Helgarnámskeið hjá Hinna - Grunnreiðmennska og þjálfun

Grunnreiðmennska og þjálfun
Hinrik Sigurðsson- Íslensk reiðlist

Spennandi helgarnámskeið í Herði í janúar hjá fræðslunefndinni (samt opið frá 15ára (fædd 2007))

Á þessu helgarnámskeiði ætlum við að leggja áherslu á liðkandi og styrkjandi vinnu í þjálfun hestsins, ábendingakerfið og samspil ábendinga og ræðum skipulag þjálfunar út frá þjálfunarstigum reiðmennskunnar.
Þjálfunarstigin eru kerfi um þjálfun hestsins þar sem eitt leiðir af öðru frá grunnþjálfun og upp skalann upp í safnandi vinnu. Það er öllum knöpum mikilvægt að hafa þjálfunarstigin til hliðsjónar við þjálfun hesta sinna, og geta staðsett sig í kerfinu á hverjum tíma.
Við ræðum líka um misstyrk, og praktískar æfingar til þess að vinna með að jafna hann, hvað ber að varast og ýmislegt spennandi.
Námskeiðið byggist á verklegum reiðtímum og bóklegri kennslu.

Dagsetningar: 18.-20. febrúar 2022

Miðað er við 10-12 nemendur á námskeiðinu (minnst 8 manns)
Verð 35.000 kr.
Skráning:

https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

 

272328655_3093537067632150_4039172257210847649_n.jpg

 

 

 
 
 
 
 
 

Laus pláss á sirkusnámskeið

Sirkus Helgarnámskeið 29-30 janúar 2022
Helgina 29. og 30. janúar 2022
Staðsetning Reiðhöllinn í Herði
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir.
5 tímar 1 bóklegur og 4 verklegir.
Laugardagur: 7 games eftir Pat Parelli. Sunnudagur: Smellu þjálfun, brellu þjálfun og umhverfis þjálfun.
Unnið er eingöngu með hestinn í hendi. Útbúnaður sem þarf er snúrumúll og langur mjúkur kaðaltaumur. Smella sem fæst í helstu gæludýrabúðum og Líflandi. Aldurstakmark 12 ára.
Skemmtilegt námskeið til að nálgast hestamennskuna á annan hátt.
Ragnheiður leggur mikið upp úr fjölbreitni í þjálfun og að gleyma ekki afhverju við erum öll í hestamennsku, JÚ AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER SVO GAMAN.
Lágmarksfjöldi á námskeiðinu er 8 manns – max 12 manns.
Verð 12000 isk.
Skráning:
Skráning opnar 01.01.2022 kl 12:00 hér:
ragnheiður.jpg
 

Laus pláss á sirkusnámskeið

Sirkus Helgarnámskeið 29-30 janúar 2022
Helgina 29. og 30. janúar 2022
Staðsetning Reiðhöllinn í Herði
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir.
5 tímar 1 bóklegur og 4 verklegir.
Laugardagur: 7 games eftir Pat Parelli. Sunnudagur: Smellu þjálfun, brellu þjálfun og umhverfis þjálfun.
Unnið er eingöngu með hestinn í hendi. Útbúnaður sem þarf er snúrumúll og langur mjúkur kaðaltaumur. Smella sem fæst í helstu gæludýrabúðum og Líflandi. Aldurstakmark 12 ára.
Skemmtilegt námskeið til að nálgast hestamennskuna á annan hátt.
Ragnheiður leggur mikið upp úr fjölbreitni í þjálfun og að gleyma ekki afhverju við erum öll í hestamennsku, JÚ AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER SVO GAMAN.
Lágmarksfjöldi á námskeiðinu er 8 manns – max 12 manns.
Verð 12000 isk.
Skráning:
 
 

Harðarfélagshross sem farið hafa í fullnaðardóm árið 2021

Kynbótanefnd óskar eftir upplýsingum um öll þau hross sem farið hafa í fullnaðardóm árið 2021 og eru ræktuð af félögum í Hestamannafélaginu Herði.
Upplýsingar þurfa að berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 1. Febrúar 
 
Kynbótanefnd Harðar
 
271900285_240718921555340_722371402252441736_n.jpg
 
 

Pollanámskeið – stjórna sjálf 6 skipti

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum eða eru á staðnum. Höfum gaman saman með hestinum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
 
Dagsetningar Fimmtudagar
BYRJAR 03.2.
03.2.
10.2.
17.2.
24.2.
03.3.
Ath: Staðsetningu: BLÍÐUBAKKAHÚSIÐ!
 
kl 1630-17 teymdir - fullt - hægt að skrá á biðlista
kl 17-1730 ekki teymdir
 
Kennt einu sinni í viku í hálftíma í 5 skipti

Sóttvarnarreglur

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að samkomutakmarkanir verða hertar á miðnætti.

 

Þar sem áhorfendur að keppni og æfingum eru bannaðir þurfum við að loka áhorfendapöllunum í reiðhöllinni. Það verður áfram fullt af spritti á staðnum og biðjum við alla að nota það þegar td er verið að opna hurðina, nota skítagafal eða brokkspírur eða annað dót. 

Það er ekki grímuskylda í reiðhöllinni, en gætt skal að fjarlægðarmörkum eins og frekast er unnt.

 

Minnum á að ef höllin er hálf vegna kennslu mega ekki vera fleiri en 6 knapar í fremri helmingnum og ef hún er öll opin eru ekki fleiri en 12 manns inni.

 

Við minnum á mikilvægi þess að halda áfram að sinna persónulegum sóttvörnum vel og að sjálfsögðu fara ekki í reiðhöllina með covid- eða flensulík einkenni, fara bara beint í test og kynna sér reglur um sóttkví og smitgát 😊

 

 

Pollanámskeið – stjórna sjálf 6 skipti

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum eða eru á staðnum. Höfum gaman saman með hestinum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Dagsetningar Fimmtudagar
BYRJAR 03.2.
03.2.
10.2.
17.2.
24.2.
03.3.
Ath: Staðsetningu: BLÍÐUBAKKAHÚSIÐ!
kl 1630-17 teymdir - fullt - hægt að skrá á biðlista
kl 17-1730 ekki teymdir
Kennt einu sinni í viku í hálftíma í 5 skipti
Verð: 5000 kr

Fatlaðra starfið

Kæru félagar.
 
Flestir vita að reiðnámskeið fyrir fatlaða í Herði er öflugt og mikilvæg starf sem er unnið hér hjá okkur og okkur þykir öllum vænt um.
Samt er rétt að árétta upplýsingar um hvernig þetta snýr við okkur i félaginu sér i lagi hvað varðar aðstöðu.
Þessi reiðnámskeið eru með hálfa reiðhöll á leigu fyrir sig mánudaga til fimmtudaga milli klukkan 14.45-15.45 og á laugardögum 10.30-11.30.
Það innifelur að þau nota aðstöðuna í anddyri reiðhallarinnar til að koma nemendum á og af baki og allt í kringum það. Þau nota stóru hurðina í byrjun tímans þegar fólk er að koma og svo aftur í lok tímans þegar allir fara.
Í reiðsalnum í höllinni sjálfri eru þau í innri helmingnum um 15.00-15.30 (laugardag 10.45-11.15) en stundum (oftar þegar fer að vora) fara þau út. Þess vegna finnst okkur ekki ástæða til að loka hálfri höllinni fyrir þess starfssemi í þennan stutta tíma hvern dag heldur biðjum við alla félaga að sýna þessum starfi virðingu og tillitsemi.
Þeirra viðvera í reiðhöllinni hefur ákveðinn forgang.
Á miðvikudögum (þegar Keppnisnámskeið barna er á sama tíma) og á laugardögum (þegar námskeið er á sama tíma) viljum við samt hafa opið inn í höll fyrir aðra. Fatlaðastarfið hefur þá verið í fremri hluta og aðrir beðnir að vinna kannski í rólegri kantinum sem koma inn að þjálfa.
Okkur langar að hafa þetta áfram svona, frekar en að loka alveg fyrir almenning þegar námskeið eru í innri hluta, það hefur gengið vel undanfarin ár. En það krefst þess að aðrir reiðmenn séu meðvitaðir um hvað er í gangi í reiðhöllinni á þessum tíma og sýni sérstaka aðgát og tillitssemi. Þetta er ekki langur tími í einu.
 
Allt tímaplan reiðhallarinnar er á heimasíðu Harðar.
Hægt er að senda ábendingar undir hnappnum Ábending/tillaga hægra megin á heimasíðunni líka.
 
Þökkum fyrir tillitssemina og skilninginn.