- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, júlí 04 2024 09:47
-
Skrifað af Sonja
ATH ATH
Mjög stuttur fyrirvari! Þetta er í dag!
Þann 04.07.2024 frá kl. 13:00 til kl. 16:00
verður unnið við yfirlagnir á Harðarbraut frá Varmárbakka niður fyrir
Blíðubakka (báðar akreinar). Hjáleið er gegnum hesthúsahverfið.
Athugið að þessi áætlun er veðurháð og getur því tekið breytingum.
Beðist er velvirðingar á þeim truflunum sem þessar framkvæmdir geta
valdið. Vegfarendur eru beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum
tillitssemi.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, júlí 03 2024 17:32
-
Skrifað af Sonja
Kæru félagsmenn, dagana 17-21.júlí höldum við Íslandsmót barna og unglinga á félagsvæðinu hjá okkur. Búast má við töluverðri kerru umferð á meðan mótinu stendur.
Okkur langar að biðla til þeirra félagsmann sem eiga kerrur á kerrustæðum félagsins að færa þær af svæðinu á meðan mótinu stendur, til auðvelda keppendum aðgengi.
Kveðja
Framkvæmdarnefnd Íslandsmót
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, júlí 03 2024 17:28
-
Skrifað af Sonja
Aðgengi að hesthúsplásum fyrir keppendur á Íslandmóti barna og unglinga dagana 17-21. júlí.
Eins og allir félagsmenn Harðar vita þá styttist í Íslandsmót barna og unglinga sem fer fram á félagsvæði okkar dagana 17.-21. júlí.
Við ætlum að taka vel á móti keppendum og leggja okkur fram við að útvega þeim pláss fyrir sín keppnishross.
Okkur langar að biðla til þeirra sem sjá sér fært að leigja aðstöðu í hesthúsunum sínum að skrá sig á google sheetið hérna í viðhenginu eða hafa beint samband við Jón Geir í síma 825-8439.
Þegar umsóknir berast frá keppendum um hesthúspláss veður þeim komið í samband við hesthúshúsaeigendur og hafa þeir þá bein samskipti sín á milli vaðrandi leigugjald og afhendingu.
Viðmiðunarverð er 1.500 krónur fyrir sólarhringinn, án heys og spæni.
https://docs.google.com/spreadsheets/d/14xeNb4WmDhFO_uKExxGfsLMFVGKUr9NhFWbFfJNv4ZQ/edit?usp=sharing
Kveðja
Framkvæmdarnefnd
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júlí 02 2024 23:20
-
Skrifað af Sonja
Annar dagur Landsmóts var ekki síður áhugaverður en sá fyrsti.
Sérstök forkeppni í unglingaflokki var fyrri part dags og svo tók við sérstök forkeppni í A flokki.
Okkar fulltrúar stóðu sig að vanda með prýði en keppnin er hörð og enginn náði einkunn áfram inn í milliriðil.
Margar glæsilegar sýningar sem við getum öll verið stolt af.
Á morgun miðvikudag heldur veislan áfram og er dagskrá sem hér segir með tilgreindri röð Harðarfélaga í keppni;
Aðalvöllur
09:00 Tölt T2 forkeppni
13. Benedikt Ólafsson og Bikar frá Ólafshaga
10:45 Hlé
11:00 Barnaflokkur milliriðill
22. Sigríður Fjóla Aradóttir og Ekkó frá Hvítárholti
13:20 Matarhlé
14:10 B-flokkur ungmenna milliriðill
14. Aníta Eik Kjartansdóttir og Rökkurró frá Reykjavík
15:25 Hlé
15:40 B-flokkur ungmenna milliriðill
24. Guðrún Lilja Rúnarsdóttir og Kolgríma frá Morastöðum
16:55 Hlé 17:15 Fimmgangur F1 forkeppni
19:25 Matarhlé
20:25 Dagskrárlok á aðalvelli