Reiðnámskeið í Hestheimum fyrir 8-12 ára krakka í ágúst 2008

 

Hestheimar, Ásahreppi (við Hellu) eru í aðeins 50 mínútna keyrslu frá Reykjavík.  Frábær aðstaða fyrir hesta og menn í sveitasælunni.
·       Vikunámsskeið:  11.- 15. ágúst og 18. – 22. ágúst 2008·       Innifalið: hestar, reiðkennsla, gisting, fæði, afþreying, o.fl.·       Verð kr. 50.000,-  fyrir hvern nemanda·       Reiðkennsla, reiðtúrar, sundferðir, ratleikir, blak, fótbolti og kvöldvökur!·       Aðeins 20 nemendur komast að í einu !
 Tekið er við skráningu og  nánari upplýsingar fúslega veittar í : 487-6666 og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Bestu kveður úr sveitinni !Lea  Helga  og  Marteinn  

Nánar...

Foreldrar athugið-Hestheimar

Þar sem frekar dræm þáttaka er í Hestheima ferðina sem meiningin var að fara núna á föstudaginn 4. eru líkur á því að hætt verði við hana. Þvi ætlum við að gefa frest til að skrá sig í ferðina til kl.19 miðvikudag 2.apríl. Eftir það verður tekin ákvörðun um hvort ferðin verður farin.  Nú eru sjö krakkar skráðir í ferðina en lámkarks fjöldi eru 15, þannig foreldar, hott hott og skráið krakkana í þessa fffrábæru ferð, með þessari frábæru æskulýðsnefnd.

 

Frábæra æskulýðsnefndin

Hestheimar fyrir alla

Kæru foreldrar barna í Herði. Nú stendur til að fara til Hestheima fyrir austan fjall með krakka í Herði, þar sem þau fá kennslu og margt annað skemmtilegt gert þó aðallega að vera saman og kynnast. Mæting verður í Hestheimum föstudagskvöldið 4. apríl og dvalið þar við nám og leik og góða samveru fram á sunnudaginn 6. apríl.

Nánar...

Keppnisnámskeið-tilkynning

Tilkynning breyttur námskeiðstími keppnisnámskeiðs í dag og á morgun

Tímarnir á keppnisnámskeiðinu í kvöld og morgun verða sameinaðir, því á morgun, föstudag 14.03.2008, verður æfing úti á velli þ.e. æfing fyrir vetrarmótið á laugardag.

Tímarnir úti á velli byrja kl. 16.00 og er gert ráð fyrir u.þ.b.30 mín fyrir hverja fjóra. Eftirfarandi er niðurröðun á tíma.

Nánar...

Styrkir á vegum íþrótta- og tómstundarnefndar Mosfellsbæjar

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir

Öll ungmenni á aldrinum 14 til 20 ára, með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn.

Sjá einnig á vefsíðu Mosfellsbæjar 

Nánar...

Æfing fyrir Æskan og hesturinn

thumb_145530886_hfypz-mHin árlega stórsýning Æskan og hesturinn verður haldin í Víðidal helgina 29-30. mars nk. Grímureiðin geysivinsæla verður fyrir yngsta hópinn, sameiginlegt atriði með krökkum úr öðrum hestamannafélögum og að sjálfssögðu verður fánareiðin og félagsatriði Harðar á sínum stað.
 
Æfingar fyrir þau sem hafa skráð sig í sameiginlega atriðið og Grímureiðina verða þriðjudaginn 4.mars nk. og tekur Olla í Hestasýn á móti krökkunum.

Nánar...

Árshátíð unglinga aflýst

Þar sem ekki var næg þátttaka í skráningu á árshátíð unglinga þá hefur verið tekin sameiginleg ákvörðun að fella hana niður. Árshátíðin átti að vera haldin í kvöld, föstudag 22. febrúar í félagsheimili Fáks, Víðidal.

Æfingaferð til Hestheima 7-9 mars

Þá er komið að æfingaferð keppnisnámskeiðs til Hestheima, helgina 7-9 mars.

Reiknað er með að allir krakkar séu komnir í Hestheima á föstudagskvöld. Foreldrar þurfa sjálfir að sjá um þann þátt en við munum að sjálfssögðu reyna að bjarga ef einhver er í vandræðum með að komast. Eins er með heimferðina á sunnudeginum.

Nánar...