Undirbúningur fyrir íþróttakeppni og alm. reiðnámskeið

Reiðnámskeið verður haldið á félagssvæði Harðar nú í maí. Kennari verður Eysteinn Leifsson. Aðeins 4 nemendur í hóp, en skipt verður í hópa eftir þörfum hvers og eins, og því hvort nemendur hafi áhuga á aðstoð við undirbúning undir keppni eða almennt reiðnámskeið. Gert er ráð fyrir að kennt verði á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Alls verður kennt í 8 skipti og er verð til félagsmanna kr 10.000, en 12.000 til utanfélagsmanna. Þeir sem hafa áhuga skrái sig á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (eða í síma 566-8778), og komi í félagsheimilið Harðarból á fimmtudaginn 6. mars kl 19:00, þar sem skipt verður í hópa og gengið verður frá greiðslum Fræðslunefndin