Gámur undir rúllu-/baggaplast.

Í næstu viku kemur gámur sem félagsmönnum býðst að nýta til að losa sig við rúllu- /baggaplast sér að kostnaðarlausu.  Gámurinn verður opinn í klukkutíma fasta daga og verður vaktaður, dagar og tími auglýst síðar.  Gámurnn verður við reiðhöllina.

Allir litir af rúllu-/baggaplasti mega fara í gáminn en ALLS EKKI neitt annað, plastið fer til endurvinnslu og mikilvægt að það sé ómengað.  Best er að hrista sem mest af heyi úr plastinu, skila því sem hreinustu þó ekki sé gerð athugasemd við smávegis moð.

Ekki bönd, ekki net, ekki plast undan spónum og ekkert annað en rúllu-/baggaplast má fara í þennan gám, þarf að losa plastið úr „safnpokum“ hverskonar áður en það er sett í gáminn.

Þessari þjónustu er sjálfhætt ef fólk virðir ekki reglurnar, en vonandi verður þessu vel tekið og nýtist okkur öllum.

Stjórnin