Formannsfrúarreið

Nú fer að líða að skráningu í Formannsfrúarreiðina, sem verður 21. maí, en eins og kunnugt er á að keyra hesta og hestakonur á Þingvöll og ríða þaðan í Hörð, en þar verður tekið á móti okkur með veislu í Harðarbóli. Stefnum á að skráningu hefjist innan fárra daga og ljúki 13. maí, síðan ætlum við að halda kynningarfund ca. 16. eða 17. maí, þar sem verður farið yfir alla ferðaáætlu osfrv. Áætlaður kostnaður er um 8.000.- , innifalið í því er morgunverður og nesti í ferðina, ekki drykkir, kerruferð fyrir hesta og reiðmann á Skógarhóla einnig trúss og hugsanlegar járningar ef dettur undan á leiðinni eða eitthvað óvænt kemur uppá, og síðast en ekkí síst, kvöldverður að hættu Gunnu í Dalsgarði í Harðarbóli í ferðalok, Guðjón formaður og Hákon ætla að spila á gítar og syngja fyrir- og með okkur fram á nótt.  Ferðin verður undir öruggri stjórn Lillu. Fylgist með hér á síðunni eða facebook þar sem birt verður  hvar og hvenær á að skrá sig.  KOM SVO HARÐARKONUR FJÖLMENNUM Í ÞESSA FRÁBÆRU FERÐ

Harðarkonur