Kotilettukvöld

Kótilettukvöld 2022 🥳
Skráning: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Greiðsla : kt.650169-4259 0549-26-4259
 

274132270_7042623895778758_6765968753066351587_n.jpg

Nokkur atriði varðandi reiðhöllina.

Ekki er ætlast til að fólk hengi af sér föt eða geymi annan búnað á böttunum í kringum reiðvöllinn (við stúkuna til dæmis), það eru snagar í anddyrinu undir slíkt.  Svo minnum enn og aftur á góð samskipti, hringteymingar eru almennt ekki leyfðar í reiðhöllinni og hreint ekki æskilegt að vera með ótamin tryppi til dæmis í slíku þegar aðrir eru að nota höllina.  Þetta eru þau atriði sem helst er kvartað undan og við hljótum að geta sameinast um að gera betur.

Árétting varðandi umferðarreglur:

 

 

Allir sem nota reiðhöllina okkar til þjálfunar geti væntanlega verið sammála um að þar verði að gilda skýrar umferðarreglur líkt og er í allri umferð í samfélaginu.

Við innganginn að reiðvelli hallarinnar eru tvö stór skilti þar sem getur að líta gildandi umferðarreglur í reiðhöllinni, ásamt umgengnisreglum. Þrátt fyrir það virðist nokkur misskilningur vera meðal margra félagsmanna um það hvernig skuli ríða á reiðvellinum. Það er bagalegt ef fólk les ekki þessar reglur, en þær eru einnig aðgengilegar á heimasíðu félagsins undir flipanum „reiðhöll“ efst á síðunni. Reglurnar eru settar svo umferð gangi sem best á milli allra sem nýta höllina

Grunn tónn reglnanna er sá að ytri sporaslóð (reiðleiðin næst veggnum, u.þ.b. 1,5 m. breið) sé alltaf ætluð þeim sem hraðar fara. Með öðrum orðum að þeir sem ríða hraðar t.d. á tölti og brokki hafi forgang að ytri sporaslóð fram yfir þá sem ríða á feti eða fara hægar. Gildir þar einu hvort knapar ríða upp á sömu hönd eða sitt hvora hendi. Skal þá sá sem hægar fer víkja inn á sporaslóð tvö (innri sporaslóð) og hleypa þeim er hraðar fer fram úr sér eða framhjá sér. Sama gildir ef einn ríður á hægu tölti eða brokki skal sá sem ríður hraðar á sömu gangtegund eða öðrum gangi hafa forgang að ytri sporaslóð. Þetta gildir þegar knapar ríða upp á sömu hönd og sá er hraðar ríður kemur aftan að þeim er hægar ríður. Sá sem hægar ríður færir sig þá á innri sporaslóð.

Algengur misskilningur er semsagt sá að hægri umferð sé algild í reiðhöllinni eins og í umferðinni. Þannig er það ekki s.b.r. önnur og fjórða grein:

2. grein Fetgangur skal riðinn á innri sporaslóð þegar aðrir knapar ríða á hraðari gangtegund á ytri sporslóð. Þeir sem ríða hægari gangtegund skulu ávallt víkja fyrir þeim er hraðar fara.

4. grein Hægri umferð gildir þegar knapar mætast úr gagnstæðri átt ef riðinn er sami hraði. Undantekning frá því er ef annar knapi ríður hraðar skal honum eftirlátin ytri sporaslóð.

Þarna er þessi grunntónn reglnanna undirstrikaður með mjög afgerandi hætti og ætti ekki að misskiljast.

Annað sem undirstrikar forgangsrétt ytri sporslóðar enn frekar er sjötta grein reglnanna en þar segir:

6. grein Ekki má stöðva hestinn á ystu sporaslóð. Ef stöðva þarf er best að gera slíkt inni á miðjum velli nema um annað sé samkomulag þeirra í milli er stunda æfingar á vellinum hverju sinni.

Þegar knapi kemur með hest inn á reiðvöll hallarinnar er gott að hafa í huga „að vera ekki að flækjast fyrir öðrum sem þar ríða“. Því er gott að byrja á feti á innri sporslóð eða inni á miðjum velli. Er þá gott að hita upp á feti með því að ríða bauga, hringi, slöngulínur og svo beinar línur á innri sporaslóð og færa sig svo yfir á þá ytri með auknum hraða.

Að endingu má svo nefna fyrstu grein þar sem segir að fara skuli á bak og af baki inn á miðjum velli en ekki á reiðleiðum í útjaðri vallar, með öðrum orðum ekki á ytri sporaslóð.

Þessar umferðarreglur í reiðhöllinni komu á sínum tíma frá Háskólanum á Hólum og byggja á umferðarreglum sem gilda í reiðhöllum víða um heim.  Þeim ber að fylgja við æfingar og þjálfun í reiðhöll Harðar.

 

 

LH-félagi ársins

Stjórn LH hefur ákveðið að verðlauna LH-félaga ársins.

LH – félagi ársins eru hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar. 

Óskað er eftir að hvert og eitt hestamannafélag tilnefni félaga ársins innan sinna raða og sendi tilnefninguna til LH ásamt rökstuðningi fyrir valinu. Einnig eru félögin hvött til að verðlauna þann einstakling sem verður fyrir valinu hjá þeim sem félaga ársins.

Stjórn Harðar óskar eftir ábendingum frá félagsmönnum.  Skilafrestur er til 25.febrúar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skipuð hefur verið nefnd innan LH sem velur fimm félaga úr innsendum tilnefningum, sem kosið verður um í netkosningu á vef LH um miðjan mars/byrjun apríl.

Í nefndinni sitja:

Berglind Karlsdóttir, framkvæmdastjóri LH

Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir, formaður æskulýðsnefndar

Einar Gíslason, formaður keppnisnefndar

Gréta V. Guðmundsdóttir, stjórnarmaður í LH

Lilja Björk Reynisdóttir, varamaður í stjórn LH

              

              

Þegar úrslit liggja fyrir verða LH-félaga ársins veitt vegleg verðlaun og allir fimm útnefndir fá viðurkenningu.

Reglur varðandi reiðhöllinni

Við minnum enn og aftur á reglur varðandi reiðhöllinni.
Við biðjum alla að kynna sér vel umferðarreglurnar í reiðhöllinni sem eru undirstaða þess að forðast slys og árekstra í samskiptum þeirra sem þjálfa þar. Reglur reiðhallarinnar eru aðgengilegar á skilti við innganginn í reiðsalinn og á heimasíðunni. Þar sést glöggt hvað má og hvað ekki og hvernig umferðin gengur fyrir sig.
 
Aðalatriðið er samt alltaf að við tölum saman kurteislega, sýnum umburðarlynda tillitssemi og verum góð hvert við annað ❤
 

Helgarnámskeið hjá Hinna - Grunnreiðmennska og þjálfun

Grunnreiðmennska og þjálfun
Hinrik Sigurðsson- Íslensk reiðlist

Spennandi helgarnámskeið í Herði í janúar hjá fræðslunefndinni (samt opið frá 15ára (fædd 2007))

Á þessu helgarnámskeiði ætlum við að leggja áherslu á liðkandi og styrkjandi vinnu í þjálfun hestsins, ábendingakerfið og samspil ábendinga og ræðum skipulag þjálfunar út frá þjálfunarstigum reiðmennskunnar.
Þjálfunarstigin eru kerfi um þjálfun hestsins þar sem eitt leiðir af öðru frá grunnþjálfun og upp skalann upp í safnandi vinnu. Það er öllum knöpum mikilvægt að hafa þjálfunarstigin til hliðsjónar við þjálfun hesta sinna, og geta staðsett sig í kerfinu á hverjum tíma.
Við ræðum líka um misstyrk, og praktískar æfingar til þess að vinna með að jafna hann, hvað ber að varast og ýmislegt spennandi.
Námskeiðið byggist á verklegum reiðtímum og bóklegri kennslu.

Dagsetningar: 18.-20. febrúar 2022

Miðað er við 10-12 nemendur á námskeiðinu (minnst 8 manns)
Verð 35.000 kr.
Skráning:

https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

 

272328655_3093537067632150_4039172257210847649_n.jpg

 

 

 
 
 
 
 
 

Reiðhöllinn á miðvikudögum

Reiðhöllin er öll lokuð vegna kennslu á miðvikudögum í febrúar kl 15.00-15.30. Um er að ræða dagana 9 feb, 16 feb og 23 feb.
 
Vonandi geta allir sýnt þessu skilning og hagað sinni þjálfun í reiðhöllinni þannig að þetta trufli ekki.
 
 

Laus pláss á sirkusnámskeið

Sirkus Helgarnámskeið 29-30 janúar 2022
Helgina 29. og 30. janúar 2022
Staðsetning Reiðhöllinn í Herði
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir.
5 tímar 1 bóklegur og 4 verklegir.
Laugardagur: 7 games eftir Pat Parelli. Sunnudagur: Smellu þjálfun, brellu þjálfun og umhverfis þjálfun.
Unnið er eingöngu með hestinn í hendi. Útbúnaður sem þarf er snúrumúll og langur mjúkur kaðaltaumur. Smella sem fæst í helstu gæludýrabúðum og Líflandi. Aldurstakmark 12 ára.
Skemmtilegt námskeið til að nálgast hestamennskuna á annan hátt.
Ragnheiður leggur mikið upp úr fjölbreitni í þjálfun og að gleyma ekki afhverju við erum öll í hestamennsku, JÚ AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER SVO GAMAN.
Lágmarksfjöldi á námskeiðinu er 8 manns – max 12 manns.
Verð 12000 isk.
Skráning:
Skráning opnar 01.01.2022 kl 12:00 hér:
ragnheiður.jpg