Landsmót þriðjudagur/miðvikudagur

Þá er milliriðlum lokið og smelltu þeir félagar Biskup frá Ólafshaga og Benedikt Ólafsson sér í efsta sætið inn í A úrslit ungmenna með magnaðri sýningu. Tumi frá Jarðbrú og Flóvent frá Breiðstöðum tryggðu sér sæti í B úrslitum í B flokki. Glúmur frá Dallandi er þriðji inn í A úrslit í A flokki. Sigriður Fjóla Aradóttir sýndi flotta takta í milliriðli barna en komst ekki áfram í úrslit. Fjóla er búin að stimpla sig inn með stæl. Forkeppni i íþróttakeppni er lokið en skeiðgreinar eru eftir, Harðarfélagar eiga ekki knapa í úrslitum en Reynir Örn og Týr frá Jarðbrú enduðu í níunda sæti í slaktaumatölti.  

 

Veðrið hefur svo sannarlega leikið stórt hlutverk á þessu Landsmóti, annað hvort bongó blíða með sólbrenndum nebbum eða að knapar hafa þurft að sundríða hringvöllinn. Öllu hefur verið frestað í dag til kl.4, við verðum að henda okkur á hnén og sameinast í einlægri ósk um betri tíð. Sama hvernig fer þá erum við stolt af okkar félögum og óskum þeim sem eiga eftir að ríða úrslit góðs gengis. 

 

ÁFRAM HÖRÐUR!!!

 

Mynd: Susy Oliver
292656115_7688946067813201_1037315070784672634_n.jpg