Kvennareiðtúrarnir

Nú viljum við vekja athygli á því að senn líður að formannsfrúarreiðinni (26 maí). Kvennadeildin hefur því ákveðið að hafa reiðtúranna alla miðvikudaga framvegis, eins verður farið í lengri reiðtúra þannig að allar þær sem koma með frá Skógarhólum verða komnar í mikla æfingu sem og hestarnir. Sjáumst hressar að vanda á miðvikudaginn 2 maí kl 18:00 í naflanum.

 

Kvennadeildin.