Íslenski hesturinn og fólk með fötlun

Hestamannafélagið Hörður

Íþróttasamband fatlaðraÍþróttasamband fatlaðra og Hörður standa fyrir ráðstefnu um hestamennsku fyrir fólk með fötlun laugardaginn 11.febrúar kl. 10.00 - 16.00.

Íslenski hesturinn hefur reynst vel við þjálfun og endurhæfingu fólks með fötlun. Hestaíþróttin eru keppnisgrein á ólympíumótum fatlaðra og á alþjóðaleikum Special Olympics og á Íslandi er verið að þróa keppnisform fyrir fólk með fötlun.

Nánar...

Fræðslunefnd fatlaðra vantar aðstoð

Fræðslunefnd fatlaðara auglýsir eftir hressum ungmennum og fullorðnum í vinnu til að aðstoða okkur í vetur á námskeiðunum fyrir fötluð börn og ungmenni. Um er að ræða aðstoð nemenda á námskeiðunum. Engin þörf er á sérþekkingu á fötlunum en gott ef þið eruð vön að umgangast hesta :)

Vinnutíminn er á mánudögum og föstudögum kl. 14:45 - 15:45.Lágmarksaldur er 12 ára.

Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2011 til Hestamannafélagsins Harðar

Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2011Það er sönn ánægja að tilkynna að Hestamannafélagið Hörður vann til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2011.

Félagið vann í flokki fyrirtækja/stofnana, fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga.Hvatningarverðlaunin eru veitt á alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember, ár hvert. Verðlaunin eru afhent í fimmta sinn og veitt í þrem flokkum, flokki einstaklinga, fyrirtækja/stofnana og umfjöllunar/kynningar, þrjár tilnefningar voru í hverjum flokki og ein verðlaun voru veitt í hverjum þeirra.

Hefur þú tíma aflögu til að vinna í frábæru umhverfi með frábæru fólki?

Smellið á myndina til að sjá auglýsinguna í pdfSjálfboðaliðar óskast til að vinna á reiðnámskeiði fyrir fötluð börn- og ungmenni hjá Hestamannafélaginu Herði í vetur.

Námskeiðin verða alls fjögur fram að áramótum og kennt er 1 sinni í viku á mánudögum frá kl. 14:45 - 15:45 og  1 sinni í viku á föstudögum frá kl. 14:45 - 15:45. Hvert námskeið eru 5 skipti í senn. Kennt er í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ. Námskeiðin byrja mánudaginn 19.september 2011.

Nánar...

Aðstoðarmenn óskast á reiðnámskeið

Okkur vantar galvaska og hressa aðstoðarmenn til að aðstoða á
reiðnámskeiði fyrir fatlaða sem eru nú í fullum gangi!
Ef þú getur lagt okkur lið í klukkutíma mánudaga EÐA föstudaga  15:30
- 16:30 þá myndum við endilega vilja heyra í þér :)

Hafið samband ef þið viljið aðstoða okkur eða vitið um einhverja sem
hugsanlega hefðu getu og áhuga.

Fræðslunefnd fatlaðra
s: 8997299

Keppnismót fatlaðra ungmenna 2011

Keppnismót fatlaðra ungmenna verður haldið föstudaginn 27. maí 2011
kl. 17:00 í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ.

Keppnin er fimimót og er haft til viðmiðunar keppnisreglur frá

alþjóðlegum samböndum sem sérhæfa sig í keppnishaldi fyrir fatlaða
reiðmenn eða International Para-Equestrian Association.  Keppt er í
mismunandi fötlunarflokkum. Mótið er haldið í fyrsta sinn á Íslandi og
verður vonandi hvatning fyrir alla þá sem eiga við einhvers konar
fötlun að stríða og hafa áhuga á hestamennsku sem keppnisíþrótt meðal
annars.

Nánar...

Reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun

thumb_kafagrasHestamannafélagið Hörður býður upp á 5 vikna reiðnámskeið í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ fyrir börn og ungmenni með fötlun í samstarfi við Hestamennt ehf.

Fyrir hverja er námskeiðið:
Öll börn og ungmenni sem eiga við einhvers konar fötlun eða skerta getu að stríða vegna sjúkdóma eða af öðrum ástæðum og sem hafa áhuga á að umgangast hesta eða vilja kynnast hestamennsku.

Markmið námskeiðsins:

Nánar...

Nefndafundur Harðar 10.janúar Harðar 2013

Nefndafundur 10.janúar 2013.

Nefndarfundur verður haldinn 10.janúar 2013.  Þá koma nefndir félagsins og hitta stjórnina, gera grein fyrir breytingum á nefndinni og því sem framundan er.  Hér fyrir neðan hefur hverri nefnd verið gefinn tími og vonumst við til þess að  tímaáætlun haldi sér.


Nánar...