Helgarnámskeið með Fríðu Hansen 11.-12. febrúar

Reiðkennarinn Fríða Hansen verður með helgarnámskeið í reiðhöllinni í Herði helgina 11.-12. febrúar. Hún er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Fríða er reynslumikill reiðkennari og þjálfari og hefur kennt mikið bæði hér heima og erlendis með góðum árangri.
 
Á námskeiðinu hjálpar hún knöpum af stað með vetrarþjálfunina og markmiðssetningu fyrir komandi tímabil. Kennt verður í 40 mínútna einkatímum báða dagana.
Þátttakendur mega horfa á alla tímana og eru hvattir til þess.
 
Lágmark 7 nemendur
Verð kr. 25.000kr
Skráning opnar kl 12:00 í dag, miðvikudag 25jan
 
frida.jpg+