Flugeldasýningar næstu tvær helgar.

Kæru félagar

Á laugardaginn kemur, þann 20.ágúst verður flugeldasýning Menningarnætur á hafnarbakkanum í Reykjavík. Vert er að huga að hrossum sem eru í beitarhólfum í bænum og gera viðeigandi ráðstafanir, taka þau inn á hús jafnvel.  Hross hér hafa fælst vegna þessarar sýningar þó hún sé ekki alveg í nágreinni við okkur.

Eins verður flugeldasýning laugardagskvöldið 27. ágúst hér í Mosfellsbæ á bæjarhátiðinni Í túninu heima, skotið upp frá Lágafelli um klukkan 23.00 (eftir tónleika á miðbæjartorgi).

R.jpg