Hesthúsadagur með Harðarkrökkum

Á sunnudaginn 15. maí ætlum við öll að hittast í Reiðhöllinni kl. 16.00.
Við ætlum öll að fá okkur göngutúr saman um hverfið og krakkarnir ætla að sýna hvort öðru sitt hesthús og sinn/sína hesta. Það væri best ef að þeir sem eru yngri en 8 ára kæmu í fylgd með fullorðnum.
Endum svo aftur í Reiðhöllinni þar sem verður boðið upp á veitingar.
Með kveðju
Fanney og Hrafnhildur Jóhannesdóttir sem munu vera með ykkur á þessum viðburði

Thelwell-pony.jpg