Hreinsunardagur Harðar sumardaginn fyrsta, 21. apríl!

Nú er komið að hinum árlega hreinsunardegi okkar, hittumst og fegrum í kringum okkur fyrir vorið, sem er nú að bresta á 🙂

 

Dagskráin er hefðbundin:

 

 - 09:30: Hittumst við reiðhöllina og Rúnar útdeilir svæðum og ruslapokum

 - 09:35-12:00 Plokkum eins og vindurinn

 - 12:00: Hamborgar og pylsur í anddyri reiðhallar.

 

Hvetjum alla til að koma og taka þátt. Þetta er skemmtileg samvera 😊

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Stjórnin.

Við ætlum að fá okkur jakka!

HEKLA JAKKI
Flott snið fyrir herra og dömu
• Efnið er mjög létt og krumpufrítt, vindþétt
10.000g/m2, vatnshellt 10.000mm H2O og með 4-way-stretch.
• Vatnsheldir saumar.
• YKK rennilásar á jakka og vösum.
• Brjóstvasi sem rúmar allar stærðir af farsímum
• Gott rennilásagrip svo auðvelt sé að renna þegar verið er í hönskum.
• Hetta sem passar yfir reiðhjálma og hægt að þrengja.
• Jakkinn verður með merki Hestamannafélagsins Harðar á hægra brjósti
 
Almennt verð út úr verslun 23.990.
Sértilboð til Harðarfélaga er aðeins 17.490.
 
Ferlið er eftirfarandi:
• Við fáum jakka í öllum stærðum í maí og
verðum með auglýsta mátunardaga í Harðarbóli.
• Við pöntun er greitt fyrir valdar stærðir.
• Jakkarnir fást svo afhentir í júní.
Nánari upplýsingar verða settar hér inn næstu daga.
 
278475076_7293957560645389_1809394899143040487_n.jpg
 

Helgarnámskeið með Sigvaldi Lárus Guðmundsson

FELLT NIÐUR

Sigvaldi Lárus Guðmundsson, hestamaður og reiðkennari ætlar að vera með helgarnámskeið í Reiðhöllinni í Herði helgina 23.-24.apríl. 

Einkatímar (2x45min) og einstaklingsmiðlað kennslu.

Sigvaldi er útskrifaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið og þjálfað víða til margra ára.

Skráning á https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

Minnst 8 - max 10manns

Verð:

Unglingar og Ungmenni 22000kr
Fullorðnir 25000 kr

244526963_1291762097922538_8220037914295798349_n.jpg

 

Skriftstofa Harðar lokuð 11-24.apríl 2022

Kæru félagar

Ég verð í frí frá því 11.4. og kem aftur 24.april, skriftstofa Harðar verður lokuð á þessari tíma.
Ef einhver vill fá reiðhallarlykill eða bóka höllina í þessari tíma (páskar), eða er með annað mál, þá bið ég ykkur um að hafa samband við mig í núna sem fyrst eða innan við næsta viku.
Ef það kemur eitthvað áríðandi upp má einnig að hringja í Rúnar framkvæmdastjóra í 8647753 eða senda email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Takk og kæra kveðjur
 
Sonja
 

POLLAR!

Pollanámskeið – teymdir og ekki teymdir 5 skipti

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum eða eru á staðnum. Höfum gaman saman með hestinum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.

ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.

Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Dagsetningar Fimmtudagar

7.4.
28.4.
5.5.
12.5.
19.5

Ath: Staðsetningu: BLÍÐUBAKKAHÚSIÐ!

kl 1630-17 teymdir

kl 17-1730 ekki teymdir

Kennt einu sinni í viku í hálftíma í 5 skipti

Skráning:
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

 

 

Reiðleiðir

Nú er búið að lagfæra og opna reiðleiðir upp í Mosfellsdal, um Skammadal og við Bjarg.  Einnig er Ístakshringurinn að mestu ágætur yfirferðar.  Töluverður snjór er enn á sumum þessum leiðum og bleyta, en vel fært, búið að stinga í gegnum skafla.

 

Einkatímar með Johan Haggberg

Fræðslunefndir Fáks og Harðar leiða saman hesta sína og bjóða upp á reiðnámskeið með margfalda heimsmeistaranum, dómaranum og reiðkennaranum honum Johan Haggberg.

Námskeiðið verður haldið í Fáki 12.-13. Apríl og 14. -15 april í Herði.

Johan er afar eftirsóttur reiðkennari og er þekktur fyrir að ná góðum árangri á stuttum tíma. Einstakt tækifæri fyrir þá sem verða ekki að tana á Tene um páskana 😀

Verð 33.000 kr. fyrir tvo 45 mínútna einkatíma.

Skráning hjá Herði í gegnum Sportabler https://www.sportabler.com/shop/hfhordur 
og hjá Fáki í gegnum www.Sportfengur.com

johan-haggberg.jpg

 

 

Skeiðbraut og keppnisvöllurinn

Nú hefur skeiðbrautinni og keppnisvellinum verið lokað fyrir allri umferð. Það þýðir að það má alls ekki ríða á þeim fyrr en þeir hafa jafnað sig og verið undirbúnir fyrir notkun.

Það verður tilkynnt þegar opnað verður aftur.

162192593_5234917209882778_1844410360943088292_n.jpg

 

Beitarhólf sumarið 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um beitarhólf  fyrir sumarið.
Eins og undanfarin ár geta skuldlausir félagar sótt um beit á heimasíðu félagsins undir fyrirsögninni „Sækja um beit.“
Allir sem vilja fá beitarhólf þurfa að sækja um, líka þeir sem voru með beit í fyrra eða undafarin ár.
Kynnið ykkur úthlutunarreglurnar á heimsíðunni áður en þið fyllið út umsókn:

https://hordur.is/index.php/felagid/beitarholf


Umsóknir verða að berast fyrir 24. apríl n. k. og er stefnt að því að úthlutun sé lokið fyrir miðjan mai.
Eindagi á greiðslu fyrir beitina verður 1.júní. Sé ekki greitt fyrir þann tíma verður hólfinu úthlutað öðrum.


Stjórnin

umsókn má að finna hér:

https://hordur.is/index.php/saekja-um-beit