- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, desember 27 2024 19:32
-
Skrifað af Sonja
Kæru félagar.
Að venju verður farið ríðandi í Varmadal til Nonna og Haddýjar á gamlársdag,
skemmtileg hefð sem við höldum í heiðri.
Lagt verður af stað úr naflanum klukkan 12,
léttar veitingar á staðnum, allir velkomnir.
Kveðja,Stjórnin

- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, desember 25 2024 21:45
-
Skrifað af Sonja
Kæru félagsmenn,
við hjá Herði viljum senda ykkur öllum innilegar jólakveðjur og bestu óskir um gleðilegt og farsælt nýtt ár!
Takk fyrir allar góðar stundir á árinu sem er að líða – hvort sem það var á hestbaki, í félagsstarfinu eða á viðburðum félagsins.
Við hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári. Framundan er spennandi ár, vetrarstarfið er fullt af spennandi námskeiðum, viðburðum og mótum, þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Njótið hátíðanna með fjölskyldu, vinum – og auðvitað hestunum.
Með jólakveðju,
Starfsmenn og stjórn Hestamannafélagsins Harðar

- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, desember 25 2024 11:55
-
Skrifað af Sonja
Skráning hefst klukkan 17:00 laugardaginn 21.desember (Í dag) á endurmenntun reiðkennara með Mette Mannseth!
Námskeiðið er ætlað starfandi reiðkennurum og er markmiðið að stuðla að faglegri nálgun í reiðkennslu, auka samstöðu meðal reiðkennara og fá innblástur í mismunandi nálganir og aðferðir.
Námskeiðið er haldið í Hestamannafélaginu Herði Mosfellsbæ dagana 10.-12.janúar. Dagskráin hefst á föstudeginum klukkan 20:00 á fyrirlestri. Á laugardeginum og sunnudeginum stendur dagskrá frá 09:00-17:00 með hádegishléi þar sem boðið verður upp á að kaupa veitingar.
Boðið verður upp á að skrá sig sem áhorfandi en einnig sem knapi. Knapar sitja námskeiðið en mæta einnig í 1-2x reiðtíma með eigin hest þar sem ræddar eru kennsluaðferðir.
Námskeiðið gildir sem 20 einingar fyrir símenntun reiðkennara en þess má geta að reiðkennarar þurfa að taka 16 einingar á þriggja ára tímabili til að vera skráður á reiðkennaralista FEIF (FEIF MATRIX)
Verð fyrir að sitja námskeiðið: 20.000kr
Verð fyrir námskeið og einn reiðtíma: 27.500kr (6 pláss laus)
Verð fyrir námskeið og tvo reiðtíma: 35.000kr (4 pláss laus)
Markmiðið er að sjá mismunandi knapa, hesta og verkefni! Hvetjum alla reiðkennara til að skrá sig og taka þátt í þessari skemmtilegu helgi með okkur!
Skráning inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur

- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, desember 15 2024 17:33
-
Skrifað af Sonja
Farið verður í gegnum nokkrar mismunandi útfærslur af vinnu við hendi. Vinna við hendi styrkir samband knapa og hests, eykur fjölbreytni í þjálfun, er liðkandi (fyrir bæði mann og hest) æfir stjórnun og samhæfingu og svo mætti lengi telja. Vinna við hendi er líka frábær undirbúningur fyrir það sem koma skal á baki.
Námskeiðið er sex skipti og hver tími er 45 mínútur.
Kennt aðra hverja viku á fimmtudögum í Blíðubakka höllinni og hefst 16.janúar.
Kennari verður Ingunn Birna Ingólfsdóttir en hún er útskrifaður þjálfari og reiðkennari frá Hólum og að auki með áralanga reynslu af tamningum og þjálfun.
Verð: 22.000kr
Skráning inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur
