- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, október 14 2025 19:29
-
Skrifað af Sonja
Sunnudaginn næstkomandi 19. Október verður fyrsta Pop-Up námskeið haustsins!
Pop-Up námskeið eru eins dags námskeið það sem þema námskeiðsins er breytilegt eftir tímum!
Skráð er í hvern tíma fyrir sig og hver tími er auglýstur hverju sinni.
Að þessu sinni er það vinna við hendi en nemendum er velkomið að mæta með eigin hest en einnig er í boði að fá lánaðan hest í gegnum Hestasnilld en þá þarf að hafa samband við Sonju Noack á facebook
Að þessu sinni er námskeiðið í boði fyrir krakka í yngri flokkum, 21 og yngri. Skipt verður í hópa eftir fjölda!
Frábært tækifæri til að koma sér af stað aftur eftir sumarið!
Skráningu lýkur laugardaginn 18.október klukkan 20:00
Verð fyrir tímann er 1500kr og skráning fer fram inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir

- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, október 09 2025 08:18
-
Skrifað af Sonja
Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar miðvikudaginn 29. október nk. kl 20 í Harðarbóli.
Á dagskrá eru venjulega aðalfundarstörf samkvæmt 5. gr. laga félagsins.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, september 16 2025 10:49
-
Skrifað af Sonja
Pilates fyrir knapa – Tveggja helga námskeið
Viltu bæta ásetuna þína og dýpka tengslin við hestinn þinn? Þetta einstaka námskeið sameinar fyrirlestra, sýnikennslu á hesti, Pilates-æfingar á dýnu og í stúdíói til að hjálpa þér að skilja líkama þinn og nota hann markvissar í hnakknum.
Þú munt læra að:
- Viðhalda öruggri og jafnvægisríkri líkamsstöðu á hestbaki
- Nota fíngerðar, næstum ósýnilegar ábendingar
- Fylgja hreyfingum hestsins á feti, stígandi ásetu og tölti
- Bæta taumsamband, hraðabreytingar og vinnu á hring
Hver þátttakandi fær lista með heimaæfingum.
Smærri hópar (8–10 á dýnu, 4–6 í stúdíói) tryggja persónulega leiðsögn og athygli.
Kennari – Heiðrún Halldórsdóttir
Heiðrún hefur verið knapi frá því hún man eftir sér og hóf að kenna Pilates árið 2008. Hún er einn af eigendum Eldrún Pilates Studio sem fagnar 10 ára afmæli í febrúar. Heiðrún starfaði við tamningar í um tíu ár og stundar hestamennsku enn í dag. Hún útskrifaðist sem Pilates for Dressage kennari árið 2012 og vinnur í nánu samstarfi við meistarakennara í Pilates til að útskrifa kennara í Romana's Pilates.
Með þessari einstöku reynslu úr bæði Pilates og hestamennsku leiðir hún nemendur áfram með áherslu á líkamsvitund, jafnvægi og hreyfingu í samspili við hestinn.
Kennt helgarnar 4. – 5. Október & 8.- 9. Nóvember
Í félagsheimilinu og reiðhöllinni hjá Herði mosfellsbæ ásamt Eldrún pilates studio í skipholti 50b
Byggðu upp betri samskipti, ásetu og ánægjulegra samband við hestinn þinn!
Athugið! Aðeins 20 laus pláss á þetta námskeið svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!
Aldurstakmarkið er 16 ára á árinu (fæd 2009)
Verð: 47.000kr
Skráning er hafin inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur
