- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 26 2023 10:05
-
Skrifað af Sonja
Næsta laugardag 29. apríl er FÁKSREIÐIN samkvæmt dagskrá. Lagt af stað frá Naflanum kl. 13:00
Fáksmenn taka á móti okkur við Guðmundarstofu með kjötsúpu og gleði eins og þeim einum er lagið.
Þessi reið er frábær hefð og við fjölmennum auðvitað í hana, veðurspáin fyrir laugardaginn er feikna góð! Fáksfélagar munu ríða til móts við okkur að venju.
Hlökkum til!
Stjórnin.

- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 18 2023 10:51
-
Skrifað af Sonja
Nú er komið að hinni árlegu firmakeppni Harðar sem fer fram á fimmtudaginn 20.apríl, sumardaginn fyrsta og verður haldin í framhaldinu af árlega hreinsunardeginum okkar.
Eftirfarandi flokkar verða í boði:
- Pollaflokkur
- Barnaflokkur
- Unglingaflokkur
- Ungmennaflokkur
- 3.flokkur
- 2.flokkur
- 1.flokkur
- Heldri menn og konur (60+)
Polla og barnaflokkarnir verða riðnir á hringvellinum en aðrir flokkar á skeiðbrautinni. Formið er með hefðbundnum hætti, hægt tölt að höll og yfirferðargangur til baka frá reiðhöllinni.
Alls verða riðnar 4 ferðir (tvær að höll og tvær frá).
Skráning fer fram í reiðhöllinni á milli 12-13, og mótið hefst svo klukkan 14:00.
Þátttaka er frí, þökk sé okkar góðu styrktaraðilum.
Hlökkum til að sjá ykkur öll á fimmtudaginn.

- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, apríl 17 2023 10:44
-
Skrifað af Sonja
Þá er komið að því að hreinsa hverfið okkar, reiðgöturnar og nær umhverfið eins og við gerum hvert vor.
Við byrjum við reiðhöllina kl 9.30 næstkomandi fimmtudag, sumardaginn fyrsta.
Allir fá úthlutað svæði til að hreinsa, og plastpokum til að setja ruslið í. Það er nóg pláss fyrir alla og fólk hvatt til að taka þátt, ungir sem aldnir. Gott er að hafa með malarhrífur séu slíkar tiltækar og þeir sem eiga léttar kerrur mega gjarnan hafa þær með. Gámur verður staðsettur við reiðhöllina og í hann losum við ruslið.
Um klukkan 12 verður boðið upp á grillaða hamborðara og pylsur við reiðhöllina.
Eftir hádegi sama dag verður Firmakeppni Harðar, nánar auglýst síðar.
Eins og félagsmenn vita, þá er hreinsunin bæði gagnleg og skemmtileg og mikilvægt að við stöndum öll saman í að gera snyrtilegt í kringum hesthúsin og okkar íþróttasvæði. Því fleiri sem leggja hönd á plóg því betra 😊
Mætið endilega tímanlega, eigum skemmtilegan dag saman!
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, mars 29 2023 09:52
-
Skrifað af Sonja
Kæru félagar
Ég verð í frí frá því 02.4. og kem aftur 13.april, skriftstofa Harðar verður lokuð á þessari tíma.
Skriftstofa er opið á föstudaginn 14.4.
Ef einhver vill fá reiðhallarlykill eða bóka höllina í þessari tíma (páskar), eða er með annað mál, þá bið ég ykkur um að hafa samband við mig núna sem fyrst eða fram að helgina
Ef það kemur eitthvað áríðandi upp má heyra í Margréti formaðurinn í síma 8247059 einnig mætti senda email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Takk og kæra kveðjur
Sonja Noack
Starfsmaður og Yfirreiðkennari Harðar