- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, ágúst 22 2023 16:26
-
Skrifað af Sonja
Heimsmeistarmót íslenska hestsins fór fram í Hollandi 8-13/8.
Mótið hófst á kynbótabrautinni og tryggði Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Íslandi Heimsmeistaratitil með glæsilegri sýningu i flokki fimm vetra hryssna á merinni Ársól frá Sauðanesi.
Benedikt Ólafsson keppti í gæðingaskeiði á Leiru-Björk frá Naustum lll og hlaut þar gullverðlaun og Heimsmeistaratitil. Þau Bensi og Leira skelltu sér óæfð í fimmgang og slaktaumatölt sem gulltyggði þeim annan Heimsmeistaratitil í samanlögðum árangri í fimmgangsgreinum. Benedikt vann hug og hjörtu allra á mótinu, hann rúllaði upp viðtölum á öllum helstu fréttamiðlum mótsins og vakti eftirtekt að drengurinn söng hástöfum þegar Íslenski þjóðsöngurinn var spilaður.
Harðarfélagar fjölmenntu á mótið og voru allir að springa úr stolti yfir árangri Bensa, Aðalheiðar og Íslenska liðsins sem hefur aldrei verið betri en í ár.
Hestamannafélagið Hörður óskar þessum flottu knöpum til hamingju með þennan glæsilega árangur á Heimsmeistaramótinu.
Áfram Hörður




- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, ágúst 21 2023 13:37
-
Skrifað af Sonja
Frá og með morgundeginum 22. ágúst og næstu tvær vikur, verður okkar allra besti Rúnar framkvæmdastjóri í leyfi.
Sonja Noack mun taka símavaktina (8659651) og sinna erindum sem berast. Vaktaplanið okkar til að handsama lausa hesta er í fullu gildi og aðgengilegt á facebook, endilega hringið beint í vakthafandi fólk ef þess er nokkur kostur. Annars er það Sonja, Magga Dögg formaður og aðrir í stjórn eftir föngum sem standa vaktina. Allar upplýsingar á heimasíðu félagsins.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, ágúst 16 2023 18:44
-
Skrifað af Sonja
1 bóklegur tími (1-2klst) 8 verklegir tímar og hugmyndir um heimavinnu milli vikna.
Dagsetningar—tímasetningar koma seinna—(en verða á virkum dögum eftir venjulegan vinnudag).
7-8 september
12-13 September
19-20 September
26-27 September
Hvar: Hestamannafélagið Hörður
Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur opnar í kvöld kl 21
Verð 58.000
Minnst 8 -max 12 manns
Inga er 55 ára reiðkennari frá Hólum, búin að vera í hestum frá blautubarnsbeini.
Frumtamningar þykir henni skemmtilegastar við hestamennskuna og þar kemur inn reynslan og sú kunnátta sem hún hefur lært á Hólum og hefur tileinkað sér.
Þau 6 ár sem hún starfaði á Feti voru 40-50 tryppi tamin á hverju hausti og tók hún fullan þátt í því.

- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, ágúst 10 2023 23:10
-
Skrifað af Sonja
Á laugardaginn kemur fer fram Drulluhlaup Krónunnar, líkt og í fyrra. Það fer að einhverju leiti fram á reiðvegum umhverfis félagssvæðið okkar og verður leiðirnar út að Tungubökkum, meðfram Köldukvísl og meðfram Varmá upp að íþróttasvæði lokaðar á meðan á hlaupinu stendur, frá 10-16. Hægt verður að komast með bíla hina leiðina (frá Tunguvegi við fótboltavöllinn) þurfi fólk áð sinna hrossum í beitarhólfum á þessum tíma.
Við sýnum tillitssemi og styðjum nágranna okkar í Aftureldingu í þessum skemmtilega árlega viðburði.