Tilnefningu Harðar til Íþróttakonu og Íþróttakarli Mosfellsbæjar 2022

Nú er komið að tilnefningu Harðar til Íþróttakonu og
Íþróttakarli Mosfellsbæjar 2022.

Viðkomandi eru jafnframt íþróttafólk Harðar fyrir árið 2022.

Útnefning íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2022 fer
fram í byrjun janúar 2023

Við biðjum félagsmenn að senda inn tillögur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
til síðasta lagi 18. desember 2022.


Reglur
Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttafólk Mosfellsbæjar skulu
koma úr röðum starfandi íþróttafélaga /deilda í
bæjarfélaginu eða eru með lögheimili í Mosfellsbæ en stunda
íþrótt sína utan sveitarfélagsins. Komi útnefning frá tveimur
félögum í sömu íþróttagrein má nefndin leita til sérsambands
ÍSÍ um álit.

Tilnefna skal tvo einstaklinga (konu og karl) sem fulltrúa
félags/deildar í kjöri til íþróttakonu og íþróttakarls
Mosfellsbæjar 2022.

Ath: Greinagerð þarf að vera að hámarki 80 orð.

Með tilnefningunni skal fylgja texti þar sem tilgreint er:

     * Nafn og aldur á árinu (viðkomandi skal vera 16 ára eða eldri)

     * Helstu afrek ársins, með félagsliði eða sem einstaklingur
     * Önnur atriði sem skipta máli eins og æfingamagn, ástundun,
félagsleg færni og annað sem á erindi í textann um viðkomandi
einstakling
     * Mynd af viðkomandi íþróttamanni.
     * Símanúmer og email hjá viðkomandi.
     * Lögheimili í Mosfellbæ

Ítrekum sérstaklega að hafa góðan texta og góða mynd!!
mos.jpg

Námskeið: ​Leiðtogafærni og samspil

 

Á þessu námskeiði er farið í ýmiskonar leiðtogaæfingar með hestinn. Nemendur
æfa að bera sig rétt og staðsetja sig. Læra
lesa í atferli hestsins og líkamsstöðu.
Fá virðingu og fanga athygli hanns. Fá hestinn rólegan, færanlegann og
samstarfsfusann. Unnið er með hestinn í
hendi við snúrumúl og langan vað. Unnið
er út frá hugmyndafræði Pat Parelli og Monty Roberts.

 Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Þáttakendur þurfa að vera allavega 12ára 

Dagsetning: 14. og 15.janúar 2023

Verð: 12000kr 

Minnst 8 max 12 manns :)

 

Skráning opnar kl 20:00 þriðjudag 13.12.2022 á 

https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

 

ragnheiður.jpg

ragn.jpg

 

 

Tilboð fyrir unglinga!!!

Landsliðs- og afreksnefnd LH býður unglingum í á vegum hestamannafélaga sérstakt tilboðsverð á aðgöngumiða á „Leiðina að gullinu“ menntadagi landsliðsins.
Unglingum á aldrinum 13-17 ára býðst miðinn á 3.000 kr. ef keypt er í gegnum hestamannafélögin í forsölu.
Frítt er fyrir 12 ára og yngri.
Endilega hafið samband og panta í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Við sendum þeim svo nafnalista og þeir sem eru á listanum fá miða í miðasölunni í TM-reiðhöllini á sérstöku tilboðsverði.
Skráning þarf að koma inn til okkur fyrir kl 12:00 á morgun föstudag!
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 

Hestamenn í Herði 60+

🌲🌲🌲
Hestamenn í Herði
60 +
Aðventukvöld í Harðarbóli
miðvikudaginn 14.desember 2022
Húsið opnar kl. 19:00
Borðhald hefst kl.19:30
🎹
Guðmundur á Reykjum þenur nikkuna í anddyrinu 
og kemur okkur í rétta gírinn
Matseðill
Aðalréttur
Jólahangikjöt borið fram með kartöflum í hvítri sósu,
rauðkáli, grænum baunum og laufabrauði
Eftirréttur
Hinn margrómaði heimalagaði rjómaís 
 "ala" Þuríður á Reykjum.
 
🍷🍺🍷
Opinn bar og drykkir seldir á sanngjörnu verði
Þeir sem vilja geta tekið með sér sína drykki 🍷🍺

Hátíðardagskrá
Stormsveitin
stormar á svið og gerir stormandi lukku með 
"minitónleikum"
🎹🎸
Hákon fyrrverandi formaður Harðar og
Kristín Ingimarsdóttir
stilla saman strengi og stjórna fjöldasöng eins og þeim einum er lagið
Verð kr. 5000
posi á staðnum.
 
Tilkynnið þátttöku hjá Sigríði Johnsen 
á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
eða í síma 896-8210
í síðasta lagi föstudaginn 9. desember
🌲🌲🌲🌲🌲
Með góðum kveðjum og tilhlökkun að hitta ykkur
 í jólaskapi
🌟☺🌟
Lífið er núna - njótum þess.
Hákon - Kristín - Sigríður - Þuríður

Reiðkennarakosningin

Hér á Hörður tilnefnda tvo frábæra reiðkennara, Súsönnu Sand og Sonju Noack og erum við afar hreykin af því, um að gera að kjósa, sé fólk ekki þegar búið að því.

Kosningu lýkur á miðnætti fimmtudaginn 1. desember. Það nafn sem verður fyrir valinu verður síðan sent í kosningu á vefsíðu FEIF (FEIF trainer of the year) þann 9-16. janúar 2023. þar sem kosið verður um einn reiðkennara frá hverju FEIF landi. Sigurvegari í FEIF kosningunni verður síðan tilkynntur 3-4. febrúar 2023.

Sigurvegari íslensku kosningarinnar verður tilkynntur 7. desember 2022.

 

https://www.lhhestar.is/is/frettir/kosning-um-reidkennara-arsins-2022

Oddur og Eydís í Hæfileikamótun LH

Hæfileikamótun LH er  því fyrsta skref og mögulegur undirbúningur fyrir U-21 landsliðið. 

Markmið Hæfileikamótunar er að:

  • Fjölga þeim ungu knöpum sem fylgst er með á landsvísu
  • Undirbúa unga knapa fyrir hefðbundin landsliðsverkefni
  • Byggja upp til framtíðar knapa í fremstu röð 
  • Stuðla að uppbyggilegu afreksstarfi víðsvegar um landið

Við erum með 2 fulltrúar inni hópnum og það eru:

Eydís Ósk Sævarsdóttir og Oddur Carl Arason 

 

Við erum mjög stolt með Odd og Eydísi og hlökkum til að fylgjast áfram með þeim :)

 

Nánar í frétt frá LH:
Hæfileikamótun LH 2022-2023 | Landssamband hestamannafélaga (lhhestar.is)

 

 

Vinir okkar í Spretti verða með frábæra sýnikennslu annaðkvöld : Sjálfberandi og fimur

Vinir okkar í Spretti verða með frábæra sýnikennslu annaðkvöld 🙂
 
Sjálfberandi og fimur
Ragnhildur Haraldsdóttir mun halda sýnikennslu í Samskipahöllinni í Spretti fyrir alla áhugasama hestamenn. Sýnikennslan verður haldin miðvikudaginn 23.nóv. og hefst kl.20:00. Húsið opnar kl.19:30, aðgangseyrir 1000kr. Frítt fyrir 10 ára og yngri. Kaffi og léttar veitingar til sölu.
Sýnikennslan mun fjalla um upphaf vetrarþjálfunar með það að markmiði að hesturinn geti orðið sjálfberandi, virkur og fimur með áframhaldandi þjálfun.
Ragnhildur Haraldsdóttir er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur átt mjög góðu gengi að fagna á keppnisvellinum undanfarin ár og hefur gert það gott í Meistaradeildinni sem og á stórmótum. Ragnhildur er knapi í landsliði Íslands og hefur m.a. verið valin sem íþróttaknapi ársins 2020.
Auk þess mun Eveliina Marttisdottir sem er „saddle fitter" kynna fyrir áhorfendur hvað „saddle fitting" er, mikilvægi þess og hvað það getur haft mikil áhrif á þjálfun og uppbyggingu hestsins að vera með réttan hnakk.
 
ragga.jpg
 

Pollanámskeið – teymdir og ekki teymdir 5 skipti  

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum eða eru á staðnum. Höfum gaman saman með hestinum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri. 

ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ. 

Kennari: Petrea Ágústsdóttir

Dagsetningar Þriðjudagar 

BYRJAR 24.1.

24. janúar

31. janúar

07. febrúar 

14. febrúar 

21. febrúar 

Ath: Staðsetningu: Stóra reiðhöllinni!

kl 1600-1630 teymdir

kl 1630-1700 ekki teymdir

Kennt einu sinni í viku í hálftíma í 5 skipti

Verð: 5500 kr

Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

316603115_487997483164833_2497833626279709224_n.jpg