HEIMSMEISTARAR HARÐAR

Heimsmeistarmót íslenska hestsins fór fram í Hollandi 8-13/8.


Mótið hófst á kynbótabrautinni og tryggði Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Íslandi Heimsmeistaratitil með glæsilegri sýningu i flokki fimm vetra hryssna á merinni Ársól frá Sauðanesi.


Benedikt Ólafsson keppti í gæðingaskeiði á Leiru-Björk frá Naustum lll og hlaut þar gullverðlaun og Heimsmeistaratitil. Þau Bensi og Leira skelltu sér óæfð í fimmgang og slaktaumatölt sem gulltyggði þeim annan Heimsmeistaratitil í samanlögðum árangri í fimmgangsgreinum. Benedikt vann hug og hjörtu allra á mótinu, hann rúllaði upp viðtölum á öllum helstu fréttamiðlum mótsins og vakti eftirtekt að drengurinn söng hástöfum þegar Íslenski þjóðsöngurinn var spilaður.

Harðarfélagar fjölmenntu á mótið og voru allir að springa úr stolti yfir árangri Bensa, Aðalheiðar og Íslenska liðsins sem hefur aldrei verið betri en í ár.

Hestamannafélagið Hörður óskar þessum flottu knöpum til hamingju með þennan glæsilega árangur á Heimsmeistaramótinu.

Áfram Hörður

369325742_676217727364685_771373349171600087_n.jpg

369579500_594862019463779_6258977883945916932_n.jpg

369477047_671780301541606_871511353621897971_n.jpg

369637960_293355056678437_6512527504383914807_n.jpg