Bakkelsi óskast

Kæru Harðarfélagar,

nú er mál að rífa upp þeytarann og hræra nokkrar kökur því n.k. laugardag 30. apríl tökum við vel á móti Fáks mönnum og konum með flottum veitingum. Til þess að geta tekið eins vel á móti þeim og okkur var tekið þurfum við kvennadeildin hjálp við að reiða fram kökur og brauð. Einnig væri gott að fá nokkra sjálfboðaliða í eldhúsið við að dekka borð, laga kaffi ofl.- alltaf fjör í eldhúsinu. Hver býður sig fram ?

f.h. stjórnar kvennadeildar,

Helga Margrét Jóhannsdóttir

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.