MUNIÐ FYRIRLESTUR Í KVÖLD!

 

"Íslensk reiðhefð, hvert stefnum við?"

audda-anton

Anton Páll Níelsson þjálfari, reiðkennari og fyrrum kennari við háskólann á Hólum verður með fyrirlestur í Harðarbóli fimmtudaginn 26.mars.  Fyrirlesturinn hefst stundvíslega klukkan 20.00.  Aðgangseyrir er 500 krónur, börn og unglingar (að 16 ára) fá frítt.  Kaffi og létt meðlæti í boði.  Að sjálfsögðu eru allir velkomnir, innan félags sem utan. Fræðslunefnd Harðar.

Fyrirlestur fimmtudaginn 26.mars.

"Íslensk reiðhefð, hvert stefnum við?"

audda-anton

Anton Páll Níelsson þjálfari, reiðkennari og fyrrum kennari við háskólann á Hólum verður með fyrirlestur í Harðarbóli fimmtudaginn 26.mars.  Fyrirlesturinn hefst stundvíslega klukkan 20.00.  Aðgangseyrir er 500 krónur, börn og unglingar (að 16 ára) fá frítt.  Kaffi og létt meðlæti í boði.  Að sjálfsögðu eru allir velkomnir, innan félags sem utan. Fræðslunefnd Harðar.

Laust á námskeið

Enn eru laus pláss á námskeið fyrir fullorðna.  Annars vegar á námskeiðið Kjarkur og hins vegar á almennt reiðnámskeið.  Þessi námskeið eru kennd um helgar.  Nánari upplýsingar veitir Margrét, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. s. 824 7059.  Námskeiðin byrja um næstu helgi svo hafa verður hraðar hendur, ekki er um mörg pláss að ræða.

Knapamerki II fyrir fullorðna

Eins og til stóð verður boðið upp á námskeið 2 í knapamerkjakerfinu fyrir fullorðna.  Námskeiðið hefst í næstu viku og er skilyrði fyrir skráningu á það að hafa lokið knapamerki 1 og hafa hest sem hentar til námsins.  Allar upplýsingar um knapamerkjakerfið má finna á heimasíðu Hólaskóla, www.holar.is.

Þeir sem hyggjast nýta þetta námskeið hafi samband við Mariönnu í síma 895 9448 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi föstudaginn 28. mars.

 

Fræðslunefnd Harðar

Minnum á fyrirlestur Einars Öder !

Fimmtudaginn 6. mars næstkomandi mun hinn geðþekki hestamaður Einar Öder halda fyrirlestur um gangtegundir og reiðmennsku.  Fyrirlesturinn verður í Harðarbóli, er öllum opinn og hefst kl.20.00.  Aðgangur er ókeypis og léttar veitingar í boði. 

Fræðslunefnd.

Sundlaugarferð

Harðarfélögum hefur verið boðið að kynna sér nýju hestasundlaugina í Víðidal. Farið verður með rútu frá félagsheimilinu föstudaginn 16.mars kl. 19.30 Fargjaldið kostar 300 krónur á mann. Skráning hjá Hönnu fram á fimmtudagsmorgun kl. 10.00 í síma 6992883 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
PS. Játi mætir með Klaka í sundlaugina.

Gangtegundir og reiðmennska.

Fimmtudaginn 6. mars næstkomandi mun hinn geðþekki hestamaður Einar Öder halda fyrirlestur um gangtegundir og reiðmennsku.  Fyrirlesturinn verður í Harðarbóli, er öllum opinn og hefst kl.20.00.  Aðgangur er ókeypis og léttar veitingar í boði. 

Fræðslunefnd.

Knapamerki fyrir fullorðna.

Reynir Örn Pálmason reiðkennari heldur námskeið í hinu vinsæla knapamerkjakerfi, ætlað fullorðnum. Hestar sem henta á Knapamerkjanámskeið þurfa að vera með hreinar og öruggar gangtegundir, (skeið ekki nauðsynlegt). Þeir eiga að vera vel tamdir, þekkja og svara helstu ábendingum og vera spennulausir. Nánari upplýsingar um knapamerkin er að finna á http://www.holar.is/knapamerki/ .
Kennt verður á fimmtudögum og hefst námskeiðið 1. mars. Verð er 15.000. Miðað er við lágmark 4 nemendur.
Skráning og upplýsingar hjá Margréti í síma 824 7059 eða terrier @ internet.is.

Keppnisnámskeið fyrir konur og almennt reiðnámskeið.

Hinn þekkti hestamaður Erling Sigurðsson heldur keppnisnámskeið eingöngu ætlað konum. Námskeiðið er 8 skipti og kostar 15.000 fyrir skuldlausa Harðarfélaga, 20.000 fyrir aðrar. Í lok námskeiðs taka konurnar þátt í hinu árlega kvennatölti Gusts.

Samhliða verður almennt reiðnámskeið fyrir fullorðna. Námskeiðið er 8 skipti og kostar 15.000 fyrir skuldlausa Harðarfélaga, 20.000 fyrir aðra. Kennt verður eftir hádegi á sunnudögum og hefjast námskeiðin 3. febrúar.

Takmarkaður fjöldi kemst að, fyrstir koma fyrstir fá.

Skráning og upplýsingar hjá Helenu Jensdóttur 699 2797 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til og með mánudagsins 28. janúar.

 

Helgarnámskeið

Kennarar:Dr. Susanne Braun; Fagdýralæknir fyrir hesta – sérgrein hnykkingar, B-þjálfari frá Þýskalandi. Petra Mazetti; Tamningamaður frá Hólaskóla og tamningapróf frá Þýskalandi, Centered Riding Reiðkennari, Skynhreyfiþjálfari (sjúkranudd og æfingar fyrir fólk).

Verð er 14.000, 3000 króna staðfestingargjald greiðist við skráningu.
Skráning hjá Margréti í síma 824 7059 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánar...