Uppskeruhátið 2010

Nú er komið að því. Uppskeruhátið barna-unglinga og ungmenna verður haldin þriðjudaginn 7. desember kl.20. Veitt verða verðlaun fyrir framfarir og árangur á árinu. Einnig verður vetrarstarfið kynnt. Vonumst til að sjá sem flesta í jólaskapi því senn líður að jólum.

Æskulýðsnefndin vill á sama tíma óska eftir áhugasömum einstaklingum til að starfa með í nefndinni. Viðkomandi hafi samband við Ingamund.

 

Æskulýðsnefndin

Lokahóf

Á morgun fimmtudaginn 27.maí kl.19:00 verður lokahóf fyrir alla krakka í hestamannafélaginu Herði. Veittar verða viðurkenningar til þeirra sem hafa verið á almennu námskeiðunum í vetur. Við ætlum að fara í bingó og fá okkur léttar veitingar. Allir velkomir.

 

Æskulýðsnefndin

Keppniskrakkar og foreldrar

Á mánudagskvöldið 31.maí verður fundur í félagsheimilinu kl. 19:30 með keppniskrökkunum og forráðamönnum þeirra til að ræða framhaldið á keppnisnámskeiðinu og ástandið á hestunum fyrir úrtöku.

Æskulýðsnefndin

Skemmti- og fræðsluferð unglinga,ungmenna og barna.

Á laugardaginn næstkomandi ætlum við að fara í hina mögnuðu skemmti- og fræðsluferð um suðurland. Drífum okkur út úr bænum með nesti og nýja skó, kíkjum við á nokkrum hestabúum og kynnum okkur þjálfun og undirbúning hesta fyrir keppni. Lagt verður af stað kl.10 um morguninn og áætluð heimkoma er kl.17 og á að enda ferðina í félagsheimilinu þar sem við gerum eitthvað skemmtilegt og borðum saman.

Ferðin kostar ekkert og er ætluð þeim krökkum sem hafa verið á keppnisnámskeiðinu í vetur ásamt því að allir aðrir krakkar í Herði sem hafa áhuga á þjálfun og keppni eru velkomin.

Skráning þáttöku er í s.8971036 Ingimundur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eigi síðar en fimmtudagskvöld.

 

Æskulýðsnefndin

Börn, unglingar og ungmenni í Herði!

thumb_reynirNú gleymum við hestapestum og öðru fári um stund og höldum í skemmti- og fræðsluferð um Suðurland. Næstkomandi laugardag ætlum við að bjóða ykkur að komast burt úr bænum. Ferðinni er heitið á nokkur hestabú, þar sem við munum kynna okkur þjálfun og undirbúning hesta fyrir keppni. Við ætlum svo að enda förina í félagsheimilinu okkar þar sem við borðum saman og gerum eitthvað skemmtilegt.

Nánar...

Framhaldsnámskeið

 

Almennu námskeiðunum er nú lokið og boðið er uppá framhald af öllum námskeiðum en þau eru ; pollar, krakkanámskeið óvanir, vanir og mikið vanir, og almennt reiðnámskeið fyrir 12 ára og eldri. Þau sem ætla að fara á framhald skrái sig hér á síðunni undir námskeið, skráning.

 

Æskulýðsnefndin Sealed

Auglýst eftir umsóknum á Youth cup

thumb_youthcupÆskulýðsnefnd LH minnir áhugasama á að skila inn umsóknum á Youth Cup sem verður haldið 10.- 18. júlí nk. Mótið er haldið í Kalo í Damörku.  Útvegaðir verða hestar ef óskað er. Skilyrði fyrir þátttöku: Reynsla í hestamennsku, enskukunnátta, keppnisreynsla í íþróttakeppni, sjálfstæði, geta unnið í hóp og reglusemi.

Nánar...

Páskaratleikur fyrir alla fjölskylduna

Páskaratleikur verður haldin sunnudaginn 28.mars næstkomandi.

Keppt verður í þremur flokkum, eða börn í fylgd fullorðina, börn yngri en 12 ára, og börn eldri en 12 ára. Keppnin hefst kl.12 og verður lagt af stað frá Reiðhöllini okkar. Eftir keppni  verður boðið uppá vöfflur í Gummabúð. Vegleg verðlaun. Vonumst til að sjá sem flesta.

 

Æskulýðsnefndin

Æskan og Hesturinn 2010

 

Hin glæsilega sýning Æskan og hesturinn verður helgina 13-14 mars næstkomandi og verður þáttaka Harðar með sama sniði og undanfarin ár.

Pollareiðin er fyrir alla krakka til tíu ára aldurs. Þar eru krakkarnir í grímubúningum og sem gefur sýningunni skemmtilegt yfirbragð. Þau ríða hring í höllinni, og ýmist er pollar teymdir eða þau sem ríða sjálf.

 Síðan er það sameiginlegt atriði allra félagana fyrir krakka á aldrinum 10 til 12 ára. Þar ríða þau eftir fyrirfram æfðu prógrammi.

Einnig verðum við með félagsatriði og fánareið. Hvetjum við alla harðarkrakka til að taka þátt því við eigum svo mikið af öflugum og flottum krökkum sem við erum svo stolt af.

Skráning á sýninguna sendist á mailið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og gefa upp nafn, aldur, nafn forráðamans, og GSM. Mikilvægt er að hestarnir þoli klapp, músík og læti, öryggisins vegna. Æfingar byrja fljótlega.

Æskulýðsnefndin.