Almennur félagsfundur: Vallarsvæði og hringgerði

Stjórn Harðar boðar til umræðufundar um vallarsvæði og hringgerði á félagssvæðinu, mánudaginn 14 mars 2022, klukkan 20:00 í Harðarbóli.
Farið verður yfir hugmyndir um breytingar á vallarsvæði og möguleika því tengdu ásamt hugmyndum um breytingar og viðbætur á hringgerðum með yfirbyggingu í huga.
Hvetjum alla félagsmenn til að mæta og taka þátt í umræðum, koma með hugmyndir og hafa áhrif á framtíðar skipulag hverfisins.
 
Kveðja
Stjórn Harðar
275463538_7129525077088639_9215054484271951354_n.jpg