Hesthúsahverfið vaktað

Eins og flestum mun kunnugt gerist það af og til að í hverfið koma það sem við getum kallað óboðna gesti sem brjótast inn í hesthús í Hesthúsahverfinu að Varmárbökkum. Fyrir nokkrum árum var sett upp vaktmyndavél sem myndar umferð um hverfið að nóttu sem degi. Nú hefur vélin verið endurnýjuð og til stendur að setja upp fleiri vélar í hverfinu þannig að erfiðara verður um vik fyrir þá sem hyggja á strandhögg í hesthúsum vorum. Af öryggisástæðum er ekki hægt að gefa upp hvar vélarnar eru/verða staðsettar en reynt verður að ganga þannig frá málum að illmögulegt verði að fara um hverfið án þess að lenda inn á tökusvið vélanna. Einng er fyrihugað setja upp skilti þar sem fram kemur að hverfið sé vaktað en stjórnin telur að í því felist fælingarmáttur sem eykur öryggið enn frekar.
Á það skal þó bent að þrátt fyrir þessar öryggisráðstafanir er nauðsynlegt að eigendur og notendur hesthúsanna athugi skilmála trygginga.Má þar nefna meðal annars að ekki er hyggilegt að geyma lykla “falda” utandyra því trygginar greiða aðeins tjón sé um innbrot að ræða. Ef hinn óboðni gestur hefur lykil undir höndum er ekki um innbrot að ræða að mati tryggingafélaganna.

Fyrirhugað er að halda aðalfund Félags hesthúseigenda að Varmárbökkum í febrúar n.k. Verður hann auglýstur frekar síðar.

 

Stjórn Félags hesthúseigenda á Varmárbökkum