Nýtt deiliskipulag fyrir Varmárbakka  

Á 529. fundi skipulagsnefndar var neðangreint erindi tekiðfyrir: Varmárbakkar, lóðir fyrir hesthús - breyting á deiliskipulagi

Skipulagsnefnd samþykkti á 523. fundi sínum að endurauglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir hestaíþróttasvæðið á Varmárbökkum. Kynnt er fornleifaskráning fyrir svæðið sem unnin var af Antikva ehf. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breytt útgáfa deiliskipulags eftir auglýsingu ásamt drögum að svörum.  Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afgreiðsla skipulagsnefndar er gerð með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.

Ekki liggur fyrir hvenær lóðirnar verða auglýstar til umsóknar, en það verður kynnt sérstaklega.