Reiðhöllinni lokað

Reiðhöllinni lokað

 

Tilmæli frá sóttvarnarlækni:

Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum.

Reiðhöllin verður því lokuð fyrir hinn almenna félagsmann til mánudagsins 19. október nk.  Sama gildir um öll námskeið og einkatíma.

Á morgnana er FMOS með reiðhöllina á leigu og ber því ábyrgð á þeirri notkun.  Reiðmaðurinn hefur þegar gert hlé til 19. okt.

Reiðskóli fatlaðra má hafa afnot af anddyri reiðhallarinnar til þess að leggja á, en að öðru leyti fer sú reiðkennsla fram utandyra og þátttakendur ásamt aðstoðarfólki eru ekki fleiri en 15 hverju sinni.

 

Stjórnin

Lóðir undir hesthús

Sl vor var auglýst nýtt deiliskipulag.  Mikil mótmæli bárust frá félagsmönnum og var því hafin vinna við breytingu á því.  Nýtt deiliskipulag liggur fyrir og fer í auglýsingu á næstu dögum.  Tímaramminn til mótmæla verður 6 vikur.  Verði lítil mótmæli, tekur nýja deiliskipulagið gildi.

 

Í því er gert ráð fyrir 3 nýjum hesthúsalengjum austast í hverfinu.  Þær lengjur gætu komið til úthlutunar vorið 2021.  Ýmsar aðrar minniháttar breytingar eru fyrirhugaðar s.s. nafnabreytingar á götum.  Þannig mun Skólabraut verða Harðarbraut frá hringtorginu og niður í hverfið og félagsheimilið mun standa við Varmárbakka.

 

Stjórnin

COVID-19: Hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu

 Með höfuðborgarsvæðinu er átt við Reykjavík, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavog. Hertar takmarkanir fela í sér eftirfarandi: Íþróttir og líkamsrækt innandyra óheimil: Líkamsrækt, íþróttastarf og sambærileg starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er óheimil innandyra.

Reiðhöllinni verður ekki lokað, en fjöldatakmörkun við 6 knapa hverju sinni. Það ætti ekki að vera vandamál á þessum árstíma. Á morgnana er FMOS með ½ höllina á leigu fyrir sína nemendur og og hafa því forgang með fjölda. Reiðmaðurinn hefur höllina á leigu einhverjar helgar, en samkvæmt pósti frá þeim í morgun gera þeir 2ja vikna hlé á sínum námskeiðum. Einnig biðjum við félagsmenn að fylgjast vel með dagtal reiðhallirnar á hordur.is varðandi hvenær hálfa höllinn hefur verið leigd út.

Gætum að öllum snertiflötum, hugum að almannavörnum og beitum almennri skynsemi.

Stjórnin

Aðalfundur Harðar

Aðalfundur félagsins verður haldinn miðikudaginn 28. október nk.  Fundurinn verður haldinn í Harðarbóli og hefst kl 20.00.  Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta.

 

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundatstörf samkvæmt 5. gr félagsins.

 

Dagskrá aðalfundar skal vera:

 1. Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara
 2. Formaður flytur skýrslu stjórnar
 3. Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. Milliuppgjör
 4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins
 5. Reikningar bornir undir atkvæði
 6. Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður
 7. Árgjald ákveðið
 8. Lagabreytingar
 9. Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga
 10. Önnur mál
 11. Fundarslit

Hömlur á hámarksfjölda á fundi sem þessum gildir til 19. okt. Verði þeim framlengt, áskilur stjórnin sér rétt til frestunar aðalfunds.

 

Stjórnin

Einkatímapakki með Arnar Bjarki Sigurðarson - Haustnámskeið

 
Arnar Bjarki er með Bsc gráðu frá Háskólanum á Hólum í reiðmennsku og reiðkennslu, var þjálfari U21 landsliðs LH og er einnig alþjóðlegur kynbótadómari, auk mikillar reynslu á sviði íþróttakeppna.
Einkatímar 5x30min
Dagsetningar:
29.9.
6.10.
13.10.
20.10
27.10
Tímar verða milli 19-22 jafnvel eitthvað fyrr ef þetta fyllast.
Verð: 30000isk
Skráning: skraning.hordur.is
Skráningafrestur, næstkomandi laugardagur 26.09.
ATH: Það þarf allavega 6 manns að við getum halda þennan námskeið.

119962090_2884910328404961_2723825253763615053_n.jpg

Einkatímapakki með Ragnheiður Samúelsdóttir

 
"Ég hef unnið við hestamennsku frá 15 ára aldri og hef kynnst litrófi hestamennskunnar, ég hef fengið að fylgja þeirri þróun sem orðið hefur á reiðmennsku og velfreð hrossa. Ég var bóndi austur á héraði vel á annan áratug, ég var tilnefnd bæði sem sýnandi kynbótahrossa 2004 og fékk tilnefningu með ræktunarbú árið 2005, eftir 16 ára ræktunarstarf.
Ég fór í reiðkennaranám árið 2000 ég hef að mestu unnið við kennslu síðan ég fékk reiðkennararéttindin. Ég hef komið að kennslu á flestum stigum hestamennskunnar, fengið að kenna börnum og unglingum, byrjendum og lengra komnum. Ég hef miðlað af reynslunni minn og kennt fólki um allt land og einnig á meginlandinu. Ég hef fylgt stórum hópi keppenda á Landsmót oftar ein einu sinni og náð þar góðum árangri. Ég var kennari á Hólum í Hjaltadal um skeið og fannst mér það mikil upphefð að fá vinnu þar.
Árið 2019 fékk ég tilnefningu frá menntanefnd LH, ég er snortin yfir því að vera valin úr hópi allra þeirra kennara og reiðmanna sem eru hér á Íslandi. Töltgrúppan mín var löggð til grundvallar þegar valið átti sér stað. "
Einkatímar 5x30min
Dagsetningar, mánudagar:
5.10.
12.10.
19.10
26.10
02.11
Tímar verða milli 17-20
Verð: 30000isk
Skráning: skraning.hordur.is
Skráningafrestur, föstudagur 02.10.
 99CE0B64-50E9-4D1D-B954-837E192F17A2.png

Ógreidd félagsgjöld 2020

119676839_4412816008759573_6100066384049368409_o.jpg

 

Alltof margir félagsmenn eiga eftir að greiða félagsgjöldin fyrir 2020. Án félagsgjalda er erfitt að halda úti þjónustu sem allir nota árið um kring eins og viðhaldi sem við tökum sem sjálfsögðum hlut í okkar hestamennsku.

Við biðlum því til félagsmanna sem eiga ógreidd félagsgjöld að greiða félagsgjöldin í heimabankanum.

Árgjaldið fyrir fullorðna er aðeins 12.000 kr. og 7.000 kr. fyrir 17 til 21 árs.

Hvað gerir hestamannafélagið fyrir þig?

 • Félagið hefur byggt upp síbatnandi reiðvegakerfi í samstarfi við Mosfellsbæ
 • Félagið heldur úti öflugri hagsmunagæslu fyrir sína félagsmenn
 • Félagið heldur úti öflugu félagsstarfi fyrir alla aldurshópa
 • Félagið rekur reiðskóla fatlaðra, sem hefur vakið mikla athygli og er stolt okkar Harðarmanna
 • Félagið þjónustar og viðheldur mannvirkjum félagsins, s.s. reiðhöllina, keppnisvöllinn og Harðarból

Forsendurnar fyrir rekstri félagsins er að þeir sem stunda hestamennsku sína á félagssvæði Harðar séu félagar og greiði félagsgjöld sín til félagsins

Ert þú skuldlaus félagi?  Athugaðu í heimabankann og ef þú ert ekki viss, sendu þá póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórnin

Almennt reiðnámskeið Fullorðnir Haust 2020 með Fríða Hansen

Á reiðnámskeiðinu verður lögð áhersla á að mýkja, liðka og styrkja reiðhestinn sem leiðir til aukins skilnings og samspils knapa og hests. Frábær undirbúningur fyrir vetrarþjálfunina.
Einstaklingsmiðuð kennsla þar sem nemandi og reiðkennari setja sameiginlegt markmið fyrir námskeiðið.
1x í viku á miðvikudögum kl 18-19 - 5 tímar
Dagsetningar
30.9.
7.10.
14.10.
21.10.
28.10
Verð 16000
Skráningafrestur: Laugardagur næstkomandi, 26.9.2020
ATH: Það þarf allavega 6 manns að við getum halda þennan námskeið.
Kennari:
Fríða Hansen er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini og tamið og þjálfað hross á öllum stigum tamningar.
Hún er einnig öflugur keppnisknapi og efnilegur kynbótaknapi. Hún hefur einnig haldið námskeið bæði fyrir börn og fullorðna hérlendis og erlendis með góðum árangri.:
Einnig verður boðið upp á einkatímar með Fríðu sama daga fyrir /eftir þennan námskeið (eftir eftirspurn)
Verð fyrir einkatímar er 30000kr / 5x30min pakki119953760_267754097591549_536310235166318071_n.jpg119968911_1037150053380625_2760472889251270184_n.jpg

Reiðhöllin

 

Gólf reiðhallarinnar var tætt upp og sett á það furuflís.  Reiðhallinar í Spretti, Sörla, Fák og Sleipni eru allar með furuflís á gólfum og hefur það reynst mjög vel.

Þeirra reynsla er samt sú að það er MJÖG áríðandi að þrífa hestaskítinn strax af gólfinu.

Reiðhöllin hefur tekið stakkaskiptum á sl árum. 

Nýtt og öflugt loftræstikerfi, ný hitalögn, led lýsing í loftið, ný sjoppa, hvíttaðir battar, speglar á battana og svo furuflís á gólfið.

Um leið og við óskum sjálfum okkur til hamingju – minnum við á að góð umgengni sýnir innri mann😊

 

Stjórnin