Íslandsmót-námskeið

Þá er það íslandsmótið. Skráning á námskeið fyrir það þarf að berast til mín með  tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir sunnudaginn 10.júlí. Æfingar verða útá velli, 11.7, 14.7 og 18.7. Einnig verða æfingar á mótsstað. :)

 

Æskulýðsnefndin

Landsmótshópur

Við úr Æskulýðsnefndinni sem ætlum með ykkur norður langar að fá ykkur til fundar við okkur mánudaginn kl: 20:00 í Harðarbóli og gott væri ef foreldrar ykkar gætuð komið með á fundinn. Okkur vantar gott fólk með okkur í lið. Það er mikilvægt að þið mætið öll sem eitt! ;-)

Æskulýðsnefnd

Hlökkum til að sjá ykkur

N1-kortið

Kæru Harðarfélagar og velunnarar!

Eins og þig hafið sum kannski orðið vör við þá höfum við fengið N1kortið í fjáröflun fyrir félagið okkar og er það þó nokkur búbót fyrir okkur. Þannig er að þeir sem eru með N1 kortið geta beðið um að það sé merkt Herði og þá fáum við 50 aura af hverjum seldum bensínlítra inn í félagið.

Þeir sem eru ekki með N1 kortið geta sent Katrínu Sif eða Ragnhildi Ösp tölvupóst á netföngin This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. N1 kortið er ykkur algerlega að kostnaðarlausu. Fyrir hvert nýtt kort sem við stofnum fáum við 800 kr. Okkur langar að hvetja ykkur sem flest til að sækja um 1N kortið og þeir eru með það endilega að merkja kortið Herði.

Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram þegar sótt er um nýtt kort og ef þið gefið okkur leyfi til að merkja kortið Herði: Fullt nafn kennitala Heimilisfang Símanúmer Netfang Við viljum hvetja ykkur öll til að styrkja félagið :-)

Með sumarkveðju

Æskulýðsnefnd

Landsmótsknapar

 

Mánudagskvöldið 6.júní kl.20 ætlum við að vera með knapafund fyrir alla knapa sem eru að fara fyrir hönd Harðar á landsmót. Þar ætlum við að ræða allt sem viðkemur undirbúningi fyrir landsmót og, mótsstað. Við ætlum að fara sem eitt lið og því mikilvægt að vinna þetta saman. Einnig ætlum við að kynna fyrir foreldrum og börnum/unglingum /ungmennum námskeið fyrir landsmót.  Mikilvægt er fyrir alla að mæta.

 

f.h.Harðar

Æskulýðsnefndin

 

Páskasprell

Á sunnudaginn 10.apríl frá kl.11 til 13. verður í Harðarhöllinni páskasprell. Farið verður í alls konar sveitafitness, svo sem skeifukast,pokahlaup, stígvélakast ofl.ofl. Þetta verður liðakeppni, og allir geta tekið þátt.

 

Vonumst til að sjá sem flesta.

 

Æskulýðsnefndin

Pollanámskeið

Skráning er hafin á pollanámskeið sem hefst 28.mars ef næg þáttaka fæst. Námskeiðið er haldið á mánudögum kl.17 og kennari er Line Norgard. Þáttakendur mæta með sinn hest og aðstoðarmann með aukataum. Fjöldi er 4-6 í hóp. Skráning sendist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um nafn nemanda, kennitala, heimilisfang, og síma ásamt upplýsingum um forráðamann fyrir 21.mars.

 Æskulýðsnefndin.

Ný námskeið barna og unglinga

Skráning á námskeið barna og unglinga er hafin og stendur til 1. apríl. Námskeiðið eru 8 skipti í 50 mínútur. Kennsla hefst síðan 4.apríl. Krökkunum verður skipt í polla,minna, meira og mikið vana hópa. Kennari er Line Norgard. Skráning fer fram á heimasíðu harðar www.hordur.is, námskeið/skráning. Krakkarnir mæti með sína hesta í tíma.

 Æskulýðsnefndin.

Youth Camp 2011

FEIF Youth Camp 2011, Skotlandi    Dagsetning: 23. – 30. júlí 2011Verð: 530 - 550 € Hvert land hefur rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef sæti losna, sem hefur verið undanfarin ár. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.  Skilyrði: Þátttakendur verða að vera á aldrinum 13 – 17 ára, á árinu, verða hafa einhverja reynslu í hestamennsku og geti skilið og talað ensku.  Staðsetning: Búðirnar verða haldnar í Broomlee outdoor center í Skotlandi. 22,5  km. fyrir utan Edinborg. Nánari upplýsingar um staðinn er að finna á www.  soec.org.uk/pages/broomlee.asp  Dagskrá: Í grófum dráttum er dagskráin á þessa leið; farið verður á hestbak í skosku hálöndunum, sýnikennsla á hestum, heimsókn í Edenborgarkastala, draugaganga í gömlu Edinborg, útivera og hefðbundin skosk kvöldvaka.  Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu LH, Engjavegi 4, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík fyrir 06. mars 2011. Á umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala, heimili, í hvaða hestamannafélagi viðkomandi er og nokkrar línur um reynslu í hestamennsku.  Þegar búið verður að velja þá úr sem uppfylla skilyrðin verður dregið úr umsóknum. Æskulýðsnefnd LH  

Félagsbingó

 

Félagsbingó verður haldið í Harðarbóli á miðvikudaginn 23, kl.18.00. Fullt af flottum vinningum.Verum dugleg að mæta og eflum félagsandann.

 Æskulýðsnefndin 

 

 

 

Fræðsluferð

HALLÓ KRAKKAR!

Þá er komið að okkar árlegu ferð um suðurlandið. Við förum laugardaginn 12. febrúar kl: 8.30! STUNDVÍSLEGA.  Heimsótt verða fjögur hestabú og tamningastöðvar. Við munum byrja á því að fara að Bakkakoti, þaðan liggur leið okkar til Hinna og Huldu á Árbakka, þá er haldið til Sigga Sig. okkar ágæta Harðarmanns í Þjóðólfshaga og á heimleiðinni munum við kíkja til Sigga Sæm. á Skeiðvöllum. Þátttökugjald er 1000 krónur og innifalið í því er nesti, pizza í hádeginu, heimsóknir og rútan. Aldurstakmark ferðarinnar er 10 ár en yngri börn geta komið með í fylgd með foreldrum.  Áætlaður heimkomutími er um kvöldmatarleytið. Það verður að skrá sig í ferðina fyrir 9.febrúar.  Hlökkum til að sjá sem allra flesta. Skráning fer fram hjá Ragnhildi Ösp á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða síma 824-8072 eftir kl: 16.00

Æskulýðsnefnd