- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 02 2025 11:07
-
Skrifað af Sonja
FULLBÓKAÐ
Keppnisnámskeið yngri flokka er einstaklingsmiðað námskeið fyrir knapa sem stefna á keppni í barna-, unglinga- og ungmennaflokki.
Námskeiðið verður kennt einu sinni í viku á mánudögum frá 15:30-21:30 í formi einka- og paratíma en tímarnir fara bæði fram í Blíðubakka höllinni og Stóru höllinni. Eins verða haldnir nokkrir bóklegir tímar yfir tímabilið þar sem markmiðið er að fara yfir reglur í keppni, keppnisform og aðrar áherslur sem koma að góðum notum í keppni og þjálfun. Ath. Aðeins tólf pláss laus á þetta námskeið og skráning opnar klukkan 18:00 fimmtudaginn 2.janúar!
Kennarar: Ragnhildur Haraldsdóttir og Þórdís Inga Pálsdóttir
Ragnhildur er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur verið áberandi á keppnisbrautinni undan farin ár. Ásamt því að vera í íslenska Landsliðinu var hún einnig valin íþróttaknapi ársins 2020.
Þórdís Inga er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur gert góða hluti á keppnisbrautinni undan farin ár. Þórdís var hluti af U21 landsliðshóp Íslands á sínum tíma og sigraði unglingaflokk á Landsmóti árið 2014 svo eitthvað sé nefnt.
Erum mjög spennt að fá þessa flottu knapa inn í kennarateymið okkar!
Námskeiðið hefst mánudaginn 13.janúar og er 14 skipti.
Verð: 45.000kr
Skráning inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur (opnar 02.01 klukkan 18:00)


- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 30 2024 14:12
-
Skrifað af Sonja
Heitt súkkulaði í boði og allir velkomnir þó þeir séu ekki ríðandi.
Spáð er frosti og vindi, þó heldur minna frost en áður var spáð.
Förum öll varlega 
Að venju verður farið ríðandi í Varmadal til Nonna og Haddýjar á gamlársdag, skemmtileg hefð sem við höldum í heiðri. Lagt verður af stað úr naflanum klukkan 12, léttar veitingar á staðnum, allir velkomnir.
Að venju verður farið ríðandi í Varmadal til Nonna og Haddýjar á gamlársdag, skemmtileg hefð sem við höldum í heiðri. Lagt verður af stað úr naflanum klukkan 12, léttar veitingar á staðnum, allir velkomnir.

- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, desember 28 2024 19:31
-
Skrifað af Sonja
Karlatölt / Kvennatölt
Fyrir alla þá sem vilja bæta sig og hestinn sinn, fá nýjar hugmyndir já eða dusta rykið af gömlum. Lagt verður upp með að vinna með tölt sem megin gangtegund en það geta verið margir mismunandi hlutir sem geta hjálpað og bætt það.
Kennari verður Ingunn Birna Ingólfsdóttir en hún er útskrifaður þjálfari og reiðkennari frá Hólum og að auki með áralanga reynslu af tamningum og þjálfun.
Námskeiðið er sex skipti, kennt á fimmtudögum og er hver tími 45 mínútur en það eru þrír saman í hóp. Kennsla fer fram í Stóru höllinni og hefst 30.janúar. Takmarkaðir fjöldi plássa í boði svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!
Verð: 22.000
Skráning inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur
Dagsetningar
Janúar: 30.
Febrúar: 6. / 13. / 20. / 27.
Mars: 6.
Karlatölt: 19:00-19:45
Kvennatölt: 19:45-20:30

- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, desember 27 2024 20:03
-
Skrifað af Sonja
Einstaklingsmiðað námskeið þar sem markmiðið er að nemendur bæti jafnvægi og ásetu. Farið verður í ýmsar ásetuæfingar sem stuðla að því að bæta jafnvægi og ásetu knapa sem leiðir af sér aukið samspil knapa og hests. Kennari hringteymir nemanda og fer í alls kyns ásetuæfingar sem hjálpa nemandanum að öðlast meiri styrk og jafnvægi á hestbaki. Kennslan er 20 mínútur í senn en mælst er til að knapar séu búnir að hita hestana upp fyrir tímann.
Námskeiðið er sex skipti og kennt aðra hvora viku á fimmtudögum. Kennsla fer fram í Blíðubakkahöllinni og hefst 23.janúar.
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Verð: 27.000
Skráning inn á
https://www.abler.io/shop/hfhordur