Unglingalandsmót UMFÍ 2008

Um verslunarmannahelgina verður 11. Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Þorlákshöfn.  Þetta er því í 11. sinn sem mótið er haldið en nú eru Unglingalandsmótin haldin á hverju ári.

Íþrótta- og fjölskylduhátíð
Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum. Samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Unglingalandsmótin hafa hvarvetna vakið mikla athygli og þeir fjölmörgu sem þau hafa sótt hafa verið öðrum til mikillar fyrirmyndar með allri framkomu hvort sem er í keppni eða leik. Unglingalandsmótin eru klárlega með stærri íþróttaviðburðum á Íslandi ár hvert og eru nú orðin árlegur viðburður um verslunarmannahelgina.

Nánar...

Heilbrigðisskoðun keppnishesta á landsmóti

Eru hrossin ykkar klár í keppni?

Öll hross sem keppa í A fl., B fl., ungmennaflokki, tölti og skeiði á LM 2008 skulu undirgangast dýralæknsskoðun þar sem metið er hvort hestur sé hæfur til keppni. Skoðunin skal fara fram 2 - 24 tímum fyrir hverja keppnisgrein í undankeppni. Fyrir milliriðla og úrslit fer skoðunin fram einum til tveimur tímum fyrir keppni.

Sjá nánar á vef landsmóts undir fréttir: http://www.landsmot.is/index.php?pid=123&cid=564

Áríðandi tilkynning frá LM: Knapafundur á Gaddstaðaflötum.

Mótstjórn boðar alla knapa sem þátt taka á Landsmóti á knapafund, nk. sunnudag, 29. júní, kl. 17:00.  Áríðandi er að allir knapar mæti, en á fundinum verður farið yfir helstu atriði er varða mótið, reglur og tilhögun.

Sjá nánar á vef landsmóts, undir fréttir http://www.landsmot.is/index.php?pid=123&cid=568 

Keppnisjakkar - Landsmót

Ágætu landsmótsfarar

Keppnisjakkarnir eru komnir í Ástund og verða leigðir þar fyrir landsmót á kr.4.000 fullorðins og 3.500 barna. Einnig verða þeir seldir áfram hjá félalginu. Nánari upplýsingar gefur Katrín s:866-7382

Æskulýðsnefndin

Val í úrvalshóp í hestamennsku á vegum LH

Stjórn Landsambands hestamannafélaga hefur ákveðið að ganga til samninga við Önnu Valdimarsdóttur um að taka að sér umsjón með úrvalshópi unglinga á vegum LH. Henni til aðstoðar verður Eyjólfur Þorsteinsson.

Í framhaldi af þeirri ákvörðun LH að mynda úrvalshóp/hestaakademíu óskar undirbúningsnefnd verkefnisins eftir tilnefningum frá hestamannafélögunum. Þátttakendur í verkefninu verða á aldrinum 16 til 21 árs.  Ganga skal út frá eftirfarandi atriðum við val í hópinn:

Nánar...

Keppnis- landsmótsjakkar - SÍÐASTI SÖLUDAGUR

Nýju keppnisjakkarnir verða til sölu ásamt hálsbindunum í Harðarbóli milli kl. 18.00 og 22.00 miðvikudaginn 18. júní. Þeir eru fallegir í sniðinu, eins og Ástundarjakkarnir, en í græna félagslitnum. Verðið á fullorðinsjökkunum er kr.18.900,-, barnajökkunum kr. 15.300,- og hálsbindin á kr.2.000,-

Einnig verða til sölu landsmótsjakkar á börn og fullorðna.

Jakkarnir verða að líklega ekki seldir á öðrum tímum fram að landsmóti þannig að nú er tíminn til að festa sér jakka.

Nánar...

Fundur með þeim sem komust í gegnum úrtöku fyrir LM

Æskulýðsnefnd Harðar boðar til fundar með þeim sem munu keppa fyrir hestamannafélagið Hörð á Landsmóti hestamanna 2008 í barna-, unglinga- og ungmennaflokki ásamt foreldrum og forráðamönnum.

Á fundinum verður m.a. kynnt æfingarferð til Hellu, farið yfir það sem hafa verður í huga fyrir landsmótið varðandi þjálfun og fleira og upplýsingagjöf varðandi landsmótið sjálft.

Fundurinn verður nk. miðvikudag þann 18. júní kl. 20.00 í félagsheimili Harðar.

Lögð er rík áhersla á að foreldrar og/eða forráðarmenn yngri keppenda mæti á fundinn.

Á sama tíma verða keppnisjakkar og landsmótsjakkar til sölu.

Æskulýðsnefndin

Keppnisjakkarnir komnir

Nýju keppnisjakkarnir eru komnir til landsins og verða til sölu ásamt hálsbindunum í Harðarbóli meðan á gæðingakeppninni stendur . Þeir eru fallegir í sniðinu, eins og Ástundarjakkarnir, en í græna félagslitnum. Verðið á fullorðinsjökkunum er kr.18.900,-, barnajökkunum kr. 15.300,- og hálsbindin á kr.2.000,-

 Nánari fyrirspurnir og upplýsingar á e-maili: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 8667382.

Einnig verða til sölu landsmótsjakkar á börn og fullorðna og kosta þeir kr. 6.100,-

Æskulýðsnefndin.