Ársskýrsla Æskulýðsnefndar Harðar 2024-2025
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, október 29 2025 19:46
- Skrifað af Sonja


















Í mótanefnd sátu eftirfarandi aðilar veturinn 2024-2025
Sigurður H. Örnólfsson (formaður)
Ragnheiður Þorvaldsdóttir (tengiliður stjórnar)
Kristján Arason
Benedikt Ólafsson
Lára Ösp Oliversdóttir
Tara Lovísa Karlsdóttir
3 vetrarmót
Að vanda voru vetrarmótin vel sótt og alltaf gaman að sjá hversu margir taka þátt.
Blíðubakkamótið var fyrsta mót vetrarins og kepptu alls 51 knapar á því móti 25.janúar.
Annað mótið var Grímutölt mót Fiskbúðar Mosfellsbæjar og tók 60 knapar í hinum ýmsu
búningum þátt. Síðasta mótið var svo haldið 15 mars í boði Ljárdals en þar tóku als 53
knapar þátt.
Opinn tölumót
Boðið var upp á annað árið í röð þrjú tölumót samhliða vetrarmótum, en þar geta knapar
komið og riðið íþróttargreinar og fengið tölur og umsögn frá þremur dómurum. Á hverju
móti er boðið upp á T1, T2, V1, F1. Þessi mót eru gerð til að veita keppendum möguleika
að koma og fá einkunnir án þess að taka þátt í eiginlegri keppni og þannig fá úttekt á sér
og hestinum sínum.
Skemmtimót Harðar
Þann 11.apríl var skemmtimót Harðar haldið keppt var í Hraðasta fetið Hægasta
brokkið, Tilþrifa mesta lullið, Galdra tölt, Tímataka í gegnum höllina á öllum gangi. Aukin
heldur voru veitingar í föstu og fljótandi formi og má segja að þessi mót hafa slegið í gegn
allavega hvað áhorfenda fjölda varðar.
Mosfellsbæjameistaramót Harðar
Var haldið 29. Maí -1 júní og voru alls 183 skráningar á mótið. Keppnishald gekk vel í alla
staði og góðir og öflugir keppendur í öllum flokkum. En þess má geta að í boði voru 30
keppnisgreinar og flokkar á þessu móti svo umfangið er töluvert mikið.
Gæðingamót Harðar
Var haldið 16-17 maí í ár var ekki Landsmót svo gæðingamótið var með smærra sniði og
voru 76 skráningar á mótið.
Undirbúningur fyrir næsta keppnisár er á fullu og megum við búast við frábæru Landsmótsári
Skýrsla fyrir aðalfund Harðar 29.10.25
Guðný Guðlaugsdóttir ritar
Í kvennanefnd Harðar veturinn 2024-2025 sátu:
Alda Andrésdóttir
Guðný Guðlaugsdóttir
Guðrún Hildur Pétursdóttir
Harpa Groiss
Kristjana Þórarinsdóttir
Margrét Ólafía Ásgeirsdóttir
Sædís Jónasdóttir
Olga Rannveig Bragadóttir
Helstu verkefni og áherslur:
Að skapa félagslegan vettvang fyrir Harðarkonur til að hittast og fara í reiðtúra saman.
Dagskrá veturinn 2024-2025:
Miðvikudagur 19. mars: Kvennanefnd kynnir starf sitt á fundi í Harðarbóli. Kynning á Harmony hnökkum og reiðtygjum.
Miðvikud. 2. apríl: Stuttur byrjunar reiðtúr í hverfinu.
Miðvikud. 16. apríl: Riðum í Varmadal. Kíktum á nýju skemmuna og pöntuðum pizzur.
Miðvikud. 30. apríl: Riðum i Laxnes. Grilluðum hamborgara.
Föstud. 16. maí: Riðum til Olgu í Fitjakoti og fengum grillaðar pylsur, fengum kynningu á bestu hófolíu i heimi. Fórum svo í hesthúsarölt i hverfinu.
Laugard. 31. maí: Kvennareið. Þingvellir - borðað að Skógarhólum.
Mat:
Kvennanefnd byrjaði af krafti með því að kynna starf vetrarins á fundi í Harðarbóli ásamt því að vera með kynningu á hnökkum og reiðtygjum. Fundurinn var vel sóttur og reiðtúrar kvennanefndar hafa átt vaxandi fylgi að fagna og virðast vera að festa sig í sessi. Milli 10 - 30 konur tóku þátt í reiðtúrunum og ennþá fleiri mættu á félagslega viðburði sem sumir voru nýir eins og hesthúsaröltið. Kvennanefnd var sammála um að hesthúsaröltið hefði tekist mjög vel og skapað meiri nánd milli kvenna í félaginu. Kvennareiðin í maí var að þessu sinni um Þingvelli og þrátt fyrir að vera á degi þar sem annar viðburður var í gangi í félaginu þá var hún mjög vel sótt.
Kvennanefnd nýttir fésbókarsíðuna Harðar-konur aðallega til að auglýsa starfs sitt ásamt því að halda.


Skýrsla fyrir aðalfund Harðar 29.10.25
Guðný Guðlaugsdóttir ritar
Í ferðanefnd Harðar veturinn 2024-2025 sátu:
Guðný Guðlaugsdóttir
Ib Göttler
Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir
Helstu verkefni og áherslur:
Lögð var áhersla á að skipuleggja nokkra sameiginlega reiðtúra fyrir hinn almenna Harðarfélaga. Lagt var upp með að reiðtúrarnir væru misjafnir að þyngdarstigi og markmiðið var að skipuleggja eina sameiginlega sumarferð.
Dagskrá veturinn 2024-2025:
26. apríl: Fáksreið (Harðarfélagar riðu í Fák).
3. maí: Harðarfélagar riðu á móti Fáksfélögum (Hlégarðsreið)
24. maí: Náttúrureið - riðið inn í Helgadal.
26. - 29. júní: Kjósarreið.
Mat:
Fáksreiðin á sér langa hefð og er ljúft og skylt fyrir ferðanefnd að skipuleggja. Það var fámennur en góðmennur hópur sem reið í Fák að þessu sinni og óskandi væri að félagið gerði hér gangskör að því að hvetja fleiri til þátttöku.
Harðarfélagar tóku á móti félögum sínum úr Fáki viku seinna og mikill fjöldi úr Fák sem og öðrum félögum mættu í Harðarból og borðuðu þar súpu saman. Þessar móttökur voru félaginu til mikils sóma.
Það var einnig fámennur en góðmennur hópur sem tók þátt í náttúrureiðinni sem að þessu sinni var inn í Helgadal. Þar var kveikt bál og borðað nesti. Nokkuð margir og ólíkir viðburðir eru á vegum félagsins í maí og hér var náttúrureiðin í innbyrðis samkeppni við þá.
Ferðanefnd lauk starfi sínu með því að skipuleggja Kjósarreið, sem voru alls fjórir reiðtúrar á fjórum dögum, mislangir og erfiðir ásamt því að skipuleggja og sjá um tvær sameiginlegar máltíðir og beitarhólf fyrir hesta. Þessi ferð tókst mjög vel og yfir þrjátíu manns riðu saman alla daga með hátt í 50 hross. Í fyrsta legg var riðið úr hverfinu og að Skrauthólum á Kjalarnesi, annar leggur var frá Skrauthólum að Miðdal, þriðji leggur frá Miðdal að Hrosshóli í Kjós og í fjórða og síðasta legg var riðið frá Hrosshóli í heimahagana um Svínaskarð. Höfðinglega var tekið á móti Harðarfélögum á öllum stöðum sem þökkuðu fyrir sig með gjöfum, húfum og derhúfum merktu félaginu, sögu Harðar og ginflösku. Almenn ánægja var með þessa ferð og hlaut ferðanefnd talsvert lof og hrós fyrir.


