Fákur kom í heimsókn

Fáksarar komu í heimsókn til okkar Harðarmanna í dag og heyrðum við því fleygt að ekki hafa mætt svona margir síðan að kaffið var í Hlégarði í gamla daga. Brokkkórinn kom og söng nokkur lög við miklar vinsældir og frábærar undirtekktir, þökkum við þeim snilldar kór fyrir sönginn og vonumst við til að heyra í þeim aftur að ári. Við viljum þakka öllum þeim sem komu með kökur og góðgæti. Sérstakar þakkir til þeirra sem stóðu vaktina í eldhúsinu. Aldrei klikkar kvennadeild Harðar sem er orðin með þeim öflugri á landinu,  ÞREFALT HÚRRA FYRIR ÞEIM.

 

Stjórn kvennadeildarinnar.