Hreinsunardagur Harðar sumardaginn fyrsta, 21. apríl!

Nú er komið að hinum árlega hreinsunardegi okkar, hittumst og fegrum í kringum okkur fyrir vorið, sem er nú að bresta á 🙂

 

Dagskráin er hefðbundin:

 

 - 09:30: Hittumst við reiðhöllina og Rúnar útdeilir svæðum og ruslapokum

 - 09:35-12:00 Plokkum eins og vindurinn

 - 12:00: Hamborgar og pylsur í anddyri reiðhallar.

 

Hvetjum alla til að koma og taka þátt. Þetta er skemmtileg samvera 😊

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Stjórnin.