Gamlársdagsreið!

Kæru Harðarfélagar.

Við höldum í hefðir og á gamlársdag verður að venju farið ríðandi til þeirra sæmdarhjóna Nonna og Haddýjar í Varmadal.  Lagt verður af stað úr Naflanum kl.12.00.  Léttar veitingar verða á staðnum. 

Gætt verður ítrustu sóttvarna og miðað við að samkomutakmarkanir verði ekki hertar.

Kveðja

Stjórnin.

Almennur félagsfundur: Vallarsvæði og hringgerði 

Stjórn Harðar boðar til umræðufundar um vallarsvæði og hringgerði á félagssvæðinu, miðvikudaginn 5 janúar 2022, klukkan 20:00 í Harðarbóli.

Farið verður yfir hugmyndir um breytingar á vallarsvæði og möguleika því tengdu ásamt hugmyndum um breytingar og viðbætur á hringgerðum með yfirbyggingu í huga.

Hvetjum alla félagsmenn til að mæta og taka þátt í umræðum, koma með hugmyndir og hafa áhrif á framtíðar skipulag hverfisins.

Kveðja

Stjórn Harðar

 

 

 

Íþróttakonu og Íþróttakarls Mosfellsbæjar 2021

Nú er komið að tilnefningu Harðar á Íþróttakonu og Íþróttakarls Mosfellsbæjar 2021.
 
Útnefning íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2021 fer fram í byrjun janúar samkvæmt þá gildandi covid-19 reglugerð.
 
Við biðjum félagsmenn að senda inn tillögur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til síðasta lagi 15. desember 2021.
Í þetta skipti munum við ekki veita viðurkenningar til Íslands-, deildar- og bikarmeistara, efnilega ungmenna og landsverkefna.
Nú er komið að tilnefningu Harðar á Íþróttakonu og Íþróttakarls Mosfellsbæjar 2021.
 
Reglur
Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi íþróttafélaga /deilda í bæjarfélaginu eða eru með lögheimili í Mosfellsbæ en stunda íþrótt sína utan sveitarfélagsins. Komi útnefning frá tveimur félögum í sömu íþróttagrein má nefndin leita til sérsambands ÍSÍ um álit.
Tilnefna skal tvo einstaklinga (konu og karl) sem fulltrúa ykkar félags/deildar í kjöri til íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2021.
 
Greinargerð um íþróttakonu/íþróttakarl (hámark 80 orð)
Með tilnefningunni skal fylgja texti þar sem tilgreint er:
• Nafn og aldur á árinu (viðkomandi skal vera 16 ára eða eldri)
• Helstu afrek ársins, með félagsliði eða sem einstaklingur
• Önnur atriði sem skipta máli eins og æfingamagn, ástundun, félagsleg færni og annað sem á erindi í textann um viðkomandi einstakling
• Mynd af viðkomandi íþróttamanni.
• Símanúmer og email hjá viðkomandi.
Ítrekum sérstaklega að hafa góðan texta og góða mynd
 
*Þarf að skila inn til síðasta lagi miðvikudaginn 15.desember 2021 til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. *
 
mos.jpg

Knapamerki 1 og 2 - bóklegt og verklegt

Knapamerki 1 og 2
ATH: Skráning fer fram í gegnum email
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fullt nafn og kennitala - hvaða stig (1 eða 2) - ég svara svo hvernig greiðsln fer fram
Það er takmarkað pláss - fyrstur kemur fyrstur fær.
Knapamerki 3 og 4 verða auglýst síðar.
 
Knapamerki 1 – Námskeið - bóklegt og verklegt
Knapinn öðlast vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Að undirbúa hest rétt fyrir reið
- Geta teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
- Geta farið á og af baki beggja megin
- Kunna rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
- Geta setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
- Geta framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
- Geta skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi áseta)
- Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum
Kennt verður 2 bóklega (1,5h) og 10 verklegir tímar (plús verklega próf og bóklega próf),
Námskeið byrjar á bóklega tíma 10.janúar 2022 Kl 1700-1830, Aldurstakmark er 12 ára.
Dagsetningar:
Bóklegar tímar í Hardabol á mánudögum:
10.1. og 13.1. kl 1700-1830
Bóklegt próf mánudaginn 17. janúar 2022 – í Hardarboli Kl 1800-1900
 
Verklegar tímar á mánudögum kl 17-18
24. / 31. Janúar 2022
7. / 14. / 21. / 28. Febrúar 2022
07. / 14. / 21. / 28. Mars 2022
 
Verklegt Próf: 04april2022 Kl 17-18
Kröfur til hestsins: Hesturinn verður að vera spennulaus og rólegur. Hesturinn þarf að hringteymast og fara um á brokki án vandarmála.
Kennari : Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Verð: Ungmenni 35.000 krónur með prófi og skírteini
Verð: Fullorðnir 45.000 krónur með prófi og skírteini
Knapamerki 2 – bóklegt og verklegt
Knapinn öðlast vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
- Riðið einfaldar gangskiptingar
- Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
- Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
- Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
- Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
- Geta riðið á slökum taum og léttri taumsambandi
- Grunnskilningur fyrir samspil ábendinga
-Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans
-Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis
Kennt verður 2 bóklega (1,5h) og 13 verklegir tímar (plús verklega próf og bóklega próf).
Námskeið byrjar á bóklega tíma 10.janúar 2022 Kl 1830.
Dagsetningar:
Bóklegar tímar í Hardabol á mánudögum:
10.1. og 13.1. kl 1830-2000
Bóklegt próf mánudaginn 17. janúar 2022 – í Hardarboli Kl 1800-1900
 
Verklegar tímar á mánudögum kl 16-17
24. / 31. Janúar 2022
7. / 14. / 21. / 28. Febrúar 2022
07. / 14. / 21. / 28. Mars 2022
11. / 25. April
02. maí
 
Verklegt Próf: 09maí2022 Kl 16-17
Kröfur til knapans: Það þarf að vera búin með bóklega Knapamerki 1.
Kröfur til hestsins: Hesturinn verður að vera spennulaus og rólegur. Hesturinn þarf að fara um á brokki án vandarmála og einnig þarf að geta riðið tölt.
Kennari : Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Verð: Ungmenni 42.000 krónur með prófi og skírteini
Verð: Fullorðnir 50.000 krónur með prófi og skírteini
baekur-allar-kropp-1500.jpg

Vegna reiðhallar

Eins og notendur reiðhallar hafa tekið efir hefur verið lagt töluvert í að laga gólfið í henni undanfarið. Þetta er nokkuð kostnaðarsamt og heilmikil vinna. Forsendan fyrir að hægt sé að hafa furuflís á gólfinu er að ALLIR taki upp skít, ekki bara eftir sinn hest heldur líka það sem einhverjum öðrum hefur yfirsést, þannig gerum við þetta saman.

Borið hefur á að sérstaklega er gengið illa um gólfið um helgar, við verðum að taka okkur tak og gera betur, það kostar of mikið að skipta út furuflís á nokkurra mánaða fresti og síst viljum við hækka gjaldið fyrir aðgang að höllinni. Þetta hangir allt saman og við getum vel vandað okkur og haft þetta allt í góðu lagi, með samvinnu.

Með kveðju frá formanni

Dagskrá 2022

Dagskrá 2022
Með fyrirvara um breytingar.
Ath: það vantar alla dagsetningar ferðanefndar ennþá enn verða bætt við fljótlega.
 
Janúar
7. Þrígangur FMOS + Glasareið Mosfellsbær
14. Smalamót + Glasareið Mosfellsbær
15. Nefndakvöld
21. – 23. Helgarnámskeið Hinni Sig I
29. - 30. Sirkushelgarnámskeið
 
Febrúar
5. 1. Vetrarmót

13.2. Mótaröð F1 
18. – 20. Helgarnámskeið Hinni Sig II 
26. Kótilettukvöld  
27. Mótaröð T2

 
Mars

5. 2. Vetrarmót 
12. Árshátíð 
13. Mótaröð T1 
19. Keppnisnþjálfun með Þórarinn Eymundsson I/2 
27. Mótaröð V1

 
Apríl
2. Keppnisnþjálfun með Þórarinn Eymundsson 2/2
8. Sýnikennsla með Sigvaldi Lárus
9. 3. Vetrarmót
((16-18. PÁSKAR))
21. Sumardagurinn fyrsta- Hreinsunardagur og Firmakeppni Harðar
 
Maí
1. Dagur íslenska hestsins
20.-22. Íþróttamót Harðar
29. Kirkjureið (messa kl 14.00)
 
Júní
10.-12. Gæðingamót Harðar