Íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2023

Viðkomandi eru jafnframt íþróttafólk Harðar fyrir árið 2023.

Við biðjum félagsmenn að senda inn tillögur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
til síðasta lagi 15. nóvember 2023.


Reglur
Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttafólk Mosfellsbæjar skulu
koma úr röðum starfandi íþróttafélaga /deilda í
bæjarfélaginu eða eru með lögheimili í Mosfellsbæ en stunda
íþrótt sína utan sveitarfélagsins. Komi útnefning frá tveimur
félögum í sömu íþróttagrein má nefndin leita til sérsambands
ÍSÍ um álit.

Tilnefna skal tvo einstaklinga (konu og karl) sem fulltrúa
félags/deildar í kjöri til íþróttakonu og íþróttakarls
Mosfellsbæjar 2023.

Ath: Greinagerð þarf að vera að hámarki 80 orð.

Með tilnefningunni skal fylgja texti þar sem tilgreint er:

     * Nafn og aldur á árinu (viðkomandi skal vera 16 ára eða eldri)

     * Helstu afrek ársins, með félagsliði eða sem einstaklingur
     * Önnur atriði sem skipta máli eins og æfingamagn, ástundun,
félagsleg færni og annað sem á erindi í textann um viðkomandi
einstakling
     * Mynd af viðkomandi íþróttamanni.
     * Símanúmer og email hjá viðkomandi.
     * Lögheimili í Mosfellbæ

Ítrekum sérstaklega að hafa góðan texta og góða mynd!!
mos.jpg

Ársskýrsla Mótanefnd 2023

Nefndin var vel mönnuð þetta árið líkt og áður

-Sigurður H. Örnólfsson (formaður)

-Ragnheiður Þorvaldsdóttir

- Kristinn Sveinsson

- Rakel Katrín Sigurhansdóttir

- Ásta Friðjónsdóttir

- Jón Geir Sigurbjörnsson

- Viktoría Von Ragnarsdóttir

- Halldór Stefánsson

- Kristján Arason

Keppnisárið 2023 fór kröftuglega á stað. Fjölmargir góðir styrktaraðilar komu að mótahaldinu og kunnum við þeim góðar þakkir.

Þrjú vetrarmót voru haldin.

Keppnisárið hófst á hinu sívinsæla Grímutölti sem nú í ár var styrkt af Fiskbúð Mosfellsbæjar líkt og árið áður. Líkt og fyrri ár var mikið kapp lagt á flotta búninga. Annað vetrarmótið var Fáka-Fars mótið og slógum við svo endapunktinn með Exporthesta mótinu líkt og fyrri ár var stigasöfnun yfir öll mótin.

Haldið var fyrsta gæðingalistar mótið í heiminum í reiðhöll Harðar var það í tengslum við samnefnt námskeið þar sem nemendur luku námskeiðinu með þátttöku í mótinu. Auk þess var mótið opið öllum.  Var mótið haldið í samstarfi við landsamband hestamanna þar sem nýdómarar fengu að sitja og fylgjast með sér reyndari dómurum.

Haldið var skemmtimót -Esja spirits og Snæstaða var mótið mjög vel sótt af áhorfendum enda mikil gleði við völd.

Keppt var í

  • 3-gang
  • Hraðasta fetinu
  • Lull – gang
  • Glasatölti
  • Tímataka í gegnum höllina á öllum gangi.

Tókst mótið vel og voru keppendur til mikillar fyrirmyndar.

Gæðingamótið var haldið í samstarfi við Hestamannafélagið Dreyra. Tókst mótahaldið vel og var ákveðið að ef tap yrði á mótahaldinu yrði því skipt milli félaganna lögðu Dreyra félagar fram vinnu við mótahaldið. Skráð voru 92 hross til keppni.

Íþróttamót Harðar

Á vordögum var haldið öflugt íþróttamót og voru skráningar um 260 talsins. Var mikil ánægja meðal þátttakenda og mættu margir feikna sterkir hestar.

Tölumót

Haldið var eitt tölumót  var það vinsælt líkt og áður og voru skráningar 82 en tölumót eru haldin seinnipart dags svo rennslið er töluvert. Tilgangur þeirra er fyrst og fremst að gefa hestum og knöppum kost á að ná tölum inná Íslandsmót.

fyrir hönd mótanefndar

Sigurður Halldór Örnólfsson

Ársskýrsla Kvennanefnd Harðar 2023

 
 

Ársskýrsla Æskulýðsnefndar Harðar 2023

æ1.png

Páskaleikir

Laugardaginn 1. apríl voru haldnir páskaleikir þar sem um 35 krakkar mættu og leystu alls kyns skemmtilegar þrautir. Leikirnir hentuðu öllum aldrei og höfðu allir krakkarnir gaman að því að spreyta sig á þeim undir dynjandi tónlist og skemmtilegri stemmingu. Í lokin fengur allir þátttakendur páskaegg fyrir að taka þátt.

Áseta og líkamsvitund

Í október var boðið upp á fræðslu um ásetu og líkamsvitund þar sem farið var yfir ýmsar æfingar án hests sem gerir okkur meðvitaðri og færari í að hafa tilfinningu fyrir líkamanum og stjórna ásetu okkar betur. Leiðbeinendur voru Thelma Rut Davíðsdóttir reiðkennari og Berghildur Ásdís Stefánsdóttir sjúkraþjálfari.

Landsmótshópur barna, unglinga og ungmenna barna

Verið er að búa til landsmótshóp fyrir börn, unglinga og ungmenni sem stefna á úrtöku og keppni á landsmóti hestamanna í júlí 2024. Þar verður haldið vel utan um hópinn og ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt verður innifalið í þeirri þátttöku. Verið er að móta stefnu hópsins og setja upp skipulag fyrir veturinn til að undirbúa þau sem best fyrir komandi keppnisár.

Nudd og teygjuæfingar fyrir hesta

Í nóvember verður sýnikennsla og námskeið um ýmsar nudd- og teygjuæfingar fyrir hesta. Farið verður yfir ýmsar skemmtilegar æfingar sem knapar geta gert til að liðka hesta sína og stuðla að heilbrigðari hesti. Þetta eykur fjölbreytni í þjálfun og byggir upp tengsl milli knapa og hests. Leiðbeinendur eru Thelma Rut Davíðsdóttir og Nathalie Moser.

Aðrir viðburðir

Því miður náðist ekki að halda fleiri viðburði þetta árið vegna þess að það bráðvantar fleiri foreldra til að sýna þessu mikilvægu starfi áhuga og vera tilbúin að taka þátt. Formaður hvetur eindregið foreldra til láta gott af sér leiða og bjóða sig fram að vera í þessari nefnd þannig að hægt verði að bjóða upp á fleiri viðburði til að byggja börnin okkar upp með okkur í hestaíþróttinni.

 

Lokaður reiðvegur

Varmárræsi 2. Áfangi. Endurnýjun neðan Íþróttahúss
Nú eru að hefjast framkvæmdir við endurnýjun á um 100 metra kafla Varmárræsis neðan íþróttahúss að Varmá.
Meðan á þeim framkvæmdum standa mun reiðleiðin frá Tunguvegi að Varmá lokast.
Áætluð verklok um miðjan desember n.k
 
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum og truflunum sem af þessum framkvæmdum hlýst og biðjum við vegfarendur um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi meðan á framkvæmdum stendur.
 
ræsir.jpg
ræsir_2.jpg
 

Lokaður reiðvegur

Varmárræsi 2. Áfangi. Endurnýjun neðan Íþróttahúss
Nú eru að hefjast framkvæmdir við endurnýjun á um 100 metra kafla Varmárræsis neðan íþróttahúss að Varmá.
Meðan á þeim framkvæmdum standa mun reiðleiðin frá Tunguvegi að Varmá lokast.
Áætluð verklok um miðjan desember n.k
 
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum og truflunum sem af þessum framkvæmdum hlýst og biðjum við vegfarendur um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi meðan á framkvæmdum stendur.
 
ræsir.jpg
ræsir_2.jpg