Árshátíð Harðar 2022

Nú ætlum við sjá hvort við náum ekki að blása til árshátíðar með stuttum fyrirvara og fagna áfléttingu covid takmarkana.
 
Staðurinn er Harðarból og dagsetningin er 12 mars. Já við erum að tala um þar næstu helgi:)
 
Húsið opnar kl: 18:30 með fordrykk.
Grillvagninn mætir á staðinn og verður með lamb og kalkún og allt fína meðlætið. Einnig er vegan réttur (athu þarf aðláta vita).
 
Veislustjóri er Þröstur 3000, sem sér um að halda uppi aga í borðhaldi og keyra stuðið í gang á dansgólfinu.
Enginn annar en Eyþór Ingi skemmtir okkur með söng og glensi og sér svo um ballið.
Happdrætti.
 
Miðaverð fyrir þennan pop-up viðburð er aðeins 9.500 kr.
 
Skráning fer fram með að skella tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (látið vita ef þið vilið vegan) og einnig millifæra á eftirfarandi reikning: kt.650169-4259 0549-26-4259 , senda kvittun bæði á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
Skráningu lýkur þriðjudaginn 8. mars.
 
Sjáumst í banastuði
 
-Árshátíðarnefndin
274922349_1443473766093714_5614560631511594510_n.jpg
275222145_7115877415120072_2660214084491643556_n.jpg