Kvennadeildin kallar á kátar konur:-) og karla:-)

Ný kvennadeild hefur nú hafið störf. Í henni eru; Hólmfríður Ólafsdóttir (formaður), Ragna Rós, Berglind, Þórhildur og Ragnhildur. Við þökkum fyrri nefnd fyrir frábær störf og veitingar undanfarin misseri og vonumst til að halda upp merkjum kvennadeildar með sama myndarbrag og þær.

Hörður er öflugt félag og með marga ferða- og íþróttaviðburði á sínum snærum. Hlutverk kvennadeildar er að sjá til þess að engir svangir né þyrstir vafri um á þessum uppákomum:-) Til að þetta megi ganga sem allra best köllum við nú til fundar þann 9. febrúar klukkan 19:30 í Harðarbóli. Við bjóðum velkomna alla þá sem áhuga hafa á að taka þátt í gleðinni í eldhúsinu með okkur og vilja hafa eitthvað um það að segja hvað hér er boðið uppá :-) Eins munum við kynna vetrardagskrána, s.s. kvennareiðtúrana og fleira.

Kær kveðja,

Stjórn kvennadeildar