Vinir Skógarhóla

Skógarhólar í þjóðgarðinum á Þingvöllum eru í eigu Hestamannafélaganna í landinu. Saga Skógarhóla er samofin sögu Landssambands hestamannafélaga og á þessu ári eru 70 ár síðan fyrsta Landsmót hestamanna var haldið á Þingvöllum. Landssamband hestamannafélaga hefur unnið að endurbótum á aðstöðunni á Skógarhólum en margt er enn ógert.

Í haust var stofnaður félagsskapur sjálfboðaliða um endurbætur á Skógarhólum, “Vinir Skógarhóla”, sem vilja leggja sitt að mörkum til að bæta aðstöðuna þar.

Stjórn LH hefur samþykkt að veita fé í framkvæmdir á Skógarhólum á þessu ári til að bæta aðstöðuna á staðnum og vonast þannig til að fleiri hestamenn sjái sér fært að nýta staðinn. Það sem til stendur að gera á Skógarhólum í sumar er m.a. að skipta um járn á þakinu, gera lagfæringar á eldhúsi, salernis- og sturtuaðstöðu, smíða sólpalla og laga girðingar. Auk framkvæmda á svæðinu stendur til að safna sögulegum upplýsingum um staðinn.

Til stendur að hafa 2-3 vinnuhelgar í vor t.d. í apríl/maí og auglýsir LH hér með eftir sjálfboðaliðum til að gerast Vinir Skógarhóla og taka þátt í framkvæmdum á svæðinu. Allir eru velkomnir og ekki er gerð krafa um sérstaka verkkunnáttu, allir geta fundið verkefni við sitt hæfi. Í lok vinnutarnar verður grillað og þeir sem vilja geta tekið með sér hesta og skellt sér í reiðtúr um þjóðgarðinn. 

Margar hendur vinna létt verk og allra hagur er að sem best takist til við endurbætur á staðnum. 

Skráðu þig í Vini Skógarhóla hér.

Bókanir á Skógarhólum fara í gegnum skrifstofu LH, (514 4030 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.), umsjónarmaður á staðnum er Eggert Hjartarson (847 9770, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og stýrir hann framkvæmdum.

 

https://www.lhhestar.is/is/frettir/vinir-skogarhola-1

 

 

 

Reiðhöll

Við biðjum alla sem eiga aðgang að reiðhöllinni að kynna sér reglur reiðhallirnar! Það er stórt skilti við innganginn sem er hér sett in með mynd.

Mikilvæg aminning:
Þegar höllinn er 1/2 mega bara vera að HÁMARK 6 knapar inní höllinni. Mikið hefur verið kvartað að fólk virði það ekki. Ef einhver er að bíða fyrir framan er þjálfunartíminn max 20min. Og ótrúleg að það þurfi að nefna þetta enn: ef einn bíður fyrir framan til að komast inn því það eru orðinn 6 knapar inni, þá má ekki taka fram úr þeim og fara bara inn.
Við vonum nú að allir geta virt þetta því við viljum helst ekki að þurfa að koma með fleiri reglur/afleiðingarnar ef þetta er ekki virt.
Takið tillit til hvort aðra.

Stjórninn

87086049_3548541341853715_1029490784539246592_o.jpg

Hestakerrur í reiðhöllina

Hestakerrur í reiðhöllina

Vegna slæmrar veðurspár á morgun föstudaginn 14. febrúar, stendur hestakerrueigendum til boða að koma með hestakerrur sínar inn í Reiðhöllina frá kl.1730 í kvöld til kl 14 á morgun.  Ef veður verður ekki gengið niður þá, munum við framlengja tímann.
Þið sem viljið nýta ykkur þetta, þurfið að fylgjast með tilkynningum á heima- og/eða facebook síðu félagsins.

Það er mjög áríðandi að kerrunar séu fjarlægðar á auglýstum tíma, því reiðhöllin er mjög bókuð.

Stjórnin

Sirkus helgarnámskeið 22-23Feb

Helgina  22- 23 Feb.
Staðsetning Reiðhöll Hörður
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir.
5 tímar 1 bóklegur og 4 verklegir.


Laugardagur:  7 games eftir Pat Parelli. Sunnudagur: Smellu þjálfun, brellu þjálfun og umhverfis þjálfun.
Unnið er eingöngu með hestinn í hendi. Útbúnaður sem þarf er snúrumúll og langur mjúkur kaðaltaumur. Smella sem fæst í helstu gæludýrabúðum og Líflandi. Aldurstakmark 12 ára.
Skemmtilegt námskeið til að nálgast hestamennskuna á annan hátt.
Ragnheiður leggur mikið upp úr fjölbreitni í þjálfun og að gleyma ekki afhverju við erum öll í hestamennsku,  JÚ AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER SVO GAMAN.

Lágmarksfjöldi á námskeiðinu er 8 manns – max 12 manns.

Verð 12000 isk.

Skráning: skraning.sportfengur.com

 

39519296_10216909056588627_1289621650689490944_o.jpg

Gæðingafimi LH

Gæðingafimi LH

Á síðasta landsþingi LH á Akureyri var samþykkt að LH yrði leiðandi í því að gera gæðingafimi að fullgildri keppnisgrein í lögum og reglum sambandsins og gert að skipa starfshóp til þess verks. Stjórn LH skipaði starfshóp með fulltrúum þeirra aðila sem greinargerðin með samþykktinni lagði til. Hópinn skipa Hulda Gústafsdóttir fulltrúi keppnisnefndar LH, Súsanna Sand Ólafsdóttir fulltrúi FT, Mette Mannseth fulltrúi Hólaskóla, Sigurður Ævarsson fulltrúi HÍDÍ, Erlendur Árnason fulltrúi GDLH. Stjórn bætti svo í hópinn, Ísólfi Líndal, Heklu Katharínu Kristinsdóttur, Guðmundi Björgvinssyni, Viðari Ingólfsyni og Hjörnýju Snorradóttur starfsmanni LH sem var falið að leiða hópinn.

Hópurinn var mjög metnaðarfullur og áhugasamur um verkefnið. Afrakstur vinnunnar eru drög að nýrri reglugerð um gæðingafimi sem ætlunin er að bera undir Landsþing LH í haust til samþykktar. Hópurinn vonast til þess að keppt verði eftir þessum reglum í gæðingafimi á þessu keppnistímabili og að sem flest hestamannafélög haldi slík mót. Ekki síst vegna þess að mikilvægt er að það komi reynsla á reglurnar til þess að geta borið undir þingið eins mótaða reglugerð og mögulegt er.

Opin kynningarfundur verður auglýstur síðar

LH