Ábendingar og Tilkynningar

Við viljum vekja athygli á og hvetja til notkunar á hnöppum á heimasíðu Harðar þar sem hægt er að senda ábendingar og tilkynna óhöpp eða slys á svæðinu.  Í gegnum þessa hnappa kemst erindið til skila rétta leið og er tekið til umfjöllunar og úrvinnslu hjá stjórn. 

Eins veitir það betri yfirsýn að hafa hluti skriflega og tekna saman þegar þarf að eiga við þriðja aðila varðandi úrbætur til dæmis.

Þessir hnappar eru efst hægra megin á spássíu á heimasíðunni, en lenda alveg neðst þegar síðan er skoðuð í síma.