COVID-19: Hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu

 Með höfuðborgarsvæðinu er átt við Reykjavík, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavog. Hertar takmarkanir fela í sér eftirfarandi: Íþróttir og líkamsrækt innandyra óheimil: Líkamsrækt, íþróttastarf og sambærileg starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er óheimil innandyra.

Reiðhöllinni verður ekki lokað, en fjöldatakmörkun við 6 knapa hverju sinni. Það ætti ekki að vera vandamál á þessum árstíma. Á morgnana er FMOS með ½ höllina á leigu fyrir sína nemendur og og hafa því forgang með fjölda. Reiðmaðurinn hefur höllina á leigu einhverjar helgar, en samkvæmt pósti frá þeim í morgun gera þeir 2ja vikna hlé á sínum námskeiðum. Einnig biðjum við félagsmenn að fylgjast vel með dagtal reiðhallirnar á hordur.is varðandi hvenær hálfa höllinn hefur verið leigd út.

Gætum að öllum snertiflötum, hugum að almannavörnum og beitum almennri skynsemi.

Stjórnin