Reiðhöllin

 

Gólf reiðhallarinnar var tætt upp og sett á það furuflís.  Reiðhallinar í Spretti, Sörla, Fák og Sleipni eru allar með furuflís á gólfum og hefur það reynst mjög vel.

Þeirra reynsla er samt sú að það er MJÖG áríðandi að þrífa hestaskítinn strax af gólfinu.

Reiðhöllin hefur tekið stakkaskiptum á sl árum. 

Nýtt og öflugt loftræstikerfi, ný hitalögn, led lýsing í loftið, ný sjoppa, hvíttaðir battar, speglar á battana og svo furuflís á gólfið.

Um leið og við óskum sjálfum okkur til hamingju – minnum við á að góð umgengni sýnir innri mann😊

 

Stjórnin