Náttúrureið og kirkjureið

 
Þá er komið að náttúrureið fyrir alla fjölskylduna laugardaginn 28. maí. Riðið verður í Kollafjarðarétt, létt og skemmtileg reið sem hentar öllum. Lagt verður af stað frá naflanum kl. 13 og áætlað að reiðin taki um 2 klst.

Grillpartý í reiðhöllinni þegar heim er komið:
Það verða hamborgarar verð 1500 kr - grillað verður í reiðhöll og bjór og fleira til sölu þar.
 
 
Árleg kirkjureið sunnudaginn 29. maí lagt af stað úr naflanum kl. 13:00 kirkjukaffi í Harðabóli eftir guðsþjónustu.
 
 
Ferðanefnd