Frumtamningarnámskeið með Róbert Petersen

Hestamannafélagið Hörður og Róbert Petersen reiðkennari verða með frumtamningarhelgarnámskeið sem verður helgar 23.-25.9. og 30.9.-02.10 - bóklegur tími verður á miðvikudagskvöldið 21.9. kl 18-1930.

Námskeið byrjar með bóklegum tíma á miðvikudagskvöldið 23.9. og verða svo verklegir tímar 1x á föstudaginn 23.9. kvöld og svo eftir það 2x á dag.

Hver þátttakandi kemur með sitt trippi.

Farið verður í gegnum helstu þætti frumtamningar,
s.s. Atferli hestsins
Leiðtogahlutverk
Fortamning á trippi
Undirbúningur fyrir frumtamningu
Frumtamning

Bóklegir tímar: 1
Verklegir tímar: 11
Verð: 51.000.-

Fjórir nemendur verða í hverjum hópi en hámarksfjöldi á námskeiðið er 12 – 16 þátttakendur.
Bóklegir tímar verða sameiginlegir fyrir allan hópinn. Verkleg kennsla verður í Reiðhöll Harðar og í Blíðubakka 2, þar sem unnið verður með trippin.
Einnig eiga nemendur að fylgjast með öðrum og læra þannig á mismunandi hestgerðir og mismunandi aðferðir við for- og frumtamningu.
Tímasetningar fara eftir stærð hópana, ef eitthvað ósk er um sérstaka tíma / hópa verður það koma fram við skráningu og reynum við eftir besta getu að fara eftir því.

Skráning:
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

frumtamning.jpg