

Mælum með að vera fljótur að skrá sig þar sem takmarkaður fjöldi plássa er á hvert námskeið! Skráningu lýkur um það bil einni og hálfri viku áður en námskeið hefst.

ATH. Búið þarf að vera að ljúka bóklega hlutanum áður en skráð er í verklegt

Til þess að skrá sig í næsta knapamerki þarf að vera búinn með knapamerkið á undan (1, 2, 3...)

Knapamerki 1

Knapamerki 1 er fyrsta stigið þar sem knapi á í lok námskeiðs að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:

  • Að undirbúa hest rétt fyrir reið
  • Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
  • Geti farið á og af baki beggja megin
  • Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
  • Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
  • Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
  • Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)
  • Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum

Námskeiðið er tíu skipti, kennt á mánudögum í Blíðubakkahöll og hefst 12.janúar.

Verð fullorðnir: 35.500kr

Verð yngri flokkar (til og með 21 árs): 18.500kr

Kennari: Sonja Noack

Janúar: 12./ 19./ 26.

Febrúar: 2./ 9./ 16./ 23.

Mars: 2./ 9./ 16./ 23. (Próf)

Knapamerki 2

Á öðru stigi knapamerkjanna á nemandi í lok námskeiðsins að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:

  • Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
  • Riðið einfaldar gangskiptingar
  • Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
  • Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
  • Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
  • Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
  • Geta riðið á slökum taum
  • Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans
  • Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis

Námskeiðið er tólf skipti, kennt á fimmtudögum og hefst 8.janúar. Öll kennsla fer fram í stóru höllinni.

Verð fullorðnir: 40.000kr

Verð yngri flokkar: 22.000kr

Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir

Janúar: 8./ 15./ 22./ 29./

Febrúar: 5./ 12./ 19./ 26./

Mars: 5./ 12./ 19./ 26.

Apríl: 2. (Próf?)

Skráning inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur

Tillitsemi við fatlaðra starfið

Okkur langar að minna á að taka tillit þegar fatlaðra starfið er í gangi inni reiðhöllinni hjá okkur.
Það eru mjög þægir hestar inni verkefninu enn þeir eru lífandi dýr.
Það þarf að gætu ítrustu varkárni í kringum nemendur sem er oft með mjög lítið jafnvægi..
Við viljum því ítreka að allir sem eru að þjálfa inni reiðhöllinni að taka extra mikið tillit og fylgjast vel með.

Þökkum tillitsemina.

1000333365.jpg

 

Námskeið á Vorönn 2026!

Nú fer allt að verða tilbúið fyrir námskeið komandi vetrar! Nú þegar er hafin skráning í verklega hluta á knapamerki 3-5 sem hefst í desember og á næstu vikum munum við auglýsa og opna fyrir skráningu á þau námskeið sem hefjast eftir áramót!🤩 Vonandi eru þið jafn spennt og við fyrir komandi vetri!

Námskeið fyrir alla aldurshópa:

Bland í poka

Bland í poka er nýtt námskeið sem hefur göngu sína í vetur! Námskeið fyrir alla sem vilja kynnast fjölbreyttum hliðum hestamennskunnar! Hér fá nemendur tækifæri til að vinna með alls konar reiðkennurum og mismunandi þema er eftir vikum! Til hvers að einblína á eitthvað eitt þegar hægt er að prófa fleira?

Meðal þess sem farið verður yfir er vinna við hendi, sætisæfingar, grunnþjálfun gangtegunda, liberty þjálfun, þjálfun fyrir keppni, vinna með brokkspírur og fleira spennandi! Kennt er í 45 mínútur í senn og eru 3-4 saman í hóp.

Hefst: 13.janúar

Kennarar verða birtir síðar

Vinna við hendi

Vinna við hendi námskeiðið er frábært fyrir þá sem vilja aðstoð með að vinna með hestinn í hendi! Vinna við hendi meðal annars eykur samspil manns og hests, liðkar og mýkir og skerpir á ábendingum!

Kennsla fer fram aðra hvora viku í Blíðubakkahöllinni

Hefst: 29.janúar

Kennari: Ingunn Birna Ingólfsdóttir

Einkatímapakkar

Einkatímar verða kenndir á þriðjudögum milli 18-19 og miðvikudögum milli 18-20 í Blíðubakkahúsinu. Fjöldi kennara verða í boði svo allir ættu að geta fundið kennara við sitt hæfi! Einkatímapakkarnir eru 5x30mínútur

Kennaralisti verður birtur síðar

Knapamerki 1-5

Knapamerkin eru frábær grunnur fyrir alla sem stunda hestamennsku en þar er farið stigskipt yfir ferlið að þjálfa og byggja upp reiðhest.

Námskeið fyrir yngri flokka:

Keppnisnámskeið Yngri flokka

Námskeið sem hentar öllum nemendum í yngri flokkum sem stefna á þátttöku í keppni. 30 mínútna einkatímar einu sinni í viku í allan vetur! Sérlega góður undirbúningur fyrir knapa sem stefna á Landsmót næsta sumar!

Hefst 12.janúar

Kennarar birtir síðar

Pollanámskeið

Pollanámskeiðin verða að sjálfsögðu á sínum stað en þar er nemendum skipt í hópa eftir getu/aldri og ættu því allir krakkar undir 10 ára að finna eitthvað við sitt hæfi!

Hefst 22.janúar

Kennari birtur síðar

Námskeið fyrir fullorðna:

Töltnámskeið

Hið sívinsæla töltnámskeið með Ingunni Birnu verður á sínum stað! Frábært fyrir knapa sem vilja aðstoð með að þjálfa sinn hest á uppbyggilegan hátt með áherslu á tölt! Námskeiðið er í formi hópatíma og verður kennt á föstudögum. Námskeiðið verður ekki í hverri viku sem gefur nemendum góðan tíma til að æfa sig heima á milli tíma.

Hefst 16.janúar

Kennari: Ingunn Birna Ingólfsdóttir

Keppnisnámskeið fullorðinna

Námskeið í formi 30 mínútna einkatíma einu sinni í viku! Frábært fyrir alla sem stefna á þátttöku í keppni og vilja einstaklingsmiðaða kennslu yfir tímabilið!

Hefst 14.janúar

Kennari: Ylfa Guðrún Svafarsdóttir

Að sjálfsögðu birt með fyrirvara um breytingar og mannleg mistök!

Ef einhverjar spurningar vakna endilega sendið fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (Thelma)

 

 

581848321_1426232232845493_3217205933230360142_n.jpg

 

Keppnisnám Reiðmannsins – Skráning hafin! 

Skráning opnaði í dag, 11. nóvember!

Frábært tækifæri fyrir:

🐴vana keppnisknapa sem vilja efla þekkingu sína

🐎vana reiðmenn sem langar að stíga sín fyrstu skref í keppni

Námið býður upp á einstaklingsmiðaða kennslu frá reyndum reiðkennurum og keppnisknöpum — með góðri leiðsögn og sterku utanumhaldi.

⚠️Takmörkuð pláss á hverjum kennslustað – tryggðu þér sæti í dag!

👉Skráðu þig hér: https://endurmenntun.lbhi.is/keppnisnam/

Landbúnaðarháskóli Íslands

 

Keppnisnam2025.jpg

 

Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar 2025

Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar fór fram síðastliðinn sunnudag, þann 16. Nóvember og var margt um manninn og gríðarlega góð stemning. Það var spilað Bingó, keppt í Kahoot, borðað góðan mat og að venju voru veitt verðlaun og viðurkenningar, en þar bar hæst verðlaunaafhendingin fyrir stigahæstu knapa ársins. Þeir knapar sem voru með besta keppnis árangur ársins voru heiðraðir með veglegum verðlauna-gripum og auka verðlaunum.

Stigahæstu knapar Harðar 2025:

Bryanna Heaven Brynjarsdóttir
Barnaflokkur.

Sigríður Fjóla Aradóttir
Unglingaflokkur.

Guðrún Lilja Rúnarsdóttir
Ungmennaflokkur.


582688152_1934140043810393_5068023037924747989_n.jpg

Stighæsta knapar 
Guðrún Lilja Rúnardsdóttir - Ungmennaflokkur (Mamma Lilja tók við verðlaun)
Sigríður Fjóla Aradóttir - Unglingaflokkur
Bryanna Heaven Brynjarsdóttir - Barnaflokkur

Jón Geir Sigurbjörnsson - formaður Harðar

582323583_1575255976803770_3888976679572883587_n.jpg

 Knapamerki 1
Nadía Líf Kazberuk (Hestasnilld)
Elísabet Steinunn Andradóttir  (Hestasnilld)
Unnur Bjarndís Kjartansdóttir (Hestasnilld)
Karítas Fjeldsted (Hörður)
Arndís Ólöf Ágústsdóttir (Hörður)
Ólafur KRistinn Bjarnasson (Hörður - vantar á myndinni)

 

581804421_25358528880423296_1567704658971685801_n.jpg

Knapamerki 2 (Hestasnilld)
Ísmey Eiriksdóttir (á myndinni)
Ásta María Ragnarsdóttir
Freyja Voswinkel
Iðunn Emelía Hjaltadóttir

 

583128557_1392198722415390_5793916870300251690_n.jpg

Knapamerki 3 (Hestasnilld)
Katla María Ísis Davíðsdóttir
Aníta Líf Magnúsdóttir (á myndinni)
Laia Martí Altarriba

 

584365864_716756144800529_749714189466019614_n.jpg

Knapamerki 4 (Hörður)
Sigríður Fjóla Aradóttir
Erlín Hrefna Arnarsdóttir
Tara Lovísa Karlsdóttir

 

581996412_861739769873353_6835369872033828846_n.jpg

Börnin í Herði!

583647811_4185866898407958_4988228041968963351_n.jpg

Nokkra pollar úr Herði