Harðarjakkarnir komnir – Mátunardagar

Mátunardagar fyrir Harðarjakka verða þriðjudaginn 7.júní og miðvikudaginn 8.júní milli 17-19 í Reiðhöllinni. Munið að taka greiðslukort með ykkur. Við pöntun er greitt fyrir valdar stærðir og svo verður afhending um miðjan júní.
HEKLA JAKKI
Flott snið fyrir herra og dömu
• Efnið er mjög létt og krumpufrítt, vindþétt
10.000g/m2, vatnshellt 10.000mm H2O og með 4-way-stretch.
• Vatnsheldir saumar.
• YKK rennilásar á jakka og vösum.
• Brjóstvasi sem rúmar allar stærðir af farsímum
• Gott rennilásagrip svo auðvelt sé að renna þegar verið er í hönskum.
• Hetta sem passar yfir reiðhjálma og hægt að þrengja.
• Jakkinn verður með merki Hestamannafélagsins Harðar á hægra brjósti
Almennt verð út úr verslun 23.990.
Sértilboð til Harðarfélaga er aðeins 17.490.
jakkar.jpg