- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Mánudagur, september 16 2013 10:43
-
Skrifað af Ragnhildur Ösp Sigurðardóttir
Jæja þá er komið að því að senda inn árangur ársins. Það er mikilvægt að þið gerið það annars eruð þið ekki með gullin mín í keppninni um besta og efnilegasta knapa ársins í hverjum flokki :-) Vinsamlegast sendið inn árangur ykkar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 25. sept 2013. Uppskeruhátíðin okkar verður svo í Harðarbóli fimmtudaginn 3. okt og vonumst við til að sjá sem flesta Harðarkrakka með foreldrum sínum :-)
Með bestu kveðju Æskulýðsnefnd Harðar
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Fimmtudagur, júlí 25 2013 20:52
-
Skrifað af Super User
Það gekk aldeilis vel hjá mörgum af okkar krökkurm um helgina...
Magnús Þór var annar í tölti barna, Súsanna Katarína Guðmundsdóttir var 6 í fimmgangi, Harpa Sigríður var Íslandsmeistaratitill í fimi eins og í fyrra, 6. í fjórgangi og 7. í tölti, María Gyða Pétursdóttir var 7. í tölti. Hrönn var fjórða í fimi. Innilega til hamingju krakkar.
Æskulýðsnefndin
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, júlí 10 2013 06:27
-
Skrifað af Super User
Sæl verið þið kæri æskulýður
Þeir krakkar sem ætla að keppa á Íslandsmóti á Akureyri geta sótt um ferðastyrk upp á 15 þús. hjá Æskulýðnsefnd Harðar.
Þær upplýsingar þurfa að koma til okkar eru: hvaða grein/greinum viðkomandi ætlar að keppa í, og svo þarf að senda okkur banka upplýsngar svo við getum lagt inn, ásamt greiðslukvittun af skráningargjaldi.
Sendið upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Með kveðju
Æskulýðsnefnd Harðar
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Laugardagur, júní 01 2013 11:19
-
Skrifað af Super User
Kæri æskulýður Harðar.
Æskulýðsnefnd LH hefur beðið okkur að kynna fyrir ykkur fyrirhugaðan hitting 22. júní í sumar á Skógarhólum. Þeir sem hefðu áhuga á slíkri ferð eru beðnir um að senda línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sem fyrst (sú skráning er ekki bindandi, við erum aðeins að kanna áhuga á meðal ykkar). Hér að neðan er kynningin frá LH:
Æskulýðsmót á Skógarhólum
Æskulýðsnefnd LH fyrirhugar að halda æskulýðsmót á vegum sambandsins laugardaginn 22. júní í sumar. Mótið hefst snemma um morguninn og geta þátttakendur mætt á föstudeginum og gist í tjöldum eða í húsinu á Skógarhólum (ath. að panta pláss).
Dagskráin samanstendur af leikjum og þrautum (hópefli og gaman), fræðslu, reiðtúr, grillveislu um kvöldið og kvöldvöku. Ekki er skilyrði að mæta með hesta, enginn þarf að fara á hestbak en þau nauðsynlegt að koma með hest ef menn ætla í reiðtúrinn um þjóðgarðinn eða taka þátt í þrautabraut.
Athugið að nauðsynlegt er að forráðamenn/fararstjórar fylgi öllum hópum.
Stefnt er að því að hafa kostnað í lágmarki.
Æskulýðsnefnd Harðar
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 01 2013 22:30
-
Skrifað af Ragnhildur Ösp Sigurðardóttir
5. maí verður fjölskyldureiðtúrinn okkar upp að Hraðastöðum. Þar sem við ætlum að eiga saman góðan dag, kíkja á dýrin og gæða okkur á pylsum.
Margrét Sveinbjörnsdóttir mun taka á móti ykkur í Nafla kl. 13:00 og svo er riðið saman upp að Hraðastöðum. Síðan er frjálsferð til baka :-)
Endilega mætum sem flest og höfum það gaman saman. Öllum er frjálst að mæta upp að Hraðastöðum og hitta okkur ef ekki hentar að ríða uppeftir.
Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest
Æskulýðsnefnd
Ps. Ekki þarf að skrá í ferðina, bara að mæta með góða skapið :-)
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Föstudagur, janúar 25 2013 23:41
-
Skrifað af Super User
Sýningin Æskan og hesturinn verður haldin 7. apríl í Reiðhöllinni Víðidal.
Haldnar verða tvær sýningar, kl. 13.00 og kl. 16.00. Að sýningunni standa félögin Hörður, Fákur, Sörli og hestamannafélagið á Kjóavöllum.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 10 2013 18:00
-
Skrifað af Ragnhildur Ösp Sigurðardóttir
Bingó Æskulýðsnefndar verður í Harðarbóli n.k. miðvikudag kl: 18.30. Við munum spila bingó, gæða okkur á pylsum og hafa það gaman saman fram eftir kvöldi. Endilega takið kvöldið frá og mætum öll ungir sem aldnir og tökum á því saman í Bingóspili :-)
Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest ágætu félagar
Æskulýðsnefnd
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Föstudagur, desember 28 2012 22:33
-
Skrifað af Super User
Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ hefur um langt árabil haldið uppi öflugu æskulýðsstarfi og verður veturinn í vetur engin undantekning. Hér að neðan má sjá þau námskeið sem eru í boði í vetur. Þegar líða fer á veturinn verður boðið uppá fleiri námskeið og framhald á öðrum, verður auglýst þegar líða fer á veturinn.
Vekjum athygli á því að hægt er að nota frístundarávísanir frá Mosfellsbæ sem greiðslu á námskeiðin.
Síðasti skráningardagur á námskeiðin er mánudagurinn 7.janúar 2013
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Sunnudagur, janúar 27 2013 10:45
-
Skrifað af Super User
KEILA KEILA KEILA KEILA KEILA
Föstudaginn 1. feb kl: 18 ætlum við í Keilu í Egilshöll. Það væri gamna ef við næðum stórum og skemmtilegum hóp saman. Þeir sem hafa áhuga á að koma með endilega sendi línu á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 29. jan. Hver og einn greiðir fyrir sig í keilunni, en kostnaði er haldið í lámarki :-)
Hlökkum til að sjá sem allra flesta unga sem gamla :-)
Með kveðju
Æskulýðsnefnd Harðar
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Laugardagur, október 27 2012 16:10
-
Skrifað af Super User
Uppskeruhátíð Harðar var haldin á dögunum. Við áttum saman góða kvöldstund með frábærum mat að hætti Ragna Rós Bjarkadóttir og kunnum við henni bestu þakkir fyrir alla hjálpina. Þá voru veittar viðurkenningar í öllum flokkum...
Nánar...